SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 5

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 5
13. mars 2011 5 Grameen-bankanum hefur verið hrósað fyr- ir að draga úr fátækt og sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, að Mo- hammad Yunus, stofnandi hans, hefði breytt heiminum. Grameen-bankinn hefur lánað átta millj- ónum manna án tryggingar í rúmlega 82 þúsund þorpum í Bangladess að því er seg- ir á heimasíðu hans. 97% lántakenda eru konur. Hugmyndin er sú að lána fólki, sem ekki hefur aðgang að lánsfé hjá hefðbundnum bönkum, peninga. Bankinn veitir tíu til 50 þúsund króna lán á mun lægri vöxtum en fást hjá okurlánurum. Tilgangurinn er að gera lántakendum kleift að kaupa sér til dæmis saumavélar til að hefja eigin at- vinnustarfsemi. Því hefur verið haldið fram að Grameen- bankinn sé að búa til bólu, en Yunus neitar því og segir að bankinn stundi ekki papp- írsdrifin viðskipti og sé því ónæmur fyrir öflunum á bak við kreppuna, sem nú stend- ur yfir. „Þegar við veitum 100 dollara lán eru hænur og kýr á bak við þá 100 dollara, ekki eitthvað ímyndað.“ Ekki er deilt um það að Yunus hafi bætt hlutskipti kvenna í Bangladess, en áhöld eru um það hversu mikið hægt sé að draga úr fátækt í heiminum með smálánum. Rannsókn Massachusetts Institute of Technology á áhrifum smálána í Hydera- bad á Indlandi sýndi til dæmis að enginn munur var á heilsu og menntun í fjöl- skyldum, sem höfðu fengið smálán. Esther Duflo, hagfræðingur við háskólann MIT í Bandaríkjunum, segir að ávinningurinn sé lítill. Vandinn sé hinar miklu væntingar, sem björt ímynd Grameen veki. „Hvers vegna eigum við von á að svona mikið ger- ist?“ spurði Duflo í viðtali við Boston Globe. „Smálán eru gagnleg, en þau eru ekki kraftaverkalyfið, sem bindur enda á fátækt.“ Stuðningsmenn smálána segja að rann- sóknir á áhrifum smálána séu það skammt á veg komnar að þær gefi ekki fulla mynd. Þau eigi eftir að sanna sig. Eru áhrif smálána stórlega ýkt? Starfsmenn Grameen-bankans mynda keðju fyrir utan höfuðstöðvar hans til að mótmæla dómi um að reka Mohammad Yunus, stofnanda bankans, úr starfi. Reuters Seðlabankans og sagði dómarinn í málinu að það væri „kristaltært“ að Seðlabankinn hefði rétt fyrir sér. Yunus hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til hæstaréttar. Seðlabanki Bangladess á að vera óháður stjórnvöldum. Því er hins vegar haldið fram að þessi deila um tæknileg atriði sé hluti af herferð Has- inu gegn stofnanda Grameen-bankans. Í janúar 2007 komst til valda bráða- birgðastjórn í Bangladess með fulltingi hersins eftir þrætur á milli flokks Hasinu, Awami-fylkingarinnar, og helsta keppi- nautarins, Þjóðarflokks Bangladess, sem leitt höfðu til átaka á götum úti. Yunus hafnaði boði hersins um að veita bráða- birgðastjórninni forustu, en studdi herferð hennar gegn spillingu. Í þeirri herferð var Hasina handtekin ásamt keppinauti henn- ar, Khaleda Zia. Skömmu eftir að bráðabirgðastjórnin var mynduð tilkynnti Yunus að hann ætl- aði að stofna nýjan stjórnmálaflokk, Nago- rik Shakti eða Vald borgarans, en þau áform runnu út í sandinn. Þessi afskipti Yunus af stjórnmálum hafa reynst honum dýrkeypt. Hasina vann stórsigur í kosningum 2008 og varð for- sætisráðherra. Í desember 2010 lýsti hún því yfir að Yunus væri að „sjúga blóðið úr hinum fátæku“. Í fyrra þurfti Yunus að sæta málsóknum og einnig hófst opinber rannsókn, sem Hasina hafði hótað, á meintum brotum innan Grameen- bankans. Yunus á sér öfluga stuðningsmenn er- lendis. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, leiðir hóp sem nefnist Vinir Gra- meen, og sagði hún að úrskurðurinn væri „af pólitískum toga og án lagalegs grunns“. 500 manns mótmæltu fyrir utan Grameen-bankann í Dhaka þegar Yunus var rekinn. Hillary Clinton, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hringdi í Yunus þegar úrskurðurinn lá fyrir og lýsti yfir stuðningi við hann. Philip Crowley, tals- maður Clinton, sagði að vonast væri til þess að sátt tækist um málamiðlun, sem tryggði sjálfstæði bankans og skilvirkni. Yunus fæddist í Chittagong árið 1940. Faðir hans var velmegandi gullsmiður, en í æviágripi AFP-fréttastofunnar segir að hann telji móður sína, Sofiu Khatun, hafa haft mest áhrif á sig. Hún hafi alltaf hjálpað fátæklingum, sem knúðu dyra hjá henni. Yunus fékk Fulbright-styrk til að læra hagfræði, sneri aftur til Chittagong og varð yfirmaður hagfræðideildarinnar við há- skólann þar. Í hungursneyðinni á áttunda áratug lið- innar aldar í Bangladess ákvað hann að leggja sitt af mörkum til að berjast gegn fá- tækt. Sagt er að 27 dollara tilraun í sveitum Bangladess hafi orðið að átta milljarða dollara smálánaveldi. „Langtímasýn Yunus er ð útrýma fátækt í heiminum. Sú sýn verður ekki að veru- leika aðeins fyrir til- stilli smálána. En Mu- hammad Yunus og Grameen-bankinn hafa sýnt að í áfram- haldandi tilraunum til ð ná því markmiði þurfa smálán að leika lykilhlutverk.“ Úr rökstuðningi Nób- elsnefndarinnar fyrir því að veita Muham- mad Yunus og Gra- meen-bankanum saman friðarverðlaun Nóbels árið 2006. Hlutverk smálána Reykjavík SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS Með rjóðar kinnar og rjúkandi kakó bíða þín fannhvítar hæðir og fjöll. Taktu flugið í næstu skíðabrekku og lyftu þér upp milli þess sem þú rennir þér niður. Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.*

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.