SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 27
30. janúar 2011 27 fjölbreytt efni eins og getið er um hér að ofan. Blaða- maðurinn hafði frumkvæði og skrifaði þá greinina en leitaði fanga hjá sérfræðingum. Þar var oft lögð mikil áhersla lögð á einkenni sjúkdóma og hugsanlegar lausn- ir. Til þess að reyna að meta hlutlægni einstakra greina í Morgunblaðinu þessi ár var stuðst við við eftirfarandi skilgreiningu Þorbjarnar Broddasonar á hlutlægni: „Hlutlægni byggist á því að leitast sé við að mæta ákveðnum kröfum. Meðal þeirra eru efnislega rétt og nákvæm frásögn, jafnvægi, aðgreining túlkunar frá sjálfum fréttaflutningnum, opin heimildaöflun og óvil- höll afstaða.“ Það er mjög erfitt að meta hlutlægni svo rannsakandi fór þá leið að greina hverja grein Morgunblaðins eftir þremur breytum, sem engu að síður byggir á skilgrein- ingu Þorbjarnar en þær eru jákvæðar, neikvæðar og hvorki né. Þær tölur þurfa hins vegar ekki að end- urspegla áherslur í ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins þessi ár eins og í umfjöllun um einstaka málaflokka inn- an geðheilbrigðismála eða við hverja er lögð áhersla á að tala. Þar getur birst annar veruleiki. Þær greinar Morgunblaðsins sem voru metnar ,,hvorki né“ voru frá 88% og upp í 96% þessi ár. Rannsakandi mat grein jákvæða eða neikvæða eftir því hvaða hughrif hún hafði á hann. Árið 1993 voru 1,8% umfjöllunar skilgreind sem neikvæð, 3,8% árið 1998 og árið 2003 var talan hæst eða 7,1% en það ár voru greinarnar flestar. Árið 2008 voru 5% umfjallana metnar neikvæðar. Jákvæðar fréttir voru heldur færri á heildina litið nema árið 1993, þar sem 5,6% voru greindar jákvæðar. Árið 1998 voru hins vegar 2,4% jákvæðar, 3,6% árið 2003 og 1,6% árið 2008. Geðraskanir og ofbeldi Nokkrum sinnum koma upp tilvik þar sem fólk með geð- raskanir fremur ofbeldisverk og Morgunblaðið fjallar um það í fréttum. Rannsóknir sýna að einar og sér verða slík- ar fréttir til þess að almenningur tengir geðraskanir við ofbeldi, oftast óháð alvarleika ofbeldisins en þetta á líka við um afþreyingarmiðla sem ýkja ofbeldið og hlutfall geðraskana og ofbeldis. Sú staðreynd ætti að verða til þess að meta hvort ástæða sé til þess að birta slíkar frétt- ir, sé atburðurinn ekki þeim mun fréttnæmari, því af- leiðingar geta haft margföldunaráhrif á fordóma og fé- lagslega skömm gagnvart einum þjóðfélagshóp, þar sem langflestir eru saklausir, umfram aðrar fréttir. Þetta þarf að meta og hafa þá siðareglur blaðamanna til hliðsjónar. Spurningin þegar kemur að fréttamati snýst þá um tvennt, annars vegar hvort að birta ætti frétt þar sem þessi tengsl koma fram og hins vegar ef frétt er birt hvort að geta eigi geðröskunarinnar í fyrirsögn. Morg- unblaðið steig yfirleitt varlega til jarðar þegar það sagði fréttir af þessum málum sem eðli síns vegna eru sérstök. Það ýkti ekki hættuna og fyrirsagnir voru lýsandi. Stundum kom fram í þeim fréttum og/eða fyrirsögn að manneskja með geðröskun framdi glæpinn og stundum ekki. Það sama átti við þegar umfjöllun Morgunblaðsins var mátuð við staðalímyndina af hinum hættulega. Stað- alímyndir almennt voru ekki áberandi í Morgunblaðinu á rannsóknartímabilinu. Notendasamtök eins og Hugarafl hafa orðið meira áberandi síðustu ár og átt mikinn þátt í breyttu við- horfi til fólks með geðraskanir. Sögurnar fjórar Kona að nafni Elsbeth Morrison hefur sagt að birtingarmyndum af fólki með fötlun megi skipta upp í fjórar gerðir frásagna. Sú fyrsta snýst um að sigrast á harmleiknum, önnur er af lækn- isfræðilegum framförum sem gagnast fötluðu fólki, þriðja sagan fjallar um skort á pen- ingum og sú fjórða um réttinda- málin. Þegar fréttir og greinar Morgunblaðsins rannsóknar ár- in fjögur eru mátaðar virðist um- fjöllun almennt ekki falla undir þessar sögur. Umræðan er í rauninni þverfagleg en þó má helst, af þessum fjórum, finna áherslur á réttindi fólks með geðraskanir. Styrmir Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 1972-2008. Hann segir áhugamál og lífreynslu ritstjóra og annarra starfsmanna vissulega móta fjölmiðla og efni þeirra og Morgunblaðið hafi ekki verið nein undantekning. Styrmir hefur í meira en hálfa öld haft náin kynni af fólki með geðraskanir og segir að áhugi sinn á geðheilbrigðismálum hafi vaknað vegna þeirra kynna. Styrmir segir að Morgunblaðið hafi á undanförnum áratugum orðið vett- vangur umræðna um geðheilbrigðismál, blaðið hafi ýtt undir slíkar umræður og leitast við að styðja málstað þeirra, sem átt hafa við slíka sjúkdóma að stríða. Hann segir að fyrsta alvar- lega viðleitni blaðsins í þeim efnum hafi sennilega verið um miðjan áttunda áratuginn og þá að áeggjan Tómasar Helgasonar, prófessors og yfirlæknis á Kleppi. „Þá reyndum við að knýja á um að geðdeildin, sem verið var að reisa á Landspítalalóðinni og átti að taka við af Kleppi fengi meira fé á fjárlögum til þess að hægt væri að halda áfram byggingu hans. Hóf Morgunblaðið þá mikla herferð, sem var fólgin í röð viðtala þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar lýstu ástandinu á Kleppsspítalanum.“ Í ritgerð Unnar H. Jóhannsdóttur er framhaldinu lýst. Ritstjórinn fyrrverandi er sammála erlendum fræðimönnum að umfjöllun í fjölmiðlum um geðraskanir og geðheilbrigði hafi áhrif á viðhorf fólks til geð- raskana og fólks með geðraskanir. „Það er engin spurning að umfjöllunin hefur áhrif, en hún getur bæði haft jákvæð áhrif og neikvæð áhrif og þess vegna er svo mikilvægt hvernig hún er framsett. Almennt talað þá tel ég og það er reynsla mín að áhrif fjölmiðla séu mismikil í ólíkum málum. Ég fann alltaf að þegar málefni geðsjúkra voru annars vegar, þá var umfjöllun Morgunblaðsins undantekningarlaust tekið með jákvæðum hætti. Ég held því að það sé ekki spurning að fjölmiðlar og umfjöllun þeirra um þessi málefni hafi áhrif og þá er ég að tala um fjölmiðla í breiðum skilningi.“ Umfjöllun fjölmiðla hefur áhrif á viðhorf til geðraskana Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins frá 1972-2008, hafði áhrif á stefnumótun Morgunblaðsins í umfjöllun um geðraskanir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.