Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 57

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 57
anna og marga síðan. Það er yfir- leitt fastur kjarni fólks sem mætt hefur á þessa tónleika. Svo ber við að Englendingar koma auga á snilli Sykurmolanna, (enda hafa þeir löngum verið smekkmenn á tónlist). Lag þeirra „Ammæli" er kosið „sing- le of the week" í Melody Maker, dagblöðin taka til við að básúna það að Sykurmolar séu orðnir heimsfrægir. Og allt í einu fer mað- ur að sjá fólk á Sykurmolatónleikum sem maður hafði aldrei séð á tón- leikum áður, fólk sem kannski fram að þessu hefur verið „önnum kafið" við að hlusta á Bubba Morthens, Rauða fleti, Stuðmenn eða annað álíka tilgerðarlegt og leiðinlegt. Allt í einu er orðið „gazalega hip" að „fíla" Sykurmolana. Eins og ég sagði áðan virðist gróskan síður en svo vera að minnka. Pað sést ef til vill best á því að bráðum kemur út Snarl II, þ. e. sambærileg spóla við fyrra Snarlið. Þessi seinni mun bera nafnið „Veröldin er veimiltíta1'. Á henni munu verða, að því er ég veit um, hljómsveitirnar Sogblettir, Da- isy Hill Puppy Farm, Bleiku bast- arnir, Bootlegs og Dead Hippies (sú hljómsveit breytir nú víst ansi oft um nafn, þannig að hún gæti eins heitið eitthvað annað þegar á spóluna kemur). Múzzólíni hefðu líklega tekið þátt ef þeir væru ekki hættir, aðdáendum sínum (þar á meðal mér) til mikillar sorgar. En upp úr Múzzólíni var stofnuð „Malt í framan" sem verða á spólunni, þannig að það er einhver huggun harmi gegn. Fleiri hljómsveitir sem verða eru Mosi frændi, Bleiku bast- arnir, eða um 12 í allt. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér eitthvað af þeim hljómsveitum sem ég hef skrifað um, er bent á Snarlið sem fæst í Gramminu og ef til vill 1 einhverjum fleiri góðum plötubúðum. Það kostar (að mig minnir) ekki nema 200 kr. Snarl II kemur síðan út nálægt 1. des. og verða ábyggilega einhverjir tón- leikar haldnir í kjölfar þess að spól- an kemur út.Hafið augun og eyrun opm! Pétur Magnússon. Dying / Is and art, like onything else. / I do it exceptionally uuell. — Sylvia Plath 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.