SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Side 25
27. febrúar 2011 25
fyrir skipulega niðurrifsstarfsemi stjórnvalda á menn-
ingararfinum. Svo er líka ótrúlegt hvernig þetta fólk
getur galdrað fram veislurétti úr engu á einum prím-
usi.“
Myndir Þorkels sýna daglegt líf í Búrma. Hann fór
inn á heimili og heimsótti bænahús, skóla og sjúkra-
hús. „Mér fannst sláandi að sjá aðbúnað á sjúkrahúsi,
sem ég heimsótti, því að ég vissi að það var verið að
sýna mér það besta,“ segir Þorkell.
Myndir Þorkels frá Búrma eru hluti af stærra verk-
efni, sem fjallar um afkomu mannsins við erfiðar og
óbærilegar kringumstæður víða um heim.
Litlar framfarir hafa orðið í Búrma frá því að Þorkell
var þar, ef nokkrar. Óhæfi herforingjastjórnarinnar
kom berlega í ljós eftir að fellibylurinn Nargis gekk
yfir Búrma 2008 með hryllilegum afleiðingum og
landið lamaðist.
Í nóvember lét herforingjastjórnin fara fram fyrstu
kosningarnar í 20 ár og var gefið í skyn að þær yrðu
upphafið að því að flytja völdin í hendur borgaralegra
afla. Kosningarnar einkenndust af ásökunum um svik
og tilraunum til að hafa áhrif á kjósendur með hót-
unum. Stjórnvöld komu einnig í veg fyrir að Aung San
Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði áhrif á
kosningarnar, en létu hana síðan lausa nokkrum dög-
um eftir að þær voru haldnar eftir sjö ára stofufang-
elsi. Flokkur Suu Kyi hefur enga rödd á hinu nýkjörna
þingi. Þar hafa herforingjarnir og leppflokkar þeirra
tögl og hagldir. Fjórðungur þingsæta var tekinn frá
handa stjórnarflokknum fyrir kosningar og hann fékk
síðan 388 af 493 sætum, sem kosið var um.
Í febrúar valdi þingið nýjan forseta, Thein Sein.
Hann er herforingi og settist í helgan stein í fyrra.
Eftir því var tekið að af fimm æðstu stöðunum, sem
skipað var í – stöðum forseta, tveggja varaforseta og
forseta efri deildar þingsins annars vegar og neðri
deildar hins vegar – komu fjórar í hlut manna, sem
höfðu verið háttsettir í hernum. Herforingjastjórnin
fór frá, en hélt samt völdum.Talið er að Than Shwe,
sem komst til valda 1992, muni áfram halda um
valdataumana bak við tjöldin með svipuðum hætti og
Deng Xiaoping í Kína á sínum tíma. Þegar þingið kom
saman fyrr í þessum mánuði var stillt upp glansmynd
í innlendum fjölmiðlum, en efnisleg umfjöllun var
rýr. Erlendum fjölmiðlum hefur verið bannað að
fylgjast með störfum þingsins.
Herforingjastjórnin hefur í tvígang brotið tilraunir
til uppreisnar á bak aftur á seinni tímum, síðast 2007.
Stjórnvöld í landinu hafa ákaflega takmarkað bakland.
Það segir sína sögu að fjölmiðlar í Búrma, sem alla-
jafna segja nokkuð rækilegar erlendar fréttir, skuli
ekki hafa nefnt uppreisnirnar í arabaheiminum.
Sennilega telja stjórnvöld í Búrma því fylgi smithætta
að birta myndir af mótmælendum á götum Kaíró að
lýsa yfir því að þeir óttist ekki lengur ráðamenn sína.
Vinnumaður eys vatni úr dæmigerðu
vatnsbóli í miðhluta Búrma. Áætlað er
að 57% Búrmamanna hafi ekki aðgang
að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu og
40% landsmanna hafi ekki aðgang að
hreinu neysluvatni.
Heilbrigðisþjónusta í Búrma er ein sú versta í heimi. Árið 2009 var aðeins 1,8% af
heildarútgjöldum herforingjastjórnarinnar varið til heilbrigðismála, þrátt fyrir að við-
skiptajöfnuður við erlend ríki væri hagstæður um 2,5 miljarða dollara, eða tæpa 295
miljarða íslenskra króna. Takmarkaður aðgangur að grunnheilbrigðisþjónustu, eink-
um á landsbyggðinni, veldur iðulega óþörfum þjáningum og oft dauða af völdum auð-
læknanlegra sjúkdóma.
Flestir eiga sér drauma. Líkt og börn á Íslandi sem skreyta herbergi sín með myndum
af átrúnaðargoðum sínum hefur þessi stúlka sett upp mynd af fyrirsætu sem margar
stúlkur í Búrma líta upp til. Þótt aðbúnaðurinn sé annar og fátæklegri er vafalítið
margt líkt með hugarheimi barna hinna ýmsu þjóða óháð kynþætti og efnahag.
’
Mér er minnisstæðast hvað
allt var vanþróað í þessu
landi og hvað fólk var hrætt
við að tala við mann.
Ljósmyndir/Þorkell Þorkelsson