SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 45
13. mars 2011 45 É g er iðulega með 1-2 bækur á náttborðinu, en lestrarhraðinn ræðst nú mikið af þreytustiginu þegar ég loksins fer í rúmið. Ég var að klára bókina Born to Run eftir bandaríkjamanninn Chri- stopher McDougall, sem er flott bók fyrir hlaupagikki. Hann fjallar vítt um hlaup út frá kynnum ultramaraþon- hlaupara og Tarahumara in- diána í Mexíkó, sem þekktir eru fyrir ótrúlega lang- hlaupagetu. Bókin er þræl- skemmtileg aflestrar og stút- full af misgagnlegum fróðleik um líffræði hlaups og hlaupa- tækni. Það eru til dæmis ekki margir sem vita að til eru al- varlegar þróunarkenningar um að frummenn hafi veitt antil- ópur í Afríku í hundruð þús- unda ára með því að skokka þær til dauða! Nú er ég hinsvegar að lesa Morgunengil eftir Árna Þór- arinsson, sem byrjar ágætlega. Annars gengur það hægt því ýmsar greinar um vistvæni og kennslu í vistvænum arkitekt- úr eru að þvælast fyrir fag- urbókmenntunum. Bæði er ég að fara að kenna efnið upp í Listaháskóla, en það tengist líka vinnu minni í stýrihópi fyrir verkefnið Vistmennt og vinnu í tengslum við Vist- byggðaráð. Vistmennt snýst um að þýða og staðfæra kennsluefni í vistvænum byggingavenjum fyrir íslensk- ar aðstæður og Vistbyggðaráð er að vinna að skilgreiningu á vistvænum aðstæðum á Ís- landi. Þannig fæ ég voða mikið úr hverjum lestri, en þar sem þetta er að einhverju leyti netsurf, þá er þetta nú mis- gagnlegt. Á undan virðist ég hafa svo verið í þemanu myndlist og bókmenntir: Las nokkurn veginn í röð og bland bæk- urnar Player One eftir David Coupland, sem er starfandi conseptlistamaður og rithöf- undurinn sem lagði til hug- takið „Generation X“. Oft góður, en ekki sérstaklega í þessari. Svo las ég The Orien- talists sem er eiginlega myndabók um evrópska mál- ara sem ferðuðust um Aust- urlönd nær á 19.öld og máluðu það sem fyrir augu bar. Ég náði í hana á flottri sýningu um sama efni í Konunglega Listasafninu í Brussel í desem- ber. Loks var það skáldsagan Konur eftir Steinar Braga, sem fjallar á frekar andstyggilegan máta um konur og nútímalist (ég er nú ekki viss um að Jón Yngvi félagi minn kaupi þessa greiningu). Lesarinn Halldór Eiríksson, arkitekt Langhlaup og vistmennt Rithöfundurinn Steinar Bragi Guðmundsson. Morgunblaðið/Ómar Í tilefni af alþjóðadegi kvenna fyrir skemmstu var birt ýmisleg tölfræði um karla og konur. Þar á meðal var sú forvitnilega stað- reynd að konur eru 67% allra handhafa bókasafnsskírteina á Borgarbókasafninu sem er óhætt að túlka svo að þær lesi meira, eða að þær langar í það minnsta meira til að lesa en karlana. Það rennir og stoðum undir þá staðhæfingu bókaút- gefenda sem ég hef rætt við að konur lesi, en karlar síður. Fyrir stuttu rifjaði vefritið Sa- lon líka upp að í könnun sem gerð var við Queen Mary há- skólann í Lundúnum fyrir nokkrum árum kom fram að karlar lásu helst bækur eftir aðra karla (80% bóka sem karlar lásu voru eftir karla), en konur höfðu ekki eins þröngt sjónar- horn: þær voru jafn líklegar til að lesa bækur eftir konur og karla. Þetta rímar vel við það sem Dagný Kristjánsdóttir sagði hér í blaðinu fyrir viku: „Karlar lesa helst bækur eftir karla, en konur lesa bækur eftir bæði konur og karla. Það má því segja að allir lesi karlana en bara kon- urnar konur.“ Fyrir þessu geta vitanlega verið margar ástæður, til að mynda sú að konur skrifi lélegri eða leiðinlegri bækur en karlar, bækur eftir konur séu ekki markaðssettar á sama hátt og bækur karla, þær séu með Konur lesa bækur ’ Líklegasta skýr- ingin er þó sú gamla innræt- ing að allir alvöru listamenn séu karlar. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is kápur sem höfði síður til karla en kvenna og svo má lengi telja. Líklegasta skýringin er þó sú gamla innræting að allir alvöru listamenn séu karlar og því líti menn óvart framhjá konum, gleymi að hafa þær í huga og telji ósjálfrátt að þeirra bækur séu lakari en bækur karla. Hér er við hæfi að vitna frekar í orð Dagnýjar: „Ef þetta heldur áfram er langt í land með að konur sem eru rithöfundar nái þeirri áheyrn og þeirri virðingu sem þær hafa barist svo hart fyrir.“ LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar HLJÓÐHEIMAR 26.2. - 22.5. 2011 Salur 2 LAUGARDAG KL. 14 EVP / UPPTÖKUR ÚR LJÓSVAKANUM; Hljóðgjörningur eftir Hilmar Örn Hilmarsson. SKRUÐ - Innsetning eftir Sigurð Guðjónsson, stendur til 13. mars. VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011 Salur 1 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar ÞRYKKT, samsýning með sögulegu ívafi. 16 íslenskir grafíklistamenn. Byggðasafn Reykjanesbæjar: Völlurinn, sögusýning Bátasafn Gríms Karlssonar: 100 bátalíkön Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78 (11.2. - 29.5. 2011) HÚSGÖGN Í HÖRPU - samkeppnistillögur (14.1. - 13.3. 2011) Síðasta sýningarhelgi Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 KRAUM og kaffi Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ Tvær sýningaropnanir laugardaginn 12. mars kl. 15 Ásmundarsalur: Brynhildur Þorgeirsdóttir HUGARLUNDUR Gryfja: Jón Henrysson ÞOLGÆÐI Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Þjóðbúningadagur Sunnudaginn 13. mars kl. 14 Leiðsögn á ungversku Sunnudaginn 13. mars kl. 14 Kvon Ný sýning laugardaginn 12. mars Þjóð verður til - Ljósmyndari Mývetninga – Guðvelkomnir, góðir vinir! – Stoppað í fat – Útskornir kistlar Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 12. febrúar – 13. mars 2011 Síðasta sýningarhelgi Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Libia Castro og Ólafur Ólafsson Sunnudagur 13. mars kl. 14 Sýningarstjóraspjall Hanna Styrmisdóttir Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.