SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 33
30. janúar 2011 33 Eftir byltinguna í Túnis blása ferskir vindar um samfélagið og breytingarnargerast hratt. Í hillum bókabúða eru til sölu bækur, sem um árabil hafa veriðbannaðar. Fjölmiðlar eru hálfráðvilltir í hinu nýfengna frelsi. Á blaðinu LaPresse hefur Faouzia Mezzi, sem um tíma var bannað að skrifa á meðan hinn brottflúni Zine el-Abidine Ben Ali var við völd, tekið forustuna. Ritstjóri blaðsins hefur verið sviptur völdum þótt enn hafi hann skrifstofustólinn sinn og ráfi um ritstjórnina. Uppreisnin í Túnis kom neðan frá. Óbeitin á Ben Ali, Leilu Trabelsi, eiginkonu hans, og þeirra spilltu ættmennum og vinum var orðin alger og þegar grænmetissalinn Mohammed Bouazizi kveikti í sér leystist gremjan úr læðingi. Enginn veit hvað tekur við í Túnis eða hvort vindar frelsis og lýðræðis munu halda áfram að blása um samfélagið og margir spyrja sig hvort í landinu muni rísa stjórn bók- stafstrúarmanna. Nú eru þeir dreifðir og myndu að mati sérfræðinga í mesta lagi ná 20% fylgi, en þeir munu verða meira áberandi á götum úti með hverjum deginum sem líður. Rachid Gannouchi er leiðtogi túniskra íslamista. Hann hefur verið í útlegð, en hyggst nú snúa aftur. Í viðtali við Der Spiegel fyrir tæpri viku kvaðst hann vilja jafnrétti kynjanna og ekki gera kröfu til þess að sharia-lög verði tekin upp: „Nú þarf Túnis á frelsi að halda og að byggja upp raunverulegt lýðræði.“ Yadh Ben Achour, rithöfundur, lögmaður og sérfræðingur í Kóraninum, hyggst leggja drög að nýja Túnis, þótt ekki fái hann að gera það einn. Hann vill koma á lýðræði og setja valdhöfunum skorður, sérstaklega forsetaembættinu: „Það er eðli lýðræðisins. Sá sem sigrar fær ekki að tæma bikar sigursins í botn, um það snýst það.“ Hræringarnar í Túnis hafa smitað út frá sér í arabaheiminum. Þegar leiðtogar araba- landanna hittust í Sharm al-Sheikh í Egyptalandi fyrr í mánuðinum var Amr Moussa, leiðtogi Arababandalagsins, ómyrkur í máli: „Byltingin í Túnis er ekki langt frá okkur lengur. Hinn arabíski borgari er reiðari og óánægðri en nokkru sinni. Fátæktin, atvinnu- leysið og samdrátturinn hefur brotið hina arabísku sál.“ Næstur tók til máls Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. Hann nefndi Túnis ekki einu orði. Á föstudag mótmæltu þúsundir manna í Kaíró og flugust á við lögreglu. Mohamed ElBaradei, handhafi friðarverðlauna Nóbels, sem hefur beitt sér gegn Mubarak, var hand- tekinn. En það er ekki bara Egyptaland. Í Alsír, Jórdaníu, Súdan, Óman, Máritaníu og Jemen kraumar óánægjan. Ástandið er verra í flestum arabaríkjum, sem eru 21 auk Palest- ínu, en í Túnis. 53,4% araba eru undir 24 ára aldri og þrír fjórðu þeirra eru án atvinnu. Það eru 190 milljónir manna. Í Írak átti að koma á lýðræði í krafti vestrænna innrásarherja og lýðræðið átti að fara um arabaheiminn sem eldur í sinu. Það bál kviknaði aldrei. Nú er hins vegar hafið neistaflug. Vestræn stjórnvöld koma þar hvergi nærri og hafa reyndar stutt valdhafana þrátt fyrir stjórnarfar þeirra af ótta við það, sem tekið gæti við af þeim – valdhafa, sem ekki sitja í krafti vinsælda, heldur ógnar og öryggissveita. ElBaradei kveðst vona að atburðirnir í arabaheiminum séu fyrirboði „arabísks vors“. Nágrannarnir hafi alltaf horft til Egyptalands í leit að fyrirmynd. „Ég vona að heimkynni mín heyri til fyrstu landanna þar sem frelsi og lýðræði fái að blómstra. Það sem Túnisbúar geta ættum við Egyptar einnig að vera færir um.“ Arabískt vor „Matthew McConaughey eignaðist sitt fyrsta barn 39 ára og hann er toppmaður. Þannig að ég er ekkert að stressa mig á því að krakka mig upp.“ Egill „Gillz“ Einarsson í samtali við Monitor. „Verðlaunaféð.