SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 25
30. janúar 2011 25 hólminn var komið. Hættan er sú þegar æft er meira af kappi en forsjá, minna er um hvíld og aðlögun, að meiðslin verði enn meiri og árangurinn takmarkaður. Við sjáum það núna, að segja má í hvert skipti sem talað er við þjálfara í efstu deild í hóp- íþróttum og líka í einstaklingsíþróttum, að þegar liðið nær ekki árangri, þá er það vegna þess að of margir leikmenn eru meiddir. Af hverju eru þessir leikmenn meiddir? Sagan á bak við meiddan ein- stakling er kostnaður framtíðarinnar.“ – Hafa forvarnir peningalegt gildi? „Maður horfir í það að við erum komin með dýr og mikil íþróttamannvirki og þar þarf bæði teikningar og verkfræðihönnun til þess að hlutirnir gangi upp, ekki viljum við að húsin hrynji, en það sama þarf í þjálfun einstaklinga sem æfa í öllum þess- um höllum – það þarf skipulag og hug- myndafræði til að einstaklingarnir bíði ekki skaða af þeirri þjálfun sem þar fer fram.“ – Hvernig er hægt að stíga inn í? „Nú er ég búinn að vera í þjálfun í 30 ár. Það sem ég er alltaf að berjast fyrir er að iðkendum þyki íþróttir skemmtilegar, þeir nái árangri, bæti sig og heilsuna. En þegar svona margir lenda í meiðslum hlýst af því tilfinningalegt tjón því þeir ná ekki þeim árangri sem þeir vonuðust eftir. Það er mikið tap fyrir þann einstakling og þá sem að honum standa. Ef álagið væri aðeins minna væru líkur á að árangurinn yrði betri en ella. Ég held það sé betri lausn. Ég var nú svo heppinn að þjálfa bæði Guðjón Val Sigurðsson og Gylfa Þór Sigurðsson þegar á unglingsárum og lagði ríka áherslu á að þeir fengju rétta þjálfun, tækju tillit til að líkaminn þyrfti að hvílast og að álagið yrði aldrei of mikið.“ – En hvað viltu segja við fólk sem les þetta viðtal og vill komast í form? „Við erum með vísindalega nálgun; það er verið að þróa vísindalegar mælingar til að skoða einstaklinga, gera ástand- smælingar og fara dýpra í stoðkerfi og vöðvakerfi en gert er. Það er mikilvægt að menn reyni að byggja upp út frá því. Dæmi um þetta er árangur Birgis Leifs Hafþórs- sonar á golfvellinum í sumar. Hann fór í gegnum kerfisbundnar mælingar og þjálf- un, sem hjálpuðu honum að ná tökum á sinni færni. Hann lenti í alvarlegum meiðslum í fyrravetur, en síðan komum við að þjálfun hans, ég og Pétur Jónsson sjúkraþjálfari. Við erum með ákveðið kerfi sem ástandsmælir einstaklinga og þróar æfingar sem henta viðkomandi. Ekki bara út frá líkamlegu ásigkomulagi, heldur líka þeirri grein sem hann stundar. Æfingarnar fyrir Birgi Leif voru sérsniðnar að hans þörfum, sem skilaði sér í betra líkamlegu ástandi og góðum árangri á golfvellinum. Ég held það sé mikilvægt að stunda æfingar sem henta þér og þínu stoðkerfi, ekki að fara í sama pakkann og tuttugu aðrir. Er- lendis er áherslan orðin miklu ríkari á ein- staklingsmiðaða þjálfun en hópþjálfun, al- veg eins og í skólakerfinu. Ef einstaklingur í góðu formi fer í sama prógramm og ein- staklingur sem ekki hefur hreyft sig í mörg ár endar það illa. Það segir sig eiginlega sjálft.“ – Hvernig á fólk að passa upp á sig í vinnu? „Það sem skiptir mestu máli í vinnu og vinnustöðu er að sitja aldrei of lengi í einu. Það er talað um 20 til 30 mínútur, annars verður álagið of mikið á stoðkerfið. Það er nauðsynlegt að standa upp og ganga upp og niður stigana, bara til að koma blóðrásinni á hreyfingu. Ég hef aldrei botnað í öng- þveitinu fyrir framan skóla og líkamsrækt- arstöðvar þar sem fólk ætlar að leggja alveg upp við dyr. Það er allt í lagi að ganga að líkamsræktarstöðinni og ég held að öllum krökkum sé hollt að fara gangandi í skól- ann.“ að hafa getuna til þess – það þarf að skoða stoðkerfið í heild sinni, mýkt og jafnvægi, og leggja áherslu á alla þætti þjálfunar- innar. Sem betur fer erum við með há- skólanám sem stuðlar að vísindalegri þjálf- un, en hættan er sú að þeir sem vilja selja fólki skjótfenginn árangur eigi meira upp á pallborðið en þeir sem vilja gera þetta á vísindalegan hátt.