SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Qupperneq 20

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Qupperneq 20
20 27. febrúar 2011 T ómas Heiðar Tómasson tekur tilhlaup og treð- ur fyrir ljósmyndarann. Troðslan gengur ekki alveg upp en ég bið unga manninn í hálfkær- ingi að hafa ekki áhyggjur, við munum bara „fótósjoppa“ myndina, þannig að boltinn verði í hringnum. Hann hlær. „Heyrðu, fyrst þið eruð byrjaðir að „fótósjoppa“, má ég þá ekki vera með hrokkið hár?“ spyr faðir hans, Tómas Albert Holton, sem stendur álengdar. Feðgarnir eru bersýnilega í essinu sínu á fjölum íþróttahúss Fjölnis í Grafarvoginum enda er það annað heimili hins nítján ára gamla Tómasar Heiðars sem leik- ur með meistaraflokki Fjölnis í efstu deild Íslandsmóts- ins. Faðir hans var á sinni tíð einn fremsti körfubolta- maður þjóðarinnar með Val, Skallagrími og landsliðinu, auk þess sem hann lék um tíma sem atvinnumaður í Ungverjalandi. En feðgarnir eru ekki einu körfuboltafríkin í fjöl- skyldunni, mæðgurnar Anna Björk Bjarnadóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir eru engu skárri. Anna Björk gerði garðinn frægan með ÍS, Skallagrími og ís- lenska landsliðinu og Bergþóra er þegar farin að leika með meistaraflokki Fjölnis enda þótt hún sé aðeins sex- tán ára. Þegar sest er niður með þessari ágætu fjölskyldu getur umræðuefnið aldrei orðið nema eitt. Hvaðan kemur þessi körfuboltafíkn eiginlega? Man orð fyrsta Kanans Tómas eldri hefur orðið: „Faðir minn og alnafni, er Bandaríkjamaður sem flutti til Íslands. Hann lék körfu- bolta á sínum yngri árum, bæði í menntaskóla og há- skóla. Móðurbróðir minn var Helgi Jóhannsson, einn af brautryðjendum íslensks körfubolta. Þannig má segja að ég sé með þetta í blóðinu.“ Það var þó ekki fyrr en hann var tíu ára að hann komst á fyrstu æfinguna. „Ég var svo heppinn að búa í Fossvoginum þegar Ármenningar byrjuðu með körfu- boltaæfingar í Réttarholtsskóla. Allt fylltist á augabragði og tveimur árum síðar urðum við Íslandsmeistarar í minnibolta. Eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Tóm- as. Hann man vel eftir fyrsta Bandaríkjamanninum sem kom til að leika körfubolta á Íslandi, Jimmy Rogers, sem einmitt gekk í Ármann árið 1975. „Kanarnir gjörbreyttu íþróttinni hér á landi með getu sinni og kunnáttu. Ro- gers var látinn hjálpa til við þjálfun minniboltans í Ár- manni og vorum við með stjörnur í augunum þegar hann leiðbeindi okkur. Ég man ennþá orðrétt sumt af því sem hann sagði við okkur.“ Anna Björk lenti í sömu körfuboltabylgjunni í Borg- arnesi, þegar hún flutti aftur heim frá Noregi tólf ára gömul. „Maður var bara á gönguskíðum í Noregi en í Borgarnesi snerist allt um körfubolta. Decarsta Webster, sem síðar tók sér nafnið Ívar, var þar að spila og þjálfa og áhuginn var gríðarlegur. Allir voru í körfu. Webster var „maðurinn“ enda ekki margir tveggja metra háir svartir menn í Borgarnesi á þessum tíma,“ rifjar Anna Björk upp. „Hann var frábær þjálfari sem við krakkarnir dýrkuðum.“ Gaf brjóst í leikhléi Anna Björk og Tómas giftu sig vorið 1989. Eftir það lá leiðin til Ungverjalands þar sem þau stunduðu nám og spiluðu körfubolta í 2 ár. Fljótlega eftir að þau komu aft- ur heim fæddist Tómas Heiðar og Anna Björk minnist þess meira að segja að hafa gefið honum brjóst í leikhléi í kappleik, en þá lék hún með úrvalsdeildarliði ÍS. „Það vita margir að Tómas Heiðar er sonur minn, körfubolta- mannsins,“ segir faðir hans, „en gleyma því stundum að Má nota orðið „tuddi“ í Mogganum? Hjónin Tómas Albert Holton og Anna Björk Bjarnadóttir voru á sinni tíð í hópi fremsta körfuboltafólks landsins. Nú eru börn þeirra, Tómas Heiðar og Bergþóra, tekin við kyndlinum – og setja markið hátt. Með vorinu bætist fimmti leikmaðurinn í liðið. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Körfuboltafjölskyldan mikla í Grafarvoginum: Anna Björk Bjarnadóttir, Bergþóra Holton Tómasdóttir, Tómas Albert Holton og Tómas Heiðar Tómasson. Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.