SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 2
2 13. mars 2011 F östudagsmorgunn. Allir aðrir í fasta- svefni, dæturnar í fríi í skólanum og konan þarf ekki að mæta í vinnu, en ég kominn á þann aldur að vakna, án nokkurrar hjálpar, fyrir allar aldir. Með stírurnar í augunum hökti ég niður í eldhús af gömlum vana, kveiki tíru og gjóa augum út um gluggann. Reyni það öllu heldur en gengur ekki sérlega vel af ýmsum ástæðum; í fyrsta lagi er ég nývaknaður, í öðru lagi ekki búinn að setja upp gleraugun, og til að bæta gráu ofan á svart er snjóskán á glugganum eftir ofankomu og blástur. Þegar ég finn gat á skáninni til að kíkja í gegnum geri ég mér ljóst að það er töluverð hríð, hann er á norðan og það sér varla út úr augum. Varla á milli augna, eins og góður maður sagði einhvern tíma. Við mælum með Bára Grímsdóttir, Chris Foster og sagnakonan Rósa Þorsteins- dóttir halda söngstund í Gerðu- bergi undir heitinu Syngjum og kveðum um atvinnu fólks fyrr og nú. Gestum gefst kostur á að eiga saman góða stund, syngja og hlýða á söngva um bændur, húsfreyjur, verkamenn og kon- ur, o.fl. Lögin eru blanda af ís- lenskum alþýðulögum og er- lendum þjóðlögum. Syngjum og kveðum 22 Þurfum viðspyrnu til vaxtar Jón Helgi Björnsson, formaður bæjarráðs Norðurþings, vill að orkan í Þingeyjarsýslum verði nýtt til að byggja upp atvinnu á svæðinu. 28 Unnið af kærleika Lovísa Christiansen, framkvæmdastjóri Meðferðarheimilisins í Krýsu- vík, hefur séð fjölda einstaklinga losna úr viðjum áfengis og fíkniefna. 30 Anna Borg og Charlotte Böving Styrmir Gunnarsson segir tengslin milli hins danska leikhúss og hins íslenska alltaf hafa verið sterk. 35 Bjartur og fallegur Kaffihús undir merkjum The Laundromat Café var opnað í vikunni í húsinu við Austurstræti 9. Friðrik Weisshappel rekur staðinn. 40 Blessuð tæknin Lífið er orðið mun auðveldara í dag með aukinni tækni. Stundum þvælast þessar nýjungar samt fyrir manni. Lesbók 44 Fjörugir andar Hús andanna, hin vinsæla skáldsaga Isabel Allende, hefur verið end- urútgefin í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. 45 Konur lesa bækur Orðanna hljóðan í umsjá Árna Matthíassonar. 47 Heimurinn í nýju ljósi Auður A. Ólafsdóttir á síðasta orðið. 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók RAX. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 38 Augnablikið Staðan er fullkomin; ég sit inni í hlýjunni, þarf ekki út og uppáhaldsheimilistækið mitt í seilingarfjarlægð. Það er fullhá- vært við notkun og ég velti því fyrir mér um stund hvort borgi sig að taka þá áhættu að ein- hver vakni við lætin. Gleymi þeim áhyggjum á mettíma, sæki lítinn bolla og kem fyrir neðan við tvær litlar pípur, ýti á takka og held fyrir eyrun (svo enginn vakni) á meðan vélin malar nokkrar baunir. Síðan bunar úr henni skammtur í lít- inn bolla. Það er unaðslegt þegar dásamlegur kaffiilmurinn fyllir vitin, hvað þá þegar froðan smýgur inn á milli varanna og sjóðheitt kaffið leikur við tung- una. Bara muna að lygna aftur augum og segja mmm. Og ekki gleyma að rýna út í sortann því þá bragðast fyrsti kaffibolli dagsins enn betur en ella. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ein unaðsstund Mmmmmmm... Fyrsti bolli dagsins. 12. mars Hörður Ás- kelsson, org- anisti og kantor Hall- grímskirkju flytur franska barokktónlist í hádeginu í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju. 13. mars Dúnmjúkur Jazz á Faktorý Bar öll sunnudags- kvöld. Sam- suða af jazzgúrúum tryggir mjúka lendingu eftir erilsamar helgar. 13. mars Ingó töframaður með magnaða töfrasýningu í Austurbæ en hann starfar sem atvinnu- töframaður. ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur Brauð með hangikjöti. 490,- SMURT BRAUÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.