SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Qupperneq 43
13. mars 2011 43 skálda úti í heimi. Í þeim birtast skoð- anir Thors og áhugamál, en líka skörp greining á listaverkum sem hann fjallar um.  Ég hafði tekið viðtöl við Thor og mynd- að hann við ýmis tækifæri; myndrænni maður var vandfundinn – eða mælskari. Ég kynntist honum þó fyrst að ráði fyrir níu árum, á íslenskri menningarhátíð í Bonn í Þýskalandi þar sem ég sýndi ljósmyndir af sögustöðum og hann var að lesa upp. Einn daginn var íslenskum hátíðargestum boðið í skoðunarferð um Rínarhéruð og mættum við bara tveir: það var eftirminnilegur dagur. Skáldið var í essinu sínu, sögurnar flæddu og ógleymanleg er hrifnæmin við fagra staði í umhverfinu, eða inni á heimili meistara Beethovens. Þá kynntist ég líka fyrst einlægum áhuganum sem Thor sýndi verkum annarra listamanna, þótt þeir væru mun yngri. Hann vildi sífellt vita meira og fræðast – það var aðdáunarvert að upp- lifa hjá manni á níræðisaldri. Þá deildum við áhuga á ferðalögum og upplifunum í slíkum reisum. Stundum hringdi síminn og á enda línunnar var Thor, kannski nýkominn frá Ítalíu og vildi að við kæmum hingað upp sýningu ítalsks ljósmyndara sem hann hafði kynnst, eða hann vildi segja mér frá því sem hann kynntist á Húsavík. Símtölin urðu stundum löng.  Á síðustu vikum virtist Thor vera alls staðar þar sem boðið var upp á fegurð og fagrar listir – á hverjum tónleikunum eftir aðra og á myndlistarsýningum. Ekki að hann hafi verið ánægður með allt: „Gervilist,“ fussaði hann yfir fram- lagi sumra listamannanna á Kjarvals- stöðum. Andi hans lyftist þó yfir verk- um Kristjáns Davíðssonar og Kjarvals. Á einum tónleikanna sagði Thor mér frá ferð sem hann fór til Parísar og var kátur; sagði ferðina hafa verið sér hvatningu til að ljúka bók sem hann vann að. „Þetta er svo fallegt og stórkostlega flutt,“ sagði hann svo með djúpri til- finningu um sönglög Schuberts sem við vorum að hlýða á. Hann lyfti síðan báð- um höndum í kveðju – á flugi til hinstu stundar, að njóta lífs og listar. ’ Thor reyndi sífellt á þanþol orða, stíls og hugsana, og ef lesandinn gekk inn í þann heim með opinn huga og móttækilegur fyrir töfrunum, var honum um- bunað ríkulega. Árið 1962 gengu þeir Svavar Guðnason og Thor saman í mótmælagöngu 1. maí. Thor skrifaði bók um Svavar og list hans. Aldnir höfðingjar og gamlir félagar úr módernísku glím- unni, Thor og Kristján Davíðsson listmálari. Morgunblaðið/Sverrir Hér var skáldið í essinu sínu, í stólnum sínum í stofunni heima, umkringdur listaverkum og naut þess að segja frá og spjalla. Morgunblaðið Rithöfundurinn á flugi í eldhúsinu heima hjá sér. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ljósmynd/Jim Smart

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.