SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 8
8 13. mars 2011 Bradley Manning er 23 ára gam- all bandarískur hermaður. Hann var tekinn höndum í Írak síðast- liðið sumar grunaður um að hafa lekið upplýsingum til uppljóstr- unarvefjarins WikiLeaks og í kjölfarið fluttur til fangavistar í Quantico. Ákæran á hendur Manning er í mörgum liðum en honum er gefið að sök að hafa lekið leynilegum upplýsingum, myndböndum og herskrám frá Írak og Afganistan sem hann hafði aðgang að. Verði hann fundinn sekur um að „að- stoða óvininn“ gæti hann átt dauðarefsingu yfir höfði sér. Sameinuðu þjóðirnar grennsl- ast nú fyrir um það hvort Mann- ing sæti pyntingum í Quantico og ætti bréf hans nú að varpa skýrara ljósi á aðbúnað her- mannsins. Gæti hlotið dauðarefsingu Julian Assange hjá WikiLeaks. Reuters H ún er ófögur myndin sem Bradley Manning, hermaðurinn sem grunaður er um að hafa lekið ríkisleyndarmálum til WikiLeaks, dregur upp af fangavist sinni í Quantico-herfangelsinu í Virginíu. Hann hefur nú, fyrir milligöngu lögmanns síns, tjáð sig í fyrsta skipti um aðbúnaðinn en mannúðarsamtökin Amnesty International hafa þegar mótmælt með- ferðinni á Manning formlega við bandarísk yfirvöld. Áður höfðu lögmaður hans og vinur vakið athygli á málinu. Í bréfi sem lögmaður hans gerði opinbert í vik- unni lýsir Manning aðbúnaði og meðferðinni sem hann hefur sætt í grjótinu. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið undir sérstöku eftirliti síðan í janúar fyrir þær sakir að fangaverðir óttast að hann kunni að svipta sig lífi. Í því felst að Manning er haldið í klefa sínum í 23 klukkutíma á sólarhring og litið til með honum á fimm mínútna fresti, líka að næturlagi, gerist þess þörf. „Mér var skipað að fara úr öllum fötunum, nema nærklæðunum. Gleraugun voru meira að segja tekin af mér og ég neyddur til að hírast án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut,“ segir Manning í bréfi sínu þegar hann lýsir aðbúnaði sínum. Hann hafnar þeirri skýringu fangavarða að hann sé í sjálfsvígshugleiðingum. Þvert á móti sæti hann þessari meðferð vegna þess að stuðningsmenn hans mótmæltu kröftuglega fyrir utan Quantico daginn áður en efnt var til hennar. Manning segir fanga- verðina vera sér erfiður ljár í þúfu, þeir ausi yfir hann svívirðingum, hæðist