SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 41
30. janúar 2011 41 LÁRÉTT 1. Raggi Bjarna snýst við að syngja um húsnæði Möggu. (6) 3. Æðislega girndin hjá forviða. (12) 8. Baul speglar að allt sé í lagi aftur. Frelsi svo til að leiða einstæðingsskap í ljós. (11) 10. Form á fimmtíu og einum inngangi. (7) 13. Jarðsetti sagður að sögn. (9) 14. Fúin innbyrðir lyf íþróttafélags og sýklalyfin. (9) 15. Vegleg nægi til að verða ógnandi. (10) 16. Það komi í ljós að þú sast um einn óþekktan. (7) 18. Náð í tengi fyrir danska veislu. (7) 21. Aðall kemur fyrir eiðin á veginum. (10) 23. Kona ein með lengjur sýnir undanbrögð. (11) 25. Fléttaði elskan það sem var óskemmtilegt? (7) 26. Set tákn að sæti með sölutæki. (10) 27. Baul og dufl leiðir í ljós miðaðan. (8) 28. Mannaflinn hefur líkamshlutann. (7) 29. Æ, ys hjá Valgerði verður að grimmd. (11) 30. Alltaf hreykja sér út af ávexti. (7) LÓÐRÉTT 1. Hass Dana er meira fyrir Jóa? (9) 2. Skemmtilegt yrði að finna spaug. (9) 3. Þögn seyðir einfaldlega í bendu á fleygiferð. (9) 4. Sort klingi í byggingu. (9) 5. Gáfuleg nær einhvern veginn að spegla krónu. (8) 6. Tækið sem fer í skólann? (6) 7. Lamdi góðan sið að sögn í undirförult. (8) 9. Hræðum álf enn í gamalli. (9) 11. Bruna frá sóknarbörnum til erlendrar. (7) 12. Ónn er alltaf með sigti á sjúkdómnum. (7) 17. Sætabrauðið á rokki. (9) 19. Flækist okkar lóð af rugluðum. (10) 20. Drykkjarstaup útvarpsstöðvar, Daníels, og listamanns. (9) 21. Frelsi leðjusvæði með fátækt. (9) 22. Hrösun á milli tveggja óþekktra endar hjá tærðum. (10) 24. Hreyfi áfram og sé fyrir (8) 25. Gunnu tók og blandaði óþekkt. (8) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úr- lausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 30. janúar rennur út 3. febr- úar. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 6. febrúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 23. janúar er Birg- ir V. Sigurðsson, Hvassaleiti 16, 103 Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Pantaljón og sérþjónusta eftir Mario Vargas Llosa. Bókafélagið Ugla gefur út. Krossgátuverðlaun Félagarnir úr ólympíuliði Ís- lands þeir Björn Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson heyja þessa dagana harða keppni um sæmdarheitið skákmeistari Reykjavíkur 2011. Lokaumferð mótsins fór fram á föstudags- kvöldið og fyrir þá umferð voru þeir hnífjafnir að vinningum en Hjörvar átti að tefla við Sig- urbjörn Björnsson, sem einnig gat blandað sér í baráttuna um titilinn. Björn átti að tefla við Hrafn Loftsson sem hefur hafið keppni á skákmótum aftur eftir nokkurt hlé. Staðan fyrir loka- umferðina var þessi: 1.-2. Björn Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. (af 8) 3. Sigurbjörn Björnsson 6½ v. 4.-5. Hrafn Loftsson og Ingvar Þ. Jóhannesson 6 v. 6.-9. Gylfi Þórhallsson, Þór Valtýs- son, Jón Úlfljótsson og Guð- mundur Gíslason. Um árangur einstakra kepp- enda í mótinu hafa bætt sig mest að stigum Guðmundur Kristinn Lee – 37 stig, Emil Sigurðarson – 30 stig og Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir – 29 stig. Þá hefur verið gaman að fylgjast með til- þrifum yngstu keppendanna sem eru sumir í kringum 7 ára að aldri. Skipulagning mótsins hjá Taflfélagi Reykjavíkur hefur verið til fyrirmyndar og er t.d. hægt fylgjast með baráttunni á efstu borðum á netinu án þeirra tæknilegu vandkvæða sem stundum hafa plagað slíkar út- sendingar. Spennandi lokaumferðir í Wijk aan Zee Heimsmeistarinn Anand og Hikaru Nakamura eru efstir á stórmótinu í Wijk aan Zee í Hol- landi þegar þrjár umferðir eru eftir en útlit er fyrir mikla spennu á lokasprettinum. Staða efstu manna eftir tíu umferðir: 1.-2. Anand og Nakamura 7 v. (af 10) 3.-4. Aronjan og Kramnik 6½ v. 5-7. Carlsen, Nepomniachtchi og Vachier 5½ v. Magnús Carlsen tók góðan sprett eftir slaka byrj- un en tapaði svo aftur fyrir jafn- aldra sínum með hvítu; Rússinn Ian Nepomniachtchi gaf engin grið í tíundu umferð og verður að teljast harla ólíklegt að Norð- maðurinn nái efsta sætinu úr þessu. Bandaríkjamaðurinn Hik- aru Nakamura teflir allra manna skemmtilegast og er mikill bar- áttujaxl en varð þó að láta í minni pokann fyrir Magnúsi þegar þeir mættust í áttundu umferð: Magnús Carlsen – Hikaru Na- kamura Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 0-0 Eftir skákina taldi 8. … Be6 jafnvel nákvæmara því 9. g4 er þá svarað með 9. … d5. 9. g4! Be6 10. g5 Rfd7 11. h4 Rb6 12. Dd2 R8d7 13. f4 exf4 14. Bxf4 Re5 15. 0-0-0 Hc8 16. Kb1 Dc7 17. h5 Hfe8 18. Ka1!? Merkilegur fyrirbyggjandi leikur. Magnús vildi leika 18. Rd4 en gaf það frá sér vegna 18. …Rbc4 19. De1 Db6 20. Bc1 Ra3+ 21. Ka1 Dxd4 og 22. Hxd4 strandar á 22. … Rxc2+ og svart- ur hefur betur. 18. … Bf8 19. Rd4 Dc5 20. g6! Rec4 Hvítur vinnur eftir 20. … fxg6 21. hxg6 Rxg6 22. Rxe6 Hxe6 23. Bg4! o.s.frv. 21. Bxc4 Rxc4 22. Dd3 fxg6 23. hxg6 h6 24. Dg3! Db6 25. Bc1 Da5 26. Hdf1 Re5 27. Rd5! Bxd5 28. exd5 Dxd5 ( STÖÐUMYND ) 29. Bxh6! gxh6 30. g7! Be7 Eða 30. … Bxg7 31. Rf5 Hc7 32. Rxh6+ Kh7 33. Rf7+ Kg8 34. Hh8 mát. 31. 31. Hxh6 Rf7 32. Dg6 Rxh6 33. Dxh6 Bf6 34. Dh8+ Kf7 35. g8 (D)+ Hxg8 36. Dxf6 Ke8 37. He1+ – og Nakamura gafst upp. Hann verður að bera drottn- inguna fyrir, 37. … De5 en þá fellur hrókur til viðbótar: 38. Hxe5+ dxe5 39. De6+. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Björn og Hjörvar jafnir fyrir loka- umferð Skákþings Reykjavíkur Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.