SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 23
13. mars 2011 23 annað að sjá en Gjástykki væri einn af frambærilegustu kostunum, segir Jón Helgi. „Fjármálaráðherra sagði nýlega að beðið verði eftir niðurstöðum úr rammaáætlun um virkjunarkosti áður en farið verði í virkjanir í neðri Þjórsá. Hvers vegna á ekki það sama að gilda um Gjástykki sem hefur gilt skipulag sem gerir ráð fyrir orkuvinnslu á 2% af svæðinu? Sveitarstjórnir hafa takmark- aðan eða engan áhuga á friðlýsingu svæðisins enda vita þau sem er að markmiðið með því er að bregða fæti fyrir uppbyggingu iðnaðar á svæðinu. Hvað annað skýrir að þetta svæði sé ekki metið eftir niðurstöðu rammaáætl- unar?“ Ekki hent fyrir borð Eftir að viljayfirlýsing við Alcoa var ekki framlengd var gengið frá viljayfirlýsingu milli sveitarfélaganna Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Norðurþings og rík- isins. Stofnuð var svokölluð NAUST- nefnd sem hefur það hlutverk að finna kaupendur að orkunni í Þingeyj- arsýslum. Í henni eru fulltrúar sveitar- félaganna, Landsvirkjunar og ríkisins. „Við samþykktum að fara þessa leið eft- ir að iðnaðarráðherra hafði fullyrt við okkur að verkefnið með Alcoa ætti sömu möguleika og önnur verkefni í þessu ferli, þessum klára möguleika okkar til uppbyggingar yrði ekki hent fyrir borð.“ Sú nefnd átti samkvæmt viljayfirlýs- ingunni að skila áfangaskýrslu í maí á síðasta ári og svo átti að hefja samn- ingaviðræður við þá aðila sem metnir voru fýsilegastir. Niðurstaðan kom í skýrslu í vor, þar sem verkefnið með Alcoa og bygging álvers á vegum kín- versks fyrirtækis voru metnir bestu kostirnir. „Málið var hinsvegar það að seinni hluti verkefnisins, það er að semja við þessa aðila, varð að engu. Við vitum ekki hvort rætt hafi verið við þessa aðila af alvoru og höfum reyndar efasemdir um að svo sé. Í stað þess var settur á stað spuni um að Alcoa hefði í raun ekki áhuga á verkefninu, það væru bara starfsmenn Alcoa á Íslandi sem hefðu áhuga. Ég vona að heimsókn æðstu stjórnenda Alcoa í febrúar hafi fært stjórnvöldum heim sanninn um að áhugi fyrirtækisins á verkefninu er raunverulegur.“ Jón Helgi gengst við því að vera álverssinni „sem er auðvitað hræðilegt hlutskipti, eða þannig. Sérstaklega fyrir mig, líffræðinginn, sem hef nú frekar lítið þol fyrir lúpínu og sígrænum trjám.“ Hann segir menn í Norðurþingi óspart hvatta til að huga að öðrum möguleikum í atvinnuuppbyggingu en vandamálið sé að á þeim fimm árum, sem hann hefur komið að þessu verk- efni, hafi hann ekki rekist á neitt verk- efni sem jafnist á við byggingu álvers á vegum Alcoa. Ekkert annað verkefni virðist skapa jafn mörg störf eða vera jafn umhverfisvænt eða hafa sama fjár- hagslega styrk. „Við höfum enga fordóma fyrir öðr- um möguleikum, finnst að mörgu leyti tilhugsunin um fleiri en eitt fyrirtæki bara spennandi. Við höfum skoðað alla kosti með jákvæðum hug. En verkefnið þarf þó að vera af þeirri stærð að það geti staðið undir nauðsynlegri uppbygg- ingu á innviðum svo sem línulögnum. Þar erum við að tala um orkukaupanda eða kaupendur sem þurfa um 250 megavött af orku og möguleika á að skapa 500-700 störf.“ Orkan skapi störf Jón Helgi heldur reyndar að þær breyt- ingar sem Landsvirkjun hefur viljað gera á samningum, í þá veru að kaup- andinn og Landsvirkjun skipti með sér áhættu af því hvort næg orka næst, séu skynsamlegar og hægt sé að semja um þær. „Ég vek reyndar athygli á því að nú er ekki lengur hægt að flytja orku inn á svæðið tímabundið eins og rætt var um í upphafi. Við erum auðvitað sammála því að sem hæst verð fáist fyr- ir orkuna en leggjum meiri áherslu á það að orkan skapi störf og umsvif í okkar samfélagi þannig að samfélag í Þingeyjarsýslum fái viðspyrnu til vaxtar og endurreisnar.“ Jón Helgi telur líklegt að mun meira orkumagn sé á háhitasvæðum í Þingeyj- arsýslum heldur en 400 megavött og bendir á, að búið er að klára umhverf- isferla eða umhverfismöt fyrir um 525 megawöttum af orku í Þingeyjarsýslum. „Vitaskuld er runnið upp fyrir okkur að samið hafi verið um það að álver á Bakka yrði ekki byggt þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Það er hundfúlt að hlaupa alltaf á vegg þegar þetta verkefni kemur upp. Heiðarlegra hefði verið að segja okkur það í upphafi. Flest gerum við ráð fyrir að þurfa að sitja af okkur núverandi ríkisstjórn áður en nokkuð gerist í framkvæmdum í Þing- eyjarsýslum.“ En mótlætið herðir menn bara, að sögn Jóns Helga, í þeirri ætlan að orkan í Þingeyjarsýslum verði nýtt til að byggja upp atvinnu þar og breyta ára- tuga hnignun í vöxt. „Tvö ár eru ekki svo langur tími í þingeyskri sögu. Eitt er þó klárt, reyni menn að nýta orkuna án þess að þessir hagsmunir okkar séu tryggðir, þá munu menn upplifa nýja Laxárdeilu. Þar sem hefðbundnum bar- áttuaðferðum Þingeyinga verður beitt af fullri hörku!“ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi horfir eins og fleiri til Þeistareykja varðandi atvinnuuppbyggingu. Morgunblaðið/RAX ’ Það er hámark hræsninnar í ljósi þess að það er hinu sameiginlega mati að kenna að upplýsingarnar um orkumagn eru ekki nægilega góðar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.