“ Li Na frá Kína, fyrsti Asíubúinn sem kemst í und- anúrslit risamóts í tennis, spurð hvað dreif hana áfram gegn Caroline Wozniacki frá Danmörku, þeirri bestu í heimi, á opna ástralska mótinu. „Innanríkisráðu- neytið hefur að gera með lax í ferskvatni, en viðskiptaráðu- neytið ef hann er í saltvatni. Mér skilst að málið flækist enn eftir að búið er að reykja hann.“ Obama Bandaríkja- forseta finnst stjórnkerfið of flókið. „Ég veit að íhaldið er órólegt hérna því þeir vilja ekki stjórnlaga- þing. Þeir eru skíthræddir um það að þá verði komin ákvæði sem þjóðin hefur lengi kallað eftir og barist fyr- ir sem er að auðlindirnar verði í þjóðareign.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eftir að Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til Stjórnlaga- þings ógildar. „Hann vildi fá það besta fram í hverjum ein- staklingi og að hæfi- leikar hvers og eins fengju að njóta sín.“ Sigríður Bryndís Baldvins- dóttir öfgaþjóðernissinni um Adolf nokkurn Hitler í viðtali við DV. „[Fyrri hálfleik- urinn] var ekki liðinu sam- boðinn.“ Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari eftir tap gegn Spánverjum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal væri samt það skásta við slíkar aðstæður. En fleiri atriði komu til. Einn hinna „kjörnu“, Andrés Magnússon, fékk útgefið kjörbréf þótt ljóst væri orðið að hann var á kjördegi varaþingmaður Vinstri grænna, en þingmenn og varaþingmenn voru ekki kjörgengir skv. skýru ákvæði sérlag- anna. Þessi einstaklingur, sem ætlaði að eigin sögn að breyta stjórnarskránni í réttlætisátt, skilaði ekki inn sínu kjörbréfi sjálfviljugur. Það vandamál hans er nú leyst, hvað sem samviskunni líður. Þá er full ástæða til að vekja athygli fólks á svoköll- uðum „sætishlut“ sem var forsenda þess að menn teldust hafa náð kosningu, en eitt kæruatriða Óð- ins Sigþórssonar laut að því. Er skorað á menn að lesa sér til um það atriði á vef Hæstaréttar en hafa þó vænan skammt af höfuðverkjatöflum og vatns- glas við höndina. Ein skýrasta málsgrein um þetta atriði er þessi: Kjósendur í stjórnlagaþingskosn- ingunni voru óvenju duglegir að raða frambjóð- endum en að meðaltali voru 14,8 frambjóðendur tilnefndir á hverjum seðli. Í kosningunni reyndust tæp 17%, atkvæða eða réttara sagt atkvæðisgilda, ekki rata á leiðarenda. Þetta er lágt hlutfall m.v. hinn mikla fjölda frambjóðenda sem nam 522. En afleiðingin var engu að síður sú að síðustu 14 fram- bjóðendurnir, sem náðu kjöri, höfðu ekki hlotið tilfærð næg atkvæði til að eiga fyrir fullum sætis- hlut og höfðu þó – eins og lögin mæla fyrir um – öll færanleg atkvæði verið færð til 25 efstu frambjóð- endanna. „Engin atkvæði sátu að lokum eftir hjá hinum 497 sem ekki náðu kjöri.“ (leturbr. í endur- útskrift Hrd.) Ekki verður séð að Hæstiréttur taki afstöðu til þessa kæruatriðis, enda þá þegar komin fram ærin ástæða til að ógilda kosningarnar. Skýringar á þessu „sætishlutar“-máli í endur- ritinu eru mun lengri og flækjustigið verulegt. Vafalaust er að fáir, eða kannski nær engir kjós- enda sem mættu á kjörstað, skildu nokkuð í því kosningakerfi sem notað var. Sama hefur gilt um frambjóðendur. Hvers vegna í ósköpunum er staðið þannig að verki? Svo endurnýtt sé gömul sögn um Schengen-samkomulagið má segja eft- irfarandi um reglurnar um „sætishlut“ í lögunum: Aðeins þrír menn í heiminum skilja regluna. Einn er indverskur prófessor, sem lést fyrir fáeinum misserum. Annar missti vitið við vinnslu málsins og er nú talinn reika um í regnskógum Suður- Ameríku. Sá þriðji er vanhæfur til að fjalla um það, því hann skellti sér í framboð til stjórnlagaþings eftir að hann var búinn að fá stjórnmálamenn sem botnuðu ekki neitt í neinu til að lögfesta regluna. Morgunblaðið/Kristinn enda“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.