“ – Hvað segirðu um tilbúnar líkamsrækt- araðferðir eins og Crossfit eða Boot Camp? „Ég held að átaksþjálfun komi alltaf til með að misheppnast. Ef við skoðum íþróttasöguna var fyrr á árum valið í lands- lið í handbolta þremur vikum fyrir keppni, mannskapnum var djöflað út aftur á bak og áfram og árangurinn var enginn. Ég get tekið dæmi um HM árið 1978 í Danmörku, þar sem okkur gekk mjög illa. Fyrir ólymp- íuleikana í Seúl var sömuleiðis mikil átaks- þjálfun og liðið í mikilli ofþjálfun þegar á um með fartölvu í fanginu. Þess í stað ætti að leggja áherslu á æfingar sem rétta úr manni.“ – Ætti fólk að gera meira af því að standa við skrifborðið? „Það er fín lausn til þess að minnka álag á bakið – það er bara af hinu góða.“ – Er nauðsynlegt að fara í ástandsskoðun með líkamann eins og bíla? „Þegar fólk byrjar í líkamsþjálfun er nauðsynlegt að átta sig á því hvað það gerði mánuði og ár á undan, og einnig á því hvert er markmiðið með þjálfuninni. Það hafa verið sýndir þættir eins og The Biggest Loser, þar sem fólk keppir í því að ná af sér aukakílóunum. En það er ekki góð leið til að ná af sér aukakílóum. Það er spurning um lífsstíl og langan tíma í aðlögun að bættu líferni. Ég mæli með heilsufarsmæl- ingum því það er ekki nóg að hafa löng- unina til þess að ná árangri, það verður líka „Þeir sem stunda ákveðna íþrótt þurfa að gera æfingar sem eru sérhæfðar fyrir þá grein,“ segir Gauti, sem hefur verið með íþróttamenn úr ýmsum greinum í sérþjálfun. „Þeir sem eru með brjósklos í baki þurfa sömuleiðis að gera æf- ingar við hæfi. Ef það er ekki gert er hætta á að illa fari. Við erum komin mjög langt í þróun æf- ingakerfa fyrir líkamann. Vandinn er hins vegar sá að margir eru enn að nota gömlu aðferðirnar. Þess vegna er mikilvægt að vera gagnrýninn á þær æfingar sen gerðar eru og að þeir sem eru að leiðbeina fólki í þjálfun tileinki sér nýjungar.“ Gauti er með hópa í þjálfunsem gera líkamsæfingar til að styðja við golfiðkun sína. „Þegar kemur að æfingum fyrir kylfinga er mik- ilvægt að æfingarnar séu sér- sniðnar að íþróttinni, þörfum hvers einstaklings og getu hans,“ segir hann. „Golf er íþrótt sem krefst ná- kvæmni og samhæfingar. Við er- um að tala um fínhreyfingar og mýkt. Einstaklingar sem ætla sér að ná árangri í golfi þurfa því að hafa það leiðarljósi þegar þeir eru að undirbúa sig með vetrar- æfingum, annars er hætta á að golfsumarið verði lítið skemmti- legt.“ Golf krefst ná- kvæmni og samhæfingar Gauti segir forvarnir fela í sér mikinn sparnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Það er mikilvægt að við spörum ekki eyrinn en hendum krónunni. Það er hægt að koma í veg fyrir mikinn kostnað fyrir lítið fé. Það má til dæmis greina veikleika í stoðkerfi íþróttamanna í víðri merkingu þess orðs með kerfisbundinni greiningu fagfólks og ég er viss um að það myndi skila okkur minni meiðslum og minni kostnaði, bæði í nútíma og framtíð. Íslenskt fyrirtæki hefur hannað greiningarbúnað, sem við höfum þró- að með þeim, og hann mælir þessa veikleika á mjög áhrifaríkan hátt. Fyrirtækið nefnist Kine og er starfandi í Hafnarfirði. Ef við bara fækkum krossbandaslitum um 10%, þá erum við farin að spara á bilinu 30 til 50 milljónir á ári. Vandamál í hné er langvinnt hjá þorra fólks sem lendir í vandræðum og orsakar oft önnur vandamál til hliðar við það. Þess vegna er mikilvægt að greina veikleikana á meðan einstaklingar eru ung- ir. Ég sé fyrir mér aukna tíðni álagseinkenna í stoðkerfinu á næstu árum. Það er vegna þess hve kappið er orðið mikið. Þegar einstaklingar leggja mikið á kerfið, þá eru miklar líkur á að þeir þrói með sér kvilla í baki, herðum og fótleggjum. Sumir þeirra eru óafturkræfir, aðrir lagast með tíð og tíma, en flestir koma til með að minnka afköst einstaklingsins í framtíðinni.“ Spörum ekki eyrinn, en hendum krónunni

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.