Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 57

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 57
anna og marga síðan. Það er yfir- leitt fastur kjarni fólks sem mætt hefur á þessa tónleika. Svo ber við að Englendingar koma auga á snilli Sykurmolanna, (enda hafa þeir löngum verið smekkmenn á tónlist). Lag þeirra „Ammæli" er kosið „sing- le of the week" í Melody Maker, dagblöðin taka til við að básúna það að Sykurmolar séu orðnir heimsfrægir. Og allt í einu fer mað- ur að sjá fólk á Sykurmolatónleikum sem maður hafði aldrei séð á tón- leikum áður, fólk sem kannski fram að þessu hefur verið „önnum kafið" við að hlusta á Bubba Morthens, Rauða fleti, Stuðmenn eða annað álíka tilgerðarlegt og leiðinlegt. Allt í einu er orðið „gazalega hip" að „fíla" Sykurmolana. Eins og ég sagði áðan virðist gróskan síður en svo vera að minnka. Pað sést ef til vill best á því að bráðum kemur út Snarl II, þ. e. sambærileg spóla við fyrra Snarlið. Þessi seinni mun bera nafnið „Veröldin er veimiltíta1'. Á henni munu verða, að því er ég veit um, hljómsveitirnar Sogblettir, Da- isy Hill Puppy Farm, Bleiku bast- arnir, Bootlegs og Dead Hippies (sú hljómsveit breytir nú víst ansi oft um nafn, þannig að hún gæti eins heitið eitthvað annað þegar á spóluna kemur). Múzzólíni hefðu líklega tekið þátt ef þeir væru ekki hættir, aðdáendum sínum (þar á meðal mér) til mikillar sorgar. En upp úr Múzzólíni var stofnuð „Malt í framan" sem verða á spólunni, þannig að það er einhver huggun harmi gegn. Fleiri hljómsveitir sem verða eru Mosi frændi, Bleiku bast- arnir, eða um 12 í allt. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér eitthvað af þeim hljómsveitum sem ég hef skrifað um, er bent á Snarlið sem fæst í Gramminu og ef til vill 1 einhverjum fleiri góðum plötubúðum. Það kostar (að mig minnir) ekki nema 200 kr. Snarl II kemur síðan út nálægt 1. des. og verða ábyggilega einhverjir tón- leikar haldnir í kjölfar þess að spól- an kemur út.Hafið augun og eyrun opm! Pétur Magnússon. Dying / Is and art, like onything else. / I do it exceptionally uuell. — Sylvia Plath 57

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.