SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 18
18 13. mars 2011 ekki þessa ömurlegu ríkisstjórn,“ segir einn viðmælenda. Í grein Martins Wolfs, eins helsta sér- fræðings The Financial Times á sviði efnahagsmála, frá því 22. febrúar sl., kemur fram að kostnaður írska ríkisins af bankahruninu, sem hlutfall af lands- framleiðslu, árið 2008, er um 36%, en kostnaður íslenska ríkisins af banka- hruninu, sem hlutfall af landsfram- leiðslu, árið 2008, er miklu minni eða um 13%. (Sjá kort hér á síðunni.) Wolf bendir á í grein sinni, sem fjallar að mestu um skuldir Írlands, að írska ríkið hafi ábyrgst skuldir írskra banka í september 2008. En eins og kunnugt er, þá komu neyðarlögin í október 2008 hér á landi í veg fyrir að íslenska ríkið ábyrgðist skuldir íslensku bankanna. Fleiri lönd í vanda Sérfræðingar sem rætt hefur verið við telja það mjög áhugavert að sjá í þessu súluriti Financial Times, hversu gríð- arlegur munur er á kostnaði milli ríkja eins og Írlands og Íslands, allt eftir því hvernig ríkisstjórnir landanna hafa brugðist við bankakrísunum. Á það er líka bent að ekkert landanna sem dregin eru fram í súluritinu hafi dregið forsætis- ráðherra sinn fyrir dóm fyrir að hafa ekki brugðist „rétt“ við aðstæðum sem leiddu til viðkomandi bankakrísu. Hér eru menn vitanlega að skírskota til þess að meirihluti Alþingis ákvað á liðnu hausti að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fyrir landsdóm. Raunar taka menn svo djúpt í árinni, að segja að hvað varðar lönd eins og Ír- land, Grikkland og Portúgal sé bara verið að fresta hinu óumflýjanlega. Þau lönd muni óhjákvæmilega þurfa að ganga í gegnum einhverskonar þjóðargjaldþrot, þar sem alþjóðlegir lánardrottnar muni þurfa að afskrifa á einn eða annan hátt stóran hluta krafna sinna, en vandamál tengd bönkum koma lítið við sögu í skuldavanda Grikklands og Portúgals. Kenneth Rogoff, prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla, sagði nýverið í samtali við fréttaveituna Bloomberg að endur- skipulagning og afskriftir skulda gríska og írska ríkisins væru óumflýjanlegar. Hann telur einnig miklar líkur á því að Spánn og Portúgal muni ekki losna und- an núverandi skuldakreppu án afskrifta. Hann segir að það sé óumflýjanlegt að af- skrifa hluta ríkisskulda Grikklands, Ír- lands og Portúgals og það verði að gerast frekar fyrr en síðar. Rogoff hefur sagt að eigendur ríkisskuldabréfa verst stöddu evruríkjanna þurfi að taka á sig allt að 40% virðisrýrnun í tengslum við endur- skipulagningu skulda. Á það er bent að þetta hafi þurft að gera í Suður-Ameríku upp úr 1980, vegna þess að skuldsetning ríkissjóða hafi verið orðin óviðráðanleg. Því hafi verið gefin út skuldabréf, sem voru bökkuð upp af Bandaríkjastjórn, þar sem núvirði krafna hafi verið fært stórkostlega niður. Mismunandi leiðir séu færar í þessum efnum. Ein sé sú að skera ofan af höfuð- stóli lána; önnur að lækka nafnvexti; og sú þriðja að lengja í lánum. Um mitt ár í fyrra voru þegar komin merki um hvert stefnir í Grikklandi, en þá voru afföll af skammtímaskuldabréf- um á eftirmarkaði orðin meiri en afföll á langtímaskuldabréfum. Sérfræðingar töldu þetta vera merki um að innan skamms myndi gríska ríkisstjórnin ein- faldlega breyta öllum sínum skuldum í eitt stórt langtímaskuldabréf, með lágum vöxtum og löngum afborgunarferli og lækka þannig núvirði kostnaðar af hinum mikla skuldabagga. Það hefði það aftur í för með sér að þeir sem ættu skuldabréf til langs tíma væru að taka á sig minni skerðingu en þeir sem ættu skuldabréf til skamms tíma, því þeir sætu skyndilega uppi með skuldabréf til langs tíma, sem þeir hefðu aldrei ætlað sér. Burtséð frá bankakrísum eða hruni í hverju einstöku landi, velta hagfræðingar nú vöngum yfir því, hvað þessi staða þýði fyrir bankakerfi Evrópu, einkum fyrir þýsku bankana og Seðlabanka Evrópu (ECB), sem eru að fjármagna skuldir þeirra landa sem verst eru stödd, vegna þess að allir almennir skuldabréfaeigend- ur eru meira og minna búnir að selja skuldabréf á þau Evrópulönd sem mest eru skuldsett. Miðað við fyrrnefnt súlurit Martins Wolfs, þá eru Íslendingar á svipuðu róli og Hollendingar hvað varðar kostnað ríkisins af bankakrísu sem hlutfall af landsframleiðslu. Breska ríkið varð fyrir litlu minna tjóni og það hjálpar þeim einnig að þeirra skuldir eru meira og minna í breskum pundum og þeir geta þar af leiðandi stýrt þróuninni nokkuð sjálfir, á meðan skuldir Íslendinga eru að hluta í erlendum gjaldmiðlum, þar sem Íslendingar hafa engin áhrif á þróun gjaldmiðilsins. Írar aftur á móti eru í skrúfstykki evr- unnar og geta sig hvergi hreyft, eins og Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi og dálkahöfundur The New York Times, hefur bent á í skrifum sínum. Mikið enn í pípunum „Það er búið að þenja fjármunageirann í heiminum of mikið út og kreppan 2008 náði ekki að tappa af nema broti af þeirri Falleinkunn Gömlu viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir, aðaleigendur þeirra og stjórnendur fá allir falleinkunn hjá innlendum sem erlendum sérfræðingum sem rætt var við. Martin Wolf, helsti sérfræðingur hins virta breska dagblaðs, The Financial Times, í efnahagsmálum, segir að þeir hefðu aldrei átt að fá að komast upp með margt af því sem þeir gerðu. Þeir sem bera tjónið af falli bankanna hérá landi eru að langmestu leyti erlendir lánardrottnar bankanna. Það eru um sjö þús- und milljarðar sem þeir tapa. Það sem fellur á ríkissjóð hérna er því brot af því tjóni sem varð, snýr að endurfjármögnun banka, Seðla- bankans og ríkisábyrgð á Icesave ef sam- þykkt verður. Reyndar hafði bankabólan fyrir 2008 áður orðið til þess að auka skatttekjur íslenska ríkisins svo mikið að það náði að greiða niður sínar skuldir. Nú greiða erlendir aðilar fyrir tjónið sem varð af útrás viðskipta- lífsins og einnig stóran hluta umframeyðslu þjóðarinnar sjálfrar, sem nemur meira en þjóð- arframleiðslu eins árs. En Írar ábyrgðust mestallar skuldir írska bankakerf- isins og það eru því írskir skattborgarar sem sitja uppi með þann reikning þótt lánardrottnar írsku bankanna muni vænt- anlega taka á sig einhvern hluta tjónsins síð- ar meir. Okkar vandi nú er fyrst og fremst fólg- inn í löskuðu stofnanaumhverfi, skorti á lánstrausti erlendis og gjaldeyriskreppu.“ Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ Brot af tjóninu sem varð Gylfi Zoega Kostnaðurinn við íslenska bankahrun-ið var vitaskuld hrikalegur og sem hlutfall af landsframleiðslu margfalt meiri en kemur fram í þessu súluriti Martins Wolfs. En það sem bjargar okkur er að kostn- aðurinn lendir að uppistöðu til á kröfu- höfum bankanna, sem einungis að litlum hluta eru íslenskir, en að uppistöðu til erlendir. Við sleppum mjög vel, vegna þessa. Að hluta til er það neyðarlögunum frá því í október 2008 að þakka, en alls ekki að öllu leyti. Ís- lenska bankakerfið var að miklu leyti fjár- magnað í útlöndum, þannig að þegar það hrundi og átti ekki fyrir skuldum, þá hlaut mikið tjón að lenda á erlend- um aðilum. Neyðarlögin minnkuðu heild- artjónið en hækkuðu það hlutfall sem lenti á erlendum lánardrottnum, en jafn- vel án neyðarlaganna hefðu þeir tapað mestu.“ Gylfi Magnússon Gylfi Magnússon, dósent og fyrrverandi viðskiptaráðherra Við sleppum mjög vel

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.