SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 45
30. janúar 2011 45 Í skáldsögunni Room eftirEmmu Donoghue segir frálitlum dreng, Jack, sem ernýorðinn fimm ára þegar bókin hefst, en hann er sögu- maður hennar. Jack býr með móður sinni í einu herbergi og hefur búið þar alla ævi. Það er sjónvarp í herberginu en hann gerir sér enga grein fyrir því að fólkið sem hann sér í sjónvarp- inu sé raunverulegt, hann hefur aldrei séð aðra mannveru en móður sína og svo heyrir hann í Nick sem kemur á nóttunni að heimsækja hana. Eins og lesendur hafa vænt- anlega áttað sig á segir hér frá dreng sem elst upp hjá móður sem haldið er fang- inni af óþokka, án þess frekar sé farið út í það hér eða sagan rakin. Room vakti mikla athygli ytra á síðasta ári og ekki nema von; hún er þess lags bók að um leið og maður hefur lokið henni vill maður að aðrir lesi hana líka, vill prófa hana á öðrum, ef svo má segja, sjá hvort þeir líti hana sömu augum, en líka deila ánægjunni sem maður hafði af að lesa hana með sem flestum. Það er hængurinn, því bókina átti ég aðeins á rafrænu sniði – las hana á Kindle lesaranum mínum og því illt við að eiga að lána hana. Málum er reyndar svo háttað að hægt er að lána bækur úr ein- um Kindle í annan, hægt er að lána í 14 daga. Það kemur ekki að sök þó að viðtakandinn, sá sem ég vil lána, eigi ekki Kindle því til er Kindle-hugbúnaður fyrir borð- og fartölvur, farsíma og fleiri tæki. Málið er ekki þó svo einfalt – þetta á bara við um sumar bækur, útgefandinn ræð- ur því hvort lána megi bók eða ekki. Annað sem skapar vanda er að ekki er hægt að lána bækur nema sá sem lánar og lánþegi séu búsettir í Bandaríkjunum. Í sjálfu sér ekki stórmál, en mál samt og aðeins ein leið fær: Ég fór og keypti eintak af bók- inni á pappír og hún er þegar komin í útlán. Raf- rænt lán Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Room er þess lags bók að um leið og maður hefur lokið henni vill maður að aðrir lesi hana líka. Rétt rúmt ár er síðan bandaríski rithöfundurinn J.D. Salinger lést, rúmlega níræður. Hann hafði þá verið nánast í felum í áratugi, en þrátt fyrir það, eða kannski vegna þess, hefur æv- inlega verið talsvert fjallað um hann og dregur ekki úr nú þegar fimmtíu bréf hans og fjögur póstkort eru til sýnis. Bréfin sendi Salinger kaup- sýslumanni í Lundúnum, Do- nald Hartog, sem hann kynntist er þeir voru báðir við þýskunám í Vínarborg 1937. Í bréfunum birtist nokkuð önnur mynd en menn hafa gert sér af Salinger, en sumir hafa gengið svo lagt að lýsa honum sem geðtrufluðum furðufugli. Í bréfunum kemur meðal annars fram að Salinger var til- tölulega víðförull á þeim árum sem allir töldu hann fara huldu höfði og fór m.a. í skemmtiferð- ir til Nantucket, Niagara-fossa og Miklagljúfurs. Hann lætur vel af því að vera svo vel haldinn að hann þurfi ekki að skrifa nema fyrir sjálfan sig, skemmtir sér við að horfa á tennis, bregður sér í helg- arferðir til Lundúna, finnst fátt skemmtilegra en að dunda sér við garðvinnu og tekur Burger King hamborgara fram yfir aðra slíka. Ný mynd af Salinger J.D. Salinger um það leyti sem hann dró sig í hlé. Meðal helstu bókmenntaverð- launa Bretlands eru svonefnd Costa-verðlaun, en þau hétu Whitbread-verðlaunin hér áður fyrr. Costa-verðlaunin fyrir bók ársins 2010 voru afhent á mið- vikudag og vakti mikla athygli að verðlaunin fóru annað en all- ir höfðu spáð. Breskir veðbankar og bóka- fróðir spámenn höfðu nefnilega gert því skóna að fjölskyldusaga Edmund de Waal, Hérinn með rafaugun, The Hare with Am- ber Eyes, myndi hljóta verð- launin og svo mikið um hana rætt reyndar að flestir voru búnir að gleyma því að það hefðu aðrar bækur verið til- nefndar. Það kom því mjög á óvart þegar dómnefnd verð- launanna kaus ljóðabókina Af breytileika, Of Mutability, eftir Jo Shapcott, en ljóðin í bókinni segja meðal annars frá baráttu hennar við brjóstakrabbamein. Sjálf segir Shapcott ljóðin frekar vangaveltur um dauðann en frásögn af sjúkrahúsvist og hún hefur sagt þau til- finningalega ævisöguleg. Of Mutabi- lity er tíunda ljóðabók Shap- cott, sú fyrsta kom út 1988. Costa-verðlaunin eru ekki fyrsti heiður sem Shapcott hefur verið sýndur; hún hefur sigrað í ljóðasamkeppni Bretlands og hlotið Samveldisverðlaunin, Forward ljóðaverðlaun og Chol- mondeley verðlaunin. Hún var sæmd heiðursorðu breska rík- isins 2002, en neitaði að vera viðstödd afhendingu orðunnar. Shapcott hefur lengt af starfað við kennslu, er nú fastráðin hjá Háskólanum í Lundúnum, en hefur einnig kennt við Oxford- háskóla og fleiri skóla. Shapscott verðlaunuð Jo Shapcott LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KARL KVARAN 17.11. 2010 - 13.2. 2011 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 KALL TÍMANS - Sunnudagsleiðsögn kl. 14 Rakel Pétursdóttir fer um sýningar safnsins. ÞAÐ BLÆÐIR Á MORGUNSÁRINU 22.1. - 13.2. 2011 Jónas E. Svafár Safnbúð - Lagersala til 30. janúar Listaverkabækur og veggspjöld á allt að 70% afslætti. MARENGS veitingastaður á 2. hæð. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar AUGASTAÐIR-BEHIND MY EYES Ný verk eftir Óla G. Byggðasafn Reykjanesbæjar: Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar: 100 bátalíkön Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Síðasta sýningarhelgi „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 „Samkeppnistillögur um húsgögn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi“ 14.1. - 6.3. 2011 Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Ásýnd landsins: Vatnið, jörðin, hafið og himinninn Daði Guðbjörnsson, Gunnlaugur Ó. Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí, Vilhjálmur Þ. Bergsson Sýningarstjóri: Guðbergur Bergsson Sýningin stendur til 20.02.2011 Aðgangur 500 kr. Ókeypis á miðvikudögum Safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdasafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 15. janúar til 6. febrúar 2011 INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Erkitýpur og HILDIGUNNUR BIRGISDÓTTIR Það verður þeim að list sem hann leikur Safnið er opið 13-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Ljósmyndari Mývetninga Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar Stoppað í fat Viðgerðir hlutir úr safneign Útskornir kistlar Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 Þjóðleg fagurfræði 12 listamenn – tvennra tíma Leiðsögn sunnudag kl. 15 Kaffistofa leskró - leikkró OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 8. janúar – 6. febrúar 2011 Brot úr náttúrunni – Eiríkur Smith 1957-1963 8. janúar – 21. febrúar 2011 Kjarvalar – Stefán Jónsson Leiðsögn um sýninguna Brot úr náttúrunni sunnudag 30. janúar kl. 15 Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.