SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 6
6 30. janúar 2011 Eftir að útdráttur úr bókinni birt- ist í byrjun mánaðarins hafa öll spjót staðið á Chua. Hún hefur fengið líflátshótanir, hundruð tölvupósta og yfir 5.000 manns skrifuðu athugasemdir við út- dráttinn á heimasíðu The Wall Street Journal, þar sem hann birtist. Þar fyrir utan eru ótelj- andi bloggfærslur, fésbókarsíður og netumræður þar sem Chua er lýst sem skrímsli og geðsjúkl- ingi. Sérstaklega hafa skrif Chua vakið viðbrögð meðal barna as- ískra foreldra sem hafa beitt öfgafullum uppeldisaðferðum. „Foreldrar eins og Amy Chua eru ástæða þess að við asíuættaðir Bandaríkjamenn göngum til sál- fræðings,“ sagði einn. „Mig hryll- ir við því að hún hangi enn í þess- um aðferðum sem flest okkar eru að reyna að brjótast undan,“ skrifar önnur. Í myndbandi sem gengur á YouTube er niðurstaðan sú að Chua sé sama þótt börnin hennar vaxi úr grasi vansæl og í uppreisn, svo lengi sem bókin seljist vel. Þá rifjar ein konan upp hvernig systir hennar varð að hinni fullkomnu asísku dóttur, líkri þeim sem Chua vill ala upp, aðeins til að falla fyrir eigin hendi þar sem hún var of óttasleginn til að láta sína nánustu vita af því að hún þjáðist af þunglyndi. Chua sjálf segist hins vegar hafa haldið að ákveðinn húmor skini í gegn um frásögn hennar, að hún hafi átt að vera kaldhæð- in og full sjálfsgagnrýni. „Þegar ég sýni inflytjendum og börnum innflytjenda bókina segja þeir: „Einmitt, svona er þetta.“ Og þeim finnst þetta fyndið. Þetta stuðar þá ekki. Hjá vestrænum vinum mínum vekur þetta hins vegar ofsafengin viðbrögð úr öll- um áttum, jafnvel meðal minna bestu vina.“ Stuðar þá vestrænu – ekki innflytjendur Þegar fjögurra ára dóttir hennar ætl-aði að gleðja hana með heimatilbúnuafmæliskorti afþakkaði hún pentmeð þeim orðum að hún vildi ekki kortið, það væri ekki nógu vel gert. Þegar dótturinni gekk illa við píanóæfingarnar hljóp hún út í bíl með dúkkuhúsið hennar og hótaði að gefa Hjálpræðishernum það ef hún næði ekki tökum á verkinu sem hún var að æfa. Í heilt kvöld fékk hún ekki að fara á klósettið af sömu ástæðum. Yngri systir hennar fékk að heyra að ef hún stæði sig ekki betur við fiðlu- æfingarnar myndi mamma brenna öll tusku- dýrin hennar. Dæturnar fengu aldrei að leika við vini, horfa á sjónvarp eða vera í tölvu- leikjum og skyldu ekki voga sér að koma heim með annað en hæstu einkunnir úr skóla. Við eitt tækifæri sagði hún dóttur sinni að hún væri sorp – við annað að hún væri ömurleg. Amy Chua, lagaprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, beitti ekki aðeins dætur sínar slíkum öfgakenndum uppeldisaðferðum held- ur sá sig knúna til að deila þeirri reynslu með umheiminum. Um miðjan mánuðinn kom út bók hennar, Battle Hymn of the Tiger Mother, þar sem hún segir frá því sem hún kallar „kínverskar“ aðferðir við uppeldi á börnum sem hún hefur óspart beitt og ver að mestu leyti. Þær hafa virkað vel, segir hún, alla vega fyrir eldri dótturina Sophia, sem er nú á leið í háskóla. Sú yngri, Louisa sem er 14 ára, gerði hins vegar uppreisn. Sjálf var Chua alin upp með svipuðum að- ferðum af kínverskum foreldrum sem fluttust til Bandaríkjanna frá Filippseyjum. Hún lýsir því hversu reið hún var sem barn yfir öllum þeim aga og reglum sem hún varð að lúta. „En þegar ég lít til baka gáfu foreldrar mínir mér grunn til að hafa marga valkosti í lífinu. Ég gat valið um skóla og um það það hvað og hver ég vildi verða. Ég trúi því staðfastlega á þessar aðferðir.