SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Síða 40

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Síða 40
40 27. febrúar 2011 Lífsstíll E iginlega alltaf þegar ég fer í leikhús rifjast upp sá gamli draumur minn að gerast leikkona. Það hlýtur að vera skemmtilegt að geta brugðið sér í líki ýmissa persóna þó að það sé örugglega mjög krefjandi um leið. Um daginn í leikhúsi með mömmu og litla bróður anda ég þessum hugs- unum inn í eyrað á litla bróður. „Já, hefur þú einhvern tímann verið á sviði?“ spyr litli bróðir sakleysislega (hann er reyndar 18 ára og ekkert svo lítill þannig lagað en …) „Nei, nei, eða jú ég fór bara á spunanámskeiðið þarna í Kvennó einu sinni,“ svara ég og hálfhvæsi örugglega. Hvað er þetta með krakkann. Veit hann ekki hvað ég get verið mikill trúður? Það hlýtur nú að geta fleytt manni langt áfram í þessum heimi. Smá hopp og hí, bregða sér í líki drafandi konunnar sem er búin að vera aðeins of lengi í sólbaði og man best eftir Malaga 74, já, já Segga mín … Ég get nú vippað því hlutverki bara fram úr erminni á góðri stundu. Svo held ég að ég hafi bara staðið mig ágætlega á þessu blessaða spun- anámskeiðið þarna um árið. Ég man alla vega að ég söng, lék og hafði mjög gaman af. En um leið er það kannski einmitt út af þessari spunagleði minni og almennum kjánaskap sem ég hefði aldrei orðið neitt sérlega góð leikkona. (Hefði samt orðið enn verri fatahönnuður, líkt og mér datt eitt sinn í hug, get ekki einu sinni teiknað!) Eða í það minnsta átt á hættu að festast í hlutverki galgopans. Mér hefðu aldrei boðist alvarleg hlutverk því ég hefði einfaldlega verið of fyndin í hinu og að lokum hefði örugglega tekið við mikil tilvistarkreppa. Er ég bara fyndin? Tekur enginn mig al- varlega? Af hverju þarf ég alltaf að láta fólkið hlæja? Svo hefði ég falið andlitið í höndum mínum og drekkt sorgum mínum á dimmum bar eftir hverja sýningu. Algjörlega yfirbuguð af gleði og hlátri. Þá er nú betra bara að njóta gleðinnar og hlátursins án leiksviðs og leikstjórnar. Halda áfram að leika þau hlutverk sem ég stundum bregð mér í án þess að eiga á hættu að fá lélegan dóm eða að einhver gangi út. Þetta er bara verst fyrir greyið fjölskylduna sem má þola vit- leysisganginn í mér. En þau kvarta nú sjaldnast og maður reynir líka stundum að halda sig aðeins á mott- unni. Þó ekki væri nema fyrir litla bróður. Ólík hlutverk Ætli sé gaman að bregða sér í hlutverk eða betra að vera maður sjálfur með smá uppá- broti inni á milli? María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Golli ’ Smá hopp og hí, bregða sér í líki drafandi kon- unnar sem er búin að vera aðeins of lengi í sólbaði og man best eftir Malaga 74. Flestir þeir sem hafa heimsótt Lundúnir kannast við leikhúsin á West End. Þar hafa í fjölda ára verið sýndar vinsælar söng- og leiksýningar og sýningar eins og Cats og Mamma Mia verið árum saman á fjölunum. Fyrst leikhúsið á þessum slóðum var hið svokallaða Shoreditch sem opnaði árið 1576. Áður höfðu leikrit verið flutt í húsagörðum, hallargörðum og jafnvel heima hjá fólki. Til að byrja með var West End aðallega hugsað fyrir efri stéttina í borginni en leikhúsin þar í dag eru fjölmörg og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikhúsin í Lundúnum Söngleikir eru vinsælir á West End. Fyrsta leiksýningin sem við sjáum er oft sú minnisstæðasta. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar maður fór að fara einn í leikhús með vinkon- unum. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa séð með þeim var Hár- ið. Í því voru sætir strákar, þá menn á mínum aldri í dag, allt of gamlir núna. Samt sem áður enn góðir leikarar. Það var líka afar minnisstætt atriði þar sem allir hlupu berir undan stórum dúk, laki, hvað það var. Þá tísti örugglega í okkur og áfram fram eftir kvöldi. Næstu sumur voru fleiri leikverk sett á svið og maður lét sig ekki vanta. Þannig bættist í sarpinn og sam- antalið hef ég verið nokkuð dugleg að fara í leikhús. Það er samt enn smá spari, maður fer ekkert jafnoft og í bíó! Minnist þess líka afar vel að hafa séð Róm- eó og Júlíu Vesturports, sælla minninga, í London. Mikið varð litli Íslendingurinn innra með manni glað- ur og að springa úr stolti yfir því að sjá samlanda sína halda svo flotta sýningu á erlendri grund. Nú um daginn leyfði ég leikurum Vesturports að klifra yfir mér í neti. Faust var ágætis upprifjun gamalla kynna þó að London sé eitthvað sem ég aldrei gleymi. Ógleymanleg sýning Vesturport - 5 stjörnur gerast ekki í Guardian! Fransk-kanadíski fjölleikahópurinn Cirq- ue du Soleil hefur nú lagt mikla fjármuni í nýja sýningu í Kreml í Moskvu. Fyr- irtækið í kringum hópinn er starfrækt frá Montreal og Las Vegas reynir nú í fyrsta sinn fyrir sér á rússneskum markaði með sýninguna Zarkana. Loftfimleikar eru þar í fyrirrúmi en sirkus ku vera mjög vinsæll hjá Rússum. Kanna viðbrögð Rússa Hópurinn hefur lagt 57 milljónir dala í verkefnið og er það hæsta upphæð sem farið hefur í tímabundið verkefni hjá hon- um. Sýningunni er ætlað að kanna við- brögð áhorfenda í Kreml og verði hún vinsæl er ætlunin að setja upp sýningu til lengri tíma. Fyrstu sýningarnar ku segja mikið til um framhaldið. Tónlistin í sýningunni er samsett af Elton John og verður frumflutt í Radio City Music Hall í New York í júní. Eftir það verður sýningin sett upp í Kreml-höllinni í byrjun næsta árs. Á síðastliðnum tveimur árum hefur hópurinn haldið tvær stórar sýningar í St. Pétursborg og Kazan og hefur selst meira en hálf milljón miða. Miðað við þær góðu móttökur ætti sýningin í Kreml að ganga vel. Um 1.000 listamenn hópsins eru Rússar og fari allt eftir áætlun sér hann fram á að geta haft viðveru í lengri tíma í Rússlandi á næstu árum. Rússneskur sirkus Úr sýningunni Alegria sem sett var upp í Royal Albert Hall árið 2007. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.