SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 32
32 27. febrúar 2011 R íkisstjórnin virðist hafa ákveðið að gefa Hæstarétti Íslands langt nef og láta hóp manna sem valdir voru í ógiltri klúð- urskosningu skrifa stjórnarskrá handa þeim volaða lýð sem byggir þetta land. Það fer vel á þessu. Ríkisstjórnin hafði áður á ferli sínum ráðist gegn sjálfstæði seðlabanka landsins og tek- ið á þjóðina hundruð milljarða króna, sem lög standa þó gegn. Þessi ríkisstjórn virðist vera á móti réttarríkinu og þrígreiningu valdsins. Ekki er ólíklegt að þau verk hennar sem litast af þeirri áráttu verði þau sem skapa varanlegastan skaða þótt margt hafi hún vont gert. Hún fer offari í skattheimtu sem er eins og strá sandi yfir tann- hjól efnahagslífsins í stað þess að smyrja þau. Ríkisstjórnin hefur fengið öflugan stuðning tals- manns atvinnulífsins við skattheimtuna og að skutla hundruðum milljarða á herðar íslensks al- mennings af annarra manna skuldum. Allt er þetta bölvað og gerir bjargræðisleit þjóðarinnar þungbærari. En hin áráttan sem áður var nefnd er þó enn verri og skaðsemin meiri og dýpri. Og ekki þarf að nefna það að taki sá hópur sem kall- aður var til í hinni dræmu en þó umfram allt ógiltu klúðurskosningu þátt í leik ríkisstjórn- arinnar hefur hann undirstrikað að það er eina fólkið í landinu sem vitað er um með vissu sem ekki ætti að koma nálægt því að krukka í stjórn- arskrá landsins. Að vísu eru þeir til sem benda á að þessu fólki hafi aldrei verið ætlað annað en að vera leiktjöld fyrir þá sem eru langt komnir með tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. Sama nefndin sem sagði að dagsparts þjóðfundur á hundrað borðum hefði komið upp með sömu til- lögurnar og nefndin sjálf hefði einmitt verið að vinna að á bak við luktar dyr. Sú magnþrungna tilviljun og kenningin um málamyndastarf stjórnlagaþingsnefndar eru þó aukaatriði. Viljinn til þess að taka ekki í verki mark á æðsta dómstól landsins er stærsta skemmdarverkið. Það dugar jafnvel ekki til að hinn kunni lögspekingur Egill Helgason hafi í vikunni úrskurðað að samhljóða dómur sex hæstaréttardómara væri „hæpinn“. Víðar fyrirlitning á dómstólum En viðhorfin til dómstóla og réttarfars hafa birst í dapurlegu ljósi hjá fleirum en ríkisstjórninni upp á síðkastið. Andlegur sálufélagi Samfylking- arinnar sem nú gegnir illu heilli forstöðu fyrir ESA-eftirlitsstofnuninni sýndi heldur betur á spilin sín þegar hann var hér á ferð fyrir skömmu. Í ljós kom að hann var búinn að ákveða hver yrði niðurstaða þeirrar stofnunar, sem hann gerði ærulitla með ummælum sínum, um tví- mælalausar skyldur íslensks almennings til að greiða skuldir einkabanka vegna viðskipta hans. Og hann lét ekki þar við sitja, heldur sló hann um sig með fullyrðingum um að vildu Íslendingar ekki una niðurstöðu ESA, byggðri á bjargfastri hugljómun hans sjálfs, þá yrði málinu komið til úrskurðar hjá EFTA-dómstólnum sem alltaf dæmdi í samræmi við kröfur ESA að sögn hans. Nú hefur runnið upp fyrir þessum oflátungi að kannski hefði hann betur þagað um þetta þægi- lega fyrirkomulag, sem hann gaf til kynna að ríkti á milli ESA og EFTA-dómstólsins. Ekki síst vegna þess að það gæti dregið athyglina að því að inn í þann dómstól væri einmitt að setjast landi ESA-forsprakkans sem hefði líka tekið afstöðu utan réttar gegn Íslendingum. Það er reyndar at- hyglisvert mjög hvað þessir frændur okkar á Norðurlöndum hafa iðulega sýnt auðmýkt sína og þjónkun við Brusselvaldið og AGS þegar Íslend- ingar eiga í hlut. Er það reyndar í samræmi við það, sem þekkt er, að smáþjóðirnar í Evrópu- sambandinu virðast líta svo á að þær gegni þar eins konar þjónshlutverkum við þá stærri. Enda tala forystumenn hinna síðarnefndu um starfs- bræðurna þaðan sem „hin talandi jakkaföt“ á fundum ESB og krunka áhugalaust saman á með- an jakkafötin fara með rullurnar sínar á opinber- um fundum. Fullveldissjónarmið voru úrslitaatriði Þegar Íslendingar fullgiltu á sínu þingi samning- inn um hið Evrópska efnhagssvæði var eitt atriði einna fyrirferðarmest í umræðunni. Það atriði snýr að stjórnarskránni. Vitað er og viðurkennt að aðild Íslands að ESB fer ekki fram að óbreyttri stjórnarskrá. Auðvitað ætti ekki nein ríkisstjórn og enn síður Alþingi að vera í viðræðum og enn síður aðlögun að ESB að óbreyttri stjórnarskrá. Vildi ríkið sækjast eftir aðild að þessu sambandi væri bæði sjálfsagt og eðlilegt að láta fyrst á það reyna hvort stuðningur fengist við það að breyta stjórnarskrá landsins þannig að slík aðild mætti fara fram. Varðandi samninginn um Evrópska efnhagssvæðið var það mat þáverandi ríkis- stjórnar að stjórnarskráin rúmaði samninginn, þar sem fullveldi væri ekki afsalað með honum. Réð spurningin um óskert löggjafarvald og dómsvald þar mestu. Ríkisstjórnin setti niður Reykjavíkurbréf 25.02.11 Á hættuslóð

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.