SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Page 41

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Page 41
27. febrúar 2011 41 LÁRÉTT 1. Hálfgert bríarí Inga með enn einum skart- grip. (11) 6. Sjá frábæran oft koma með kveðju. (4,4) 10. Snúi heyið svo það þvælist fyrir bygging- unum. (9) 11. Hefna orka með krafti. (8) 12. Ha? Frú, viðsnúin kaka og flan verða að kex- inu. (10) 13. Ólíklegasti tapar tóli í erlendu máli. (7) 15. Brjóstamiklar bæta ekki meiru á sig. (11) 16. Bastarðurinn fær gróðann. (8) 18. Hikandi tvístra án guðs í reiðskjóta. (11) 20. Fékk: „Áfram hró!“ (7) 22. Vínsopi í Menntaskólanum á Egilsstöðum vegna góða árferðisins. (7) 24. Fór í ákveðna átt og lögsótti. (7) 26. Sökum Agnars má finna litla. (8) 27. Með röngum kæfi í þjálfun. (8) 28. Lærdómur í burtreiðum leiðir til mannráns. (7) 29. Baunin hjá fimm hundruð og einum pirrandi. (7) 30. Tökum alltaf úr slæptri út af nekt. (6) 31. Við lifandi svamlið í feninu. (10) LÓÐRÉTT 2. Laun upp á einn krimma eru gjafverð. (11) 3. Beðurinn fyrir skíðamenn er tækifærið. (9) 4. Gæs næstum í kafi rekur út úr sér tunguna fyrir kátar. (11) 5. Gleymir ekki öri hjá liðssveit. (8) 7. Grófum set við fallegast. (9) 8. Okri stinn með kommu sinn. (9) 9. Tryggingastofnun nær að æða að fugli. (5) 14. Guð kemur við spil hjá grænni. (7) 17. Aldavinur flækist um net og vald. (12) 18. Vön stömu. (3) 19. Sjálf með líkamshlutann og montinn. (11) 20. Fundir boðaðir vegna lágs verðs. (8) 21. Hamingjusöm gæti fundið sætindi. (7) 23. Ókeypis tákn er greiðsla á burðargjaldi. (8) 24. Ár í Sláturfélagi Suðurlands auki verk. (8) 25. Æða innst með peninga. (8) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 27. febrú- ar rennur út 3. mars. Nafn vinn- ingshafans birtist í blaðinu 6. mars. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 20. febrúar er Cecil Haraldsson, Öldugötu 2, Seyðisfirði. Hann hlýtur í verðlaun bókina Okkurgulur sandur, tíu ritgerðir um skáldskap Gyrðis Elíassonar. Uppheimar gefa út. Krossgátuverðlaun Það gleymist stundum þegar mikil uppskipti verða og drottn- ingar fljúga í kassann, að í enda- taflinu leynast oft möguleikar á snarpri kóngssókn og jafnvel peðin geta reynst öflugir sókn- armenn. Þegar við bætist sá al- gengi misskilningur að mislitir biskupar gefi stöðunni alveg sér- staklega jafnteflislegt yfirbragð er ekki von á góðu. Á Norður- landamótinu í skólaskák sem fram fór í Osló um síðustu helgi fór Hjörvar Steinn Grétarsson mikinn, laus við gamlan erki- fjanda Svíann Nils Grandelius, og vann allar skákir sínar í A- flokki, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. Hann tefldi eina skák þar sem allir þessir þættir komu við sögu. Í skákinni hefði hvítur betur hugað að þróun peðastöðunnar en hefst þess í stað þegar handa við að tefla með þungu mönn- unum og svartur á tiltölulega auðvelt með að hrinda atlögu hans: NM 2011: Kristofer Madland – Hjörvar Steinn Grétarsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Rc6 9. 0-0-0 Rxd4 10. Dxd4 Dxd4 11. Hxd4 Be7 12. Be2 Bd7 13. Hhd1 Bc6 14. Bf3 0- 0-0 15. Bxf6 gxf6 16. g4 Kc7 17. H4d3 b5 18. a3 Bb7 19. Re2 Kd7 20. Hb3 Hb8 21. Rd4 Ba8 22. Hdd3 Hhc8 23. Hdc3 Hc5 Eftir þennan einfalda leik nær svartur frumkvæðinu. Peð hvíts á f4 á eftir að reynast alvarlegur veikleiki. 24. Kd2 Bf8 25. h4 Bh6 26. g5 Bg7 27. Hd3 fxg5 28. hxg5 Hbc8 29. c3 h6 30. gxh6 Bxh6 31. Ke3 f5 Peðin bætast nú í sóknina. Mun sterkari leikur var þó 31. … He5! sem hótar 32. … f5, 32. … d5 eða jafnvel 32. … Bxe4. 32. exf5 e5 33. Bxa8 exd4 34. cxd4 He8 35. Kf3 Hxf5 36. Bb7 Bxf4 37. Kg4 Hf6 Hvíti kóngurinn er skyndilega kominn á bersvæði og má hafa sig allan við að verjast alögum svarts. Hér gat hann varist með 38. Hh3 og hvergi er rakinn vinning að finna en uggir ekki að sér og efnishyggjan nær tökum á honum. 38. Bxa6?? Hg8+ 39. Kf3 Bd2+! 40. Ke2 Hg2+ 41. Kd1 Hf1+ 42. Kc2 Hc1 mát. Framan af virtist íslenski hóp- urinn ætla að veita Dönum harða keppni um það hver Norður- landaþjóðanna sex hlytu flesta vinninga samanlagt en piltarnir gáfu eftir á lokasprettinum. Íslendingar náð bestum ár- angri í elstu aldursflokkunum. Sverrir Þorgeirsson var næstur á stigum á eftir Hjörvari í A-flokki, 18-20 ára, hlaut 3 ½ v. og varð í 4. sæti sem er viðunandi frammistaða. Í B-flokki, 16-18 ára, varð Nökkvi S. Sverrisson úr Vest- mannaeyjum í 2.-4. sæti en var úthlutað bronsinu eftir stigaút- reikning. Hann lagði að velli sigurvegara B-flokksins og geta Eyjamenn verið stoltir af frammistöðu hans. Örn Leó Jó- hannsson fékk 50% vinnings- hlutfall í þessum flokki. Í C-flokki, 14-16 ára, var Emil Sigurðsson með 50% vinnings- hlutfall og í D-flokki, 12-14 ára, varð Oliver Jóhannesson með 50% vinningshlutfall. Í E-flokki, 10-12 ára fékk Vignir Vatnar Stefánsson einnig 3 vinninga af 6 mögulegum. Vignir Vatnar, sem er átta ára, hefur vakið mikla athygli und- anfarið. Hann vann fyrstu þrjár skákir sinar en skorti keppnis- reynslu til að fylgja því eftir. Meiri breidd er í þessum Norðurlandamótum nú en var á árum áður og má geta þess að í þeim flokkum sem reiknuð voru til alþjóðlegra stiga hækkuðu flestir íslensku piltarnir. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Mátsókn í endatafli Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.