SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Síða 35

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Síða 35
13. mars 2011 35 Þ að verður áreiðanlega meiri „ys og læti“ í Austurstræti eftir opnun La- undromat-kaffihússins, að minnsta kosti á daginn, því staðurinn verður opinn frá klukkan átta á morgnana á virkum dögum. Er það fagnaðarefni fyrir íbúa í ná- grenninu og hina fjölmörgu gesti miðborg- arinnar. Staðurinn er bjartur og skemmti- legur, gerður í sama stíl og dönsku Laundromat-kaffihúsin, sem hafa ekki aðeins vakið athygli fyrir góðan mat heldur líka þægilegt andrúmsloft og skemmtilega hönn- un. Rauði liturinn er einkennislitur staðarins eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Kjall- arinn hefur ennfremur verið lagður að mestu undir börnin en þar er búið að skapa ævin- týraheim fyrir gesti í minni kantinum. Mikið er lagt upp úr smáatriðum á staðnum og hugs- að fyrir öllu. Húmorinn er aldrei langt undan hjá Friðriki og félögum eins og endurspeglast í veggspjöldunum sem bjóða fólk velkomið. Staðurinn er bjartur og skemmtilega hannaður. Barstólarnir eru þægilegir, vel bólstraðir og hlífa afturendanum vel. Friðrik að dreifa kaffi um gólfið til að útrýma málningarlyktinni. Bjartur og fallegur Kaffihús undir merkjum The Laundromat Café var opn- að á föstudaginn í húsinu við Austurstræti 9. Fyrir rekur Friðrik Weisshappel tvö vinsæl kaffihús með sama nafni í Kaupmannahöfn. Staðurinn er bjartur og fallegur. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Ýmsar fígúrur úr bókaheiminum heilsa gestunum í kjallaranum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.