SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Síða 31
27. febrúar 2011 31
M
aría Heba Þorkelsdóttir fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík hinn 1. október 1974. Hún
er dóttir hjónanna Gunnþóru Hólmfríðar Ön-
undardóttur kennara og Þorkels Ingimars-
sonar skólastjóra. Systkini Maríu Hebu eru Þorkell Þorkels-
son og Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir. María Heba bjó
fyrstu ár ævi sinnar í Vík Mýrdal og á þangað sterkar taugar.
Hún gekk í Álftamýrarskóla grunnskólaár sín, ef frá eru talin
þrjú ár sem hún bjó á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. María
Heba lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum og útskrif-
aðist sem bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands 1999. Það
sama haust hóf hún nám við Leiklistarskóla Íslands, sem ári
seinna varð ættleitt afkvæmi leiklistardeildar Listaháskóla
Íslands. Þaðan útskrifaðist María Heba sem leikkona árið
2003 en stundar nú nám við listkennsludeild sama skóla.
Hún býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Kristófer
Dignus, framleiðanda og handritshöfundi. Börn þeirra eru
Ari Dignus (fæddur 2005), Katrín Dignus (fædd 2006, dáin
2006) og Högni Dignus (fæddur 2009).
María Heba fer með hlutverk misþroska stúlku að nafni
Embla í kvikmynd Reynis Lyngdal Okkar eigin Osló sem
verður frumsýnd 4. mars næstkomandi.
pebl@mbl.is
Í heimsókn hjá tengdapabba í Edinborg í desember síðastliðnum.
Jólasnjór, jólatívolí og jólafrí með mínum uppáhalds. Lífið. Fallegt.
Tvítug og allt á byrjunarreit.
Aftur í Vík, heima hjá ömmu Sísí (Sigríði Kristjönu Sigurgísladóttur) og
afa Ingimar (Ingimarssyni) Upp úr einum pakkanum hafa komið glæsi-
stígvél. Mér sýnist við sáttar.
Með bekknum úr leiklistarskólanum á Theatertreffen í Berlín 2002. Þor-
leifur (Örn Arnarsson) bekkjarbróðir minn og frændi fór svo þangað að
nema leikstjórn og hefur gengið vel.
Ég í kringum 1 árs aldurinn hjá ömmu minni Rannveigu Ísfjörð, Lillu, í
Vík. Við hliðina á ömmu situr Ólöf Hallsdóttir frænka mín. Tvær frábærar
konur og fyrirmyndir á marga vegu.
Skírnardagur Sæmund-
ar Bjarnasonar heitins
frænda míns. Mér þykir
sérstaklega vænt um
þessa mynd. Stoltið
skín úr augum afa,
ömmu og stóru frænku.
Fer með stórt
hlutverk í Okk-
ar eigin Osló
Leikkonan María Heba Þorkels-
dóttir opnar myndaalbúmið að
þessu sinni.
Á Þjóðhátíð 2009. Ari Dignus með
stjörnur í augum að horfa á Pál Óskar
troða upp. Allt fyrir ástina.
Elsku perform-
erinn minn
hann Ari Dig-
nus. Við Sísí
systir mín erum
dyggir áhorf-
endur. Högni
Dignus og tíkin
okkar Embla
eru í ein-
hverjum öðrum
hugleiðingum.
Í það minnsta kerti og spil...
Á leikferðalagi með In Transit, sýningu sem
var sýnd í 4 löndum. Þetta er í Edinborg. Dá-
semda borg sem er mér mjög kær.
Sem Rós í Nemendaleikhúsinu í verkinu
Tattú eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Rún-
ars Guðbrandssonar. Ég saumaði ekta gervi-
leðurpilsið sjálf og er enn súperstolt af því.
Ástin er frekast að því kunn
að hún vill kyssa beint á
munn. Vík 15. júlí 2000.
Myndaalbúmið
Með minni frábæru Maríönnu Clöru á leik-
ferðalagi 2004.