“ Hávaðarifrildi á veitingastað Chua gagnrýnir undanlátssemina sem hún segir einkenna uppeldi vestrænna foreldra og hversu litla áherslu þeir leggja á árangur í námi. Í staðinn séu þeir ofuruppteknir af nær- ingu barna sinna og að efla sjálfstraust þeirra. „Eftir á að hyggja voru mínar aðferðir kannski dálítið ýktar en á hinn bóginn voru þær mjög áhrifaríkar,“ segir Chua og vísar til þess hversu mikillar velgengni dætur hennar njóta, bæði í námi og tónlist. „Ég held að heim- ilislífið hjá okkur hafi ekki verið ofbeldis- fullt.“ Í viðtölum segist hún þó hafa „gefið eftir“ á réttum tíma. Eftirgjöfin kom ekki af góðu. Smám saman fóru að sjást tannaför á píanóinu eftir Sophiu, sem nagaði það þegar hún æfði sig og Louisa fylltist mótþróa. Hún þrætti við kennara sinn og móður og kvartaði undan heimilislífinu á almannafæri. Um það leyti sem hún varð 13 ára gekk hún um, „áhugalaus á svip og sagði fátt annað en „nei“ og „mér er sama“,“ skrif- ar Chua. Steininn tók úr þegar unglings- stúlkan greip skæri og klippti af sér hárið og sömuleiðis lentu þær mæðgur í hávaðarifrildi á veitingastað. „Ég er ekki það sem þú vilt – ég er ekki kínversk!“ hrópaði Louise að móð- ur sinni. „Ég vil ekki vera kínversk. Hvers vegna geturðu ekki komið því inn í hausinn á þér? Ég hata fiðluna. Ég hata líf mitt. Ég hata þig og þessa fjölskyldu!“ Um svipað leyti greindist systir Chua með hvítblæði. Þá ákvað hún að stinga niður penna og á átta vikum rann efni bókarinnar upp úr henni. „Venjulega er ég mjög örugg með mig en mér leið virkilega eins og fjölskyldan væri að brotna saman. Ég velti því fyrir mér hvort ég hefði gert allt rangt og eyðilagt allt sam- an?“ Þótt rykið í hennar persónulega lífi hafi sest að mestu segist hún sjá eftir ýmsu. „Ég er hrædd um að með því að missa svona oft stjórn á skapi mínu og með því að vera svona ströng og æpa svona að þeim þá hafi ég kennt dætrum mínum að hegða sér eins. Og ég er stöðugt að biðja þær um að forðast það eins og heitan eldinn,“ segir hún. Sömuleiðis má greina ákveðna eftirsjá þegar hún greinir frá því að bókin segi aðeins frá erfiðu stundunum og ýktustu uppákomunum, enda hafi dóttir hennar sagt að fólk myndi ekki átta sig á því hversu mikið fjölskyldan hefur skemmt sér saman í gegnum tíðina. Tígur á undan- haldi Uppeldisað- ferðir kín- verskrar móð- ur vekja reiði Amy Chua hefur vakið reiði fjölmargra foreldra Vestanhafs. Ljósmynd/Larry D. Moore Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Chua er iðulega fengin til að halda erindi vegna stöðu sinnar sem lagaprófessor við Yale. Ásamt dætrunum umtöluðu, Louisu og Sophiu. Það er kannski kald- hæðnislegt að um leið og Chua gagn- rýnir Vesturlandabúa í bók sinni þá eru sjálf bókarskrifin eins vestræn og hugsast getur – með þeim hef- ur hún afhjúpað sig, ekki síst dökkar hlið- ar sínar. Hún efast enda um að Kínverjar myndu skrifa slíka bók. „Með henni óhlýðnaðist ég mömmu minni,“ segir hún. Hún sagði mér að skrifa hana ekki.“ Hlýddi ekki mömmu ódýrt alla daga 36%afsláttur Verð áður 2898 kr. Folalda piparsteik 1855kr.kg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.