SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 18
18 30. janúar 2011 Leikararnir Jóhannes Haukur Jó-hannesson og Þórunn ArnaKristjánsdóttir eru í stuði þegarblaðamaður hitti þau í hinum virðulega Kristalsal í Þjóðleikhúsinu. Þau eru ánægð því rennsli á nýju íslensku barnaleikriti var að ljúka á Stóra sviðinu og spennan að magnast fyrir frumsýn- inguna á Ballinu á Bessastöðum í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur á fimmtudag- inn. Það er við hæfi að viðtalsstaðurinn sé virðulegur enda leika þau forseta og prinsessu í leikritinu, sem er ekkert venjulegt leikrit því það er uppfullt af glænýjum söngvum Braga Valdimars Skúlasonar Baggalúts og meðlims Mem- fismafíunnar. Leikritið er byggt á vinsæl- um bókum Gerðar Kristnýjar en fyrir ut- an að vera höfundur leikritsins semur hún söngtextana ásamt Braga Valdimari. Jóhannes Haukur og Þórunn eru bæði spennt fyrir því að leika í nýju íslensku barnaleikriti. „Það er heiður og forrétt- indi að fá að gera þetta. Við sjáum leikrit Thorbjörns Egner sett upp reglulega en auðvitað er sérstakt og gott að hlúa að okkar höfundum og fá að búa til okkar hefðir sjálf. Hver veit nema Ballið á Bessastöðum verði héðan í frá leikið á fimm ára fresti rétt eins og Egner,“ segir Jóhannes Haukur. „Mér finnst svo skemmtilegt við þetta verk hvað það er mikið af íslenskum vís- unum í því,“ segir Þórunn. Í leikritinu fylgist áhorfandinn með ævintýrapersónum í íslensku landslagi. „Þetta er rosalega íslenskt ævintýri og gerist í íslensku náttúrunni. Þetta eru forseti og prinsessa sem eru bara til í þessu ævintýri. Ég er ekki Ólafur eða Vig- dís,“ segir Jóhannes Haukur og tekur til við að líkja leikritinu við bandarískar fé- lagamyndir, nema í þessu tilfelli eru söguhetjurnar ung prinsessa og eldri maður sem gegnir stöðu forseta. „Þetta er svona „buddy movie“. Þeim kemur ekki vel saman í upphafi. Hann er eldri maður í ábyrgðarstöðu og hún er barn. Þau eiga ekki mikið sameiginlegt, eða það halda þau í fyrstu,“ segir hann og útskýrir að svo þurfi prinsessan og for- setinn að leysa ákveðin verkefni saman. Þórunn botnar þessa hugsun. „Og átta sig á því að þau eru ekki svo ólík þegar öllu er á botninn hvolft. Þau læra hvort af öðru.“ Jóhannes Haukur heldur áfram. „Það er sérstaklega gaman að fylgjast með því sem forsetinn lærir af barninu en við get- um almennt lært svo margt af börnum. Þau hafa fallega sýn á hlutina eins og allir foreldrar þekkja. Það er svo gaman að þessum gullkornum sem börn láta út úr sér á hverjum einasta degi. Þau segja mjög oft gáfulega hluti þrátt fyrir ungan aldur. Eitt sem mér þykir svo vænt um í sambandi við sýninguna er að Gerður virðist vera þeim töfrum gædd að geta hugsað eins og barn. Maður sér þetta í bókunum hennar sem leikritið er byggt á og í leikritinu líka, þessa barnslegu hugs- un. Það eru svo margar yndislegar setn- ingar í leikritinu.“ Smá Lína langsokkur í prinsessunni En hvernig er það fyrir Þórunni Örnu að fá að vera prinsessa? „Mér finnst bara stórkostlegt að vera prinsessa. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna. Ég ákvað það strax þegar ég var búin að lesa handritið að mig langaði ekki að hún væri stillt og prúð prinsessa sem gerir ekkert nema að brosa. Það er svolít- ill Lína langsokkur í henni. Hún leitar ævintýra. Það að vera í þessum kjól heftir hana mikið. Hana langar bara til að vera venjulegur krakki. Að hitta forsetann og fara í þetta ævintýri með honum gerir henni það kleift. Hún er komin í opinbera heimsókn til Íslands og talar mikið um skyldurnar sem hún þarf að uppfylla sem henni finnst ekki skemmtilegar,“ segir hún. „Svo fáum við að borða svo mikið af kransaköku,“ segir Jóhannes Haukur en kransakaka þessi er mikilvæg í leikritinu. „Við vorum áðan að fá alvöruköku í fyrsta skipti. Hingað til höfum við bara verið með gerviköku og verið að þykjast borða. Hinir leikararnir réðust á kökuna eftir rennslið. Við verðum að passa okkur á þessu, við troðum í okkur kransaköku á sunnudögum,“ segir hann en Ballið á Bessastöðum verður sýnt alla sunnudaga tvisar á dag, kl. 14 og 17. Allt átið ætti þó ekki að koma mikið að sök því þau hreyfa sig heilmikið í sýningunni. „Við dönsum á móti,“ segir Þórunn. Það má líka segja að þau svitni út kransakökunni. „Við erum að ferðast um Ísland og það er ekki endilega hlýtt á Ís- landi á sumrin svo við erum í lopapeysum meira og minna alla sýninguna. Það er áskorun! Það er rosalega heitt,“ segir hún „Ég er líka í ullarjakkafötum og svo lopapeysu en maður lætur sig bara hafa það,“ segir Jóhannes Haukur. Traktorinn er líka trommusett Einn leikmunur í sýningunni á áreið- anlega eftir að vekja mikla athygli, trak- torinn sem er líka trommusett. „Það eru endalausir töfrar í leikritinu,“ segir Þór- unn og bæði lofa þau leikmyndahönn- uðinn Guðrúnu Öyahals. Sýningin er lit- rík eins og er svo vel við hæfi í barnasýningu en búningana hannar María Th. Ólafsdóttir. Þó að Bragi Valdimar semji tónlistina verður hann ekki á sviðinu heldur lætur tónlistina í hendur Baldurs Ragnarssonar, Jóns Geirs Jóhannssonar og Unnar Birnu Björnsdóttur og vekur Jóhannes Haukur athygli á fjölhæfni þeirra. „Það er gaman að segja frá því að strákarnir eru í þunga- rokkshljómsveitinni Skálmöld.“ Vert er að vekja athygli á því að tónlistin úr leik- ritinu kemur einnig út á geisladiski. Nýjar persónur koma líka við sögu eins og draugurinn sem Kjartan Guðjónsson leikur. Svo má ekki gleyma dýrunum en landnámshæna nokkur á áreiðanlega eftir að vekja athygli en Bernd Ogrodnik sér um brúðugerð. Þetta er ekki eina sýningin í Þjóðleik- húsinu sem Jóhannes Haukur leikur í. Hann er líka í Gerplu og Íslandsklukk- unni. Sú spurning vaknar hvort það sé erfitt að skipta á milli allra þessara sýn- inga. „Á æfingatímabilinu hleður maður þessu inn í harða diskinn og svo er þetta bara þarna. Ég hef mest verið með fimm sýningar í kollinum í einu. Þetta gerist bara sjálfkrafa um leið og þú ert búinn að læra sýninguna, þá kanntu hana bara,“ segir hann og útskýrir að aðeins þurfi að fletta upp á réttum stað. Hann játar þó að hann rifji upp textann fyrir hverja sýn- ingu á Gerplu enda er leikritið á erfiðari íslensku en gengur og gerist. Balltextinn rann hins vegar ljúflega ofan í þau og þau lofa bæði höfundinn. „Gerður var alltaf til í að hlusta á leikhópinn. Við tókum heil- mikinn þátt í að raða handritinu saman,“ segir Þórunn og félagi hennar heldur áfram: „Við fengum mikið efni frá henni og svo er það okkar verk og leikstjórans að vinna með það.“ Jóhannes Haukur rifjar upp kynni sín af ævintýrum hvíta tjaldsins þá og nú. „Maður sá sjálfur Lion King og Toy Story sem unglingur. Núna var ég að horfa á Toy Story 3 með dóttur minni. Þetta er æðisleg mynd. Ég upplifi Ballið á Bessa- stöðum sem skemmtilegt ævintýri og ég hugsa að foreldrar eigi ekki síður eftir að hafa gaman af því.“ Springur út sem dansari Þáttur tónlistarinnar á sinn þátt í víðari skírskotun verksins og er mikið sungið. Auk þess að vera með BFA-gráðu í leiklist frá LHÍ er Þórunn tónlistarmenntuð en hún er með B.Mus-gráðu frá sama skóla. „Það er mjög gaman að taka þátt í sýn- ingu með svona miklum söng, sér- staklega þegar lögin eru svona flott.“ Jóhannes Haukur segir að það sé ekki síður skemmtilegt að heyra hana syngja „með þessari fallegu rödd úr þessum litla líkama.“ Þórunn upplýsir að kollegi hennar sýni á sér nýjar hliðar í þessu verki með „frá- bærum danssólókafla“. „Ég er búinn að vera í söngleikjum í níu ár og hef dansað í hópnúmerum en get blygðunarlaust tekið undir það að ég er að springa út sem dansari,“ segir hann og ýjar á gamansaman hátt að Grímutilnefn- ingu ekki fyrir leik heldur dans. Þau voru á sama tíma í Listaháskól- anum nema hvað hún var í söngnum og hann í leiklistinni. „Ég var feimni tónlist- arneminn og Jói flippaði leiklistarnem- inn,“ segir hún. „Við mættumst ekkert mikið á göngunum.“ „Tónlistarfólkið læðist með veggjum á meðan leiklistardeildin er uppi um alla veggi. Við kynntumst því ekki beint í skólanum heldur sáumst frekar,“ út- skýrir hann. Alltaf að yngjast „Svo kynntumst við bara í Finnska hest- inum. Jói er búinn að fylgja mér í gegnum fyrsta árið mitt í Þjóðleikhúsinu,“ segir Þórunn sem útskrifaðist síðasta vor en Jóhannes Haukur fimm árum fyrr. „Það má segja að ég sé einhvers konar lærifaðir hennar,“ gantast hann en hún segir eitthvað til í þessu því hún leiti oft ráða hjá honum. „En hún veit alltaf bet- ur.“ Það munar aðeins þremur árum á þeim þó að aldursmunurinn í sýningunni sé mun meiri. „Við höfum verið að lenda í því að Jóa er alltaf treyst fyrir hlutunum og frekar talað við hann ef eitthvað er,“ segir Þórunn og vísar til þess að hún sé smávaxin og auk þess að leika barn í sýn- ingunni. „En ég er klárlega ábyrgi aðilinn í þessu tvíeyki!“ Jóhannes Haukur mótmælir því ekki. „Hún passar upp á þetta allt, ég elti bara.“ Þórunn er alltaf að yngjast í Þjóðleik- húsinu. „Ég byrjaði sem unglingur, var svo barn og verð reyndar aðeins eldri unglingur í næstu uppfærslu,“ segir hún. „Það myndi enginn treysta mér sem unglingi,“ segir Jóhannes Haukur og hljómar hálfsvekktur. „Þú færð að minnsta kosti aldrei að leika prinsessu,“ svarar Þórunn til. „Ég gekk einu sinni með þann draum í „Ég er ekkert svo ólík þessari prinsessu. Ég er sjálf svo lífsglöð og finnst gaman að vera til,“ segir Þór- unn, sem leikur prinsessuna í Ballinu á Bessastöð- um en hún lendir í miklum ævintýrum með forset- anum, sem Jóhannes Haukur leikur.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.