SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Side 4

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Side 4
4 27. febrúar 2011 Tilkynnt var á dögunum að heimildamyndin Drauma- landið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magna- son hefði unnið „Cinema Politica Audience Choice Award 2010“, en það eru áhorfendaverðlaun virtra grasrótarsamtaka sem dreifa og sýna pólítískar heimildamyndir í Kanada og víðar um heiminn. Kosn- ingin fór fram á netinu og var hægt að kjósa milli 10 mest dreifðu mynda síðasta árs innan Cinema Poli- tica. Á listanum voru myndir á borð við Gasland sem hefur hlotið Óskarstilnefningu í ár sem besta heim- ildamyndin, svo keppinautarnir voru ekki af verra taginu. Draumalandið hefur farið víða. Eftir frumsýningu hér heima hóf myndin ferð sína um heiminn í nóv- ember árið 2009 með því að vera ein 15 mynda sem teknar voru til sýninga á IDFA heimildamyndahátíð- inni í Amsterdam, en þúsundir kvikmynda keppa um að komast þar að. Síðan hefur myndin farið á kvik- myndahátíðir um allan heim, s.s. til Tel Aviv, Cam- den, Varsjár, San Francisco, Hamborgar og Norð- urlanda svo eitthvað sé nefnt. Draumalandinu vel tek- ið á kvikmyndahátíðum út um allan heim Draumalandið snertir við áhorfendum um allan heim. Ljósmynd/Úr Draumalandinu E ignarhald á jörðum með vatnsréttindum og skipulags- vald í litlum sveitarfélögum verða þungamiðja umræðu um náttúruvernd á Íslandi á næstu ár- um að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfundar. Tveimur árum eftir að kvikmyndin Draumalandið var frum- sýnd segir hann enn stórkarlaleg áform uppi um orkuframleiðslu í framtíðinni. Engar kvikmyndir geta breytt stóra vandamálinu sem blasir við segir Andri sem líkir því við það ástand sem skap- ast þegar hrörlegt hús stendur autt á besta stað í miðborginni. „Maður gæti haldið að eigendurnir væru fátækir en því er öfugt farið – líklega á auðmaður eða banki hreysið. Ósýnilega, dauða höndin sem hvílir á húsinu, þ.e. deili- skipulagið, gerir það að verkum að húsið er ekki hús heldur bara vannýttur byggingarréttur í huga eigendanna. Á sama hátt er búið að búa til efnahags- legt kerfi sem veldur því að ef vatn rennur um jörð einhvers þá er hún ónýttur virkjunarréttur. Smám saman mun eignarhaldið því safnast þannig að þeir sem vilja virkja eignast landið því það mun ekki borga sig fjárhagslega að eignast land og virkja ekki. Rétt eins og enginn vill kaupa 70 fermetra timbur- hús á 100 milljónir og ákveða að nýta ekki byggingarréttinn – hann gæti það aldrei.“ Andri segir búið að búa svo um hnút- ana að ríkið geti ekki myndað sér orku- stefnu. „Í raun er Ísland ekki þjóð lengur heldur erum við annars vegar hrepp- stjórar og landeigendur og hins vegar þeir sem búa í landinu, þekkja það og vilja ekki virkja það. Landið mun að lok- um lenda í höndum þeirra sem vilja virkja. Það gerist í gegnum viðskipti þeg- ar land skiptir um hendur eða í gegnum mjög harðar deilur í sveitum landsins þar sem vatnsréttindum er mjög ójafnt skipt. Af einhverri tilviljun fellur foss í annars landi sem menn veltu aldrei neitt sér- staklega fyrir sér fyrr en hann er allt í einu orðinn að einhverri gullkvörn.“ Mjög óhugnanlegt kerfi Þannig er búið að búa til mjög óhugn- anlegt kerfi, segir Andri, og nefnir í því sambandi nýjasta deiliskipulag Skaftár- hrepps. „Þar er búið að teikna upp 150 megavatta virkjun upp undir Hólaskjóli auk annarrar 50 megavatta virkjunar í Hólmsá. Að auki er gert ráð fyrir 5 mega- vatta virkjun sem veldur gríðarlegu raski fyrir lítinn ávinning og maður furðar sig á því af hverju henni er ekki bara sleppt. Það er einfaldlega af því að allir þurfa að fá sitt.“ Þarna liggur hundurinn grafinn að mati Andra. „Stór hluti af náttúruverð- mætum á Íslandi og skipulagsvald er í höndum sárafámennra hreppa sem hafa enga innviði eða fjárhagslega burði til að sinna sínu hlutverki almennilega. Þeir eru bara sitjandi gæsir fyrir orkufyrir- tæki, banka, Magma energy eða hvern sem er sem hefur áhuga á að hræra upp í skipulaginu eða kaupa það til að geta gert hvað sem er.“ Hann bendir á að vilji þjóðarinnar sé að auðlindirnar haldist í almannaeigu í stað þess að þær verði viðfangsefni braskara. „Því miður sitjum við uppi með módel sem elur á spillingu og misskiptingu eftir efnahagslega tilraun síðustu ára og ef við ætlum ekki að horfa upp á þjóðina berjast yfir silfrinu næstu árin þurfum við að taka á því. Það er hægt að gera með því að breyta lögunum þannig að svona mikið vald á alþýðuverðmætum sé ekki í höndum fámennra hreppa þar sem er svo auðvelt að kaupa pólitíkina.“ Andri segir þetta þó ekki gerast mót- þróalaust. „Það má búast við rosalegri viðspyrnu því menn eru ekki gjarnir á að gefa frá sér slík réttindi. En hvað segir það þá um okkur þegar hófsemin er eng- in – það eru ekki einu sinni skilin eftir 5 megavött þótt þau raski tugum ferkíló- metra af landi. Þannig held ég að sé áþreifanlega hægt að mæla græðgi. Ég hitti einu sinni mann sem sagði við mig: Þú þekkir ekki manneskju fyrr en þú hefur skipt með henni arfi. Það má setja þetta upp á sama hátt: Þú þekkir ekki þjóð fyrr en hún hefur skipt upp nátt- úruarfinum.“ Úr heimildarmyndinni Draumalandinu eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason. Þegar þjóð skiptir nátt- úruarfinum Baráttan um vatns- réttindin að aukast, segir Andri Snær Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is „Það hefur orðið mikil viðhorfs- breyting undanfarið hjá Lands- virkjun og nýja orkustefnan henn- ar er mjög jákvætt skref,“ segir Andri Snær. „Menn eru líka loks- ins farnir að tala um orkuverðið – að þjóðin eigi að geta fengið meira út úr þessu en bara störf í álverum. Þeir eru farnir að sjá að við eigum líka að geta fengið pen- inga út úr þessu svo þeir koma sterkari að samningaborðinu en áður. Þannig að margt er jákvætt í hugsunarhætti Landsvirkjunar núna.“ Ásóknin í landið er hins vegar sú sama og áður. „Fyrirtækið hefur það ennþá að markmiði að tvö- falda orkuframleiðsluna og það er ekki hægt nema ganga afar nærri mörgum fallegustu stöðunum sem eftir eru.“ Enn stefnt að því að tvöfalda orku- framleiðsluna ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur Brauð með hangikjöti. 490,- SMURT BRAUÐ

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.