SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 21
27. febrúar 2011 21 Spurð um fyrirmyndir nefna systkinin vitaskuld foreldra sína. „Ég fattaði samt ekki fyrr en nýlega þegar ég fór að horfa á upptökur frá gömlum leikjum hversu góður pabbi var í raun og veru. Ég sá hann ekki spila svo marga leiki, valdi oftast að fara frekar í pössun,“ segir Tómas Heiðar brosandi. Móðir hans tekur upp þráðinn. „Systkinin voru bæði lasin heima og fundu gamlan kassa með víd- eóspólum frá leikjum sem við foreldrarnir höfðum spilað. Þegar við komum heim úr vinnunni lágu þau í hláturskasti á gólfinu,“ segir Anna Björk. „Þetta var mikil upplifun,“ viðurkennir Bergþóra. Tískan var sumsé skondin en taktarnir voru bersýnilega fyrir hendi. Af öðrum fyrirmyndum nefna systkinin helstu stjörnur NBA-deildarinnar vestur í Bandaríkjunum. „Það eru ekkert venjulegir íþróttamenn,“ segir Tómas Heiðar og tilgreinir sérstaklega gömlu kempuna Allan Houston sem lengst af lék með New York Knicks. „Fattaði nýlega hversu góður pabbi var“ móðir hans var líka í körfunni – og það var hún sem gaf honum mjólkina.“ Já, drengurinn drakk íþróttina sannarlega í sig með móðurmjólkinni. Aðspurður man Tómas Heiðar ekki eftir sér öðruvísi en í körfubolta. Hann var með körfu í herberginu sínu frá því hann fór að labba, og byrjaði fimm ára að fylgja föður sínum á æfingar. Bergþóra fór aðeins seinna að sýna hinni góðu íþrótt áhuga. „Ætli ég hafi ekki verið svona átta eða níu ára þegar ég fór á mína fyrstu æfingu. Við bjuggum í Noregi á þeim tíma og það var vinkona mín sem dró mig með sér,“ segir Bergþóra. Hún fann hins vegar fljótt að karf- an átti vel við hana og þar með voru örlög hennar líka ráðin. Tómas Heiðar er á sínu öðru tímabili í meistaraflokki hjá Fjölni og þykir mikið efni. Spurður hvort hann gæli við atvinnumennsku í framtíðinni kinkar hann kolli. „Ég ætla að ná eins og langt og ég get. Við æfum nánast á hverjum degi á veturna og spilum einu sinni til tvisvar í viku. Ég hef líka reynt að nýta sumrin vel til að æfa með félögunum, bæta tæknina og styrkja mig. Þetta er mikil vinna en alveg ótrúlega skemmtilegt.“ Horfir til Bandaríkjanna Afstaða Bergþóru er keimlík. „Ég ætla að komast eins langt og ég get. Mig langar að spila körfubolta samhliða háskólanámi í Bandaríkjunum og það væri ekki leið- inlegt að spila einhvern tíma í WNBA,“ segir hún en fyr- ir þá sem ekki þekkja er það atvinnudeild kvenna þar vestra. „Ég var í Texas í mánuð í fyrra að spila körfubolta og það var æðislega gaman.“ Anna Björk bætir við að möguleikar kvenna á að bæta sig í körfubolta séu mestir í Bandaríkjunum en hjá körl- unum séu möguleikarnir fleiri, til dæmis í sterkum deildum í Evrópu. Hjónin brosa þegar talið berst að því hvort sé erfiðara, að vera sjálf inni á vellinum eða uppi í stúku að horfa á afkvæmin. „Það er engin spurning – það er miklu erf- iðara að horfa á börnin,“ segir Anna Björk. Tómas er á sama máli. „Burtséð frá því að þurfa að horfa á börnin sín, held ég að því sé eins farið um alla sem lagt hafa stund á keppnisíþróttir, það er alltaf þægi- legra að vera inni á vellinum og geta haft áhrif á gang mála!“ Margar samverustundir Öll eru þau sammála um að það hafi miklu fleiri kosti en galla að hafa sama áhugamálið. „Hefðum við sitt áhuga- málið hvert væru samverustundirnar miklu færri,“ bendir Anna Björk á. „Við fórum saman í pílagrímsferð til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum til að horfa á körfubolta og sú ferð líður okkur seint úr minni.“ Hjónin standa þétt við bakið á börnunum sínum en leggja áherslu á, að ganga ekki of langt í þeim efnum. „Þegar þau vilja erum við til staðar en megum gæta okk- ar á því að fara ekki fram úr okkur í greiningum og ana- lýsum. Það getur haft þveröfug áhrif,“ segir Anna Björk. Systkinin kveinka sér samt ekki undan áhuga foreldr- anna. Þvert á móti. „Það er mjög gott að hafa þennan stuðning, ekki síst þegar á móti blæs,“ segir Tómas Heiðar. „Í hittifyrra var ég meiddur mánuðum saman en pabbi var mjög duglegur að draga mig á æfingar til að ég væri betur undirbúinn þegar ég gæti byrjað að spila aft- ur. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Allar ábendingar eru líka vel þegnar, mamma og pabbi vita sínu viti.“ Það er martröð hverrar móður að börn hennar flytjist úr landi og Anna Björk er engin undantekning. „Mín martröð er sú að þau flytji bæði til Bandaríkjanna, annað á austurströndina og hitt á vesturströndina,“ segir hún hlæjandi. „Annars er aðalatriðið að þau mennti sig og njóti sín í því sem þau eru að gera. Þá er ég ham- ingjusöm.“ Tómas Albert segir ánægjulegt að systkinin hafi svona mikinn áhuga á því sem þau eru að gera. „Umfram það hef ég engar sérstakar væntingar um framtíð þeirra. Þau hafa minn stuðning en þurfa að gera þetta á sínum for- sendum.“ Tómas Albert hefur lengi fengist við þjálfun og svo skemmtilega vill til að hann hefur þjálfað alla hina með- limi fjölskyldunnar. Spurður hvert þeirra sé erfiðast viðfangs stendur ekki á svari: „Anna Björk. Hún er lang- erfiðust. Ég ráðlegg ekki nokkrum manni að taka að sér þjálfun maka síns!“ Nú er dátt hlegið. Þegar fjölskyldan hefur náð andanum bætir Anna Björk við að sér þyki aðdáunarvert hvernig bónda henn- ar og börnum hafi tekist að finna flöt á faðir/barn- sambandinu andspænis þjálfari/leikmaður-samband- inu. „Það er ekkert sjálfgefið að þetta gangi vel.“ Svakaleg keppnismanneskja Systkinin hafa stundum glímt við foreldra sína á æfing- um en á óvart kemur þegar Tómas Heiðar upplýsir að móðirin sé mun harðari í horn að taka en faðirinn. „Við kepptum stundum maður á mann þegar ég var yngri og fyrir kom að pabbi þurfti að stöðva leikinn, mamma tók svo hraustlega á mér!“ Tómas Albert rifjar upp að honum hafi ekki alltaf staðið á sama. „Ég vissi stundum ekki af hvoru þeirra ég hafði meiri áhyggjur, Anna Björk er svo svakaleg keppn- ismanneskja.“ „Keppnismanneskja,“ segir Tómas Heiðar undrandi. „Segðu bara eins og er, hún er tuddi!“ „Heyrðu drengur,“ gellur nú í móðurinni. „Er ekki bannað að nota orðið „tuddi“ í Mogganum?“ Þau hlæja saman að þessu. Upp úr krafsinu kemur að Anna Björk er ekki eina foreldrið sem er fylgið sér. Eftir að mæðgurnar hafa stungið saman nefjum í hálfum hljóðum kemur Berg- þóra með þessa sögu: „Ég gleymdi einu sinni skónum þegar ég var að fara á æfingu hjá pabba. Hann var ekki sáttur en mér var alveg sama og neitaði að hlusta. Á leiðinni heim keyrði hann hundrað hringi kringum Rimahverfið, þangað til ég gaf mig og hlustaði á hann útskýra mikilvægi þess að muna eftir æfingaskónum. Ég hef ekki gleymt þeim síðan.“ Heimsreisunni frestað Eins og sportelskir vita samanstendur körfuboltalið af fimm leikmönnum. Með vorinu verður Holton-liðið fullskipað en von er á þriðja barninu. „Þetta var alveg óvart. Við hjónin vorum farin að búa okkur undir að börnin færu að heiman og við yrðum ein í kotinu,“ segir Anna Björk og Tómas Albert bætir sposkur við að hann hafi verið farinn að plana heimsreisuna. „Nú er búið að fresta henni um tuttugu ár.“ Stóru systkinin segjast ennþá vera að átta sig á þessum óvæntu tíðindum en líst vel á að fá fimmta leikmanninn til liðs við sig. „Það er eins gott að barnið hafi áhuga á körfubolta,“ segir Bergþóra og brosir. „Ætli þetta barn komi ekki til með að eiga fjóra for- eldra,“ segir Anna Björk. „Þetta er alltaf kraftaverk, sama hvort það er planað eða ekki.“ Einu sinni keppnismaður, ávallt keppnismaður, má segja, og hjónin staðfesta að bakgrunnur þeirra í íþrótt- um nýtist vel í starfi. Tómas er kennari og segir það starf um margt líkt þjálfuninni. Hans hlutverk sé að leiðbeina og ná fram því besta í fólki. Anna Björk starfar sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Símanum og segir íþróttasálfræð- ina og keppnisskapið koma í góðar þarfir á þeim vett- vangi. „En ég tuddast ekki á neinum í vinnunni – held ég!“ Bergþóra er orðinn leikmaður í meistaraflokki hjá Fjölni, að- eins sextán ára gömul. Hún stefnir á atvinnumennsku. Tómas Heiðar er mikið efni. Á dögunum jafnaði hann heims- met með því að hitta átta sinnum á einni mínútu í körfuna frá miðju vallarins. „Það er reyndar búið að slá metið núna, níu skipti. Þá er bara að fara í tíu,“ segir hann og glottir. ’ Fljótlega eftir að þau komu aftur heim fæddist Tómas Heiðar og Anna Björk minnist þess meira að segja að hafa gefið honum brjóst í leikhléi í kappleik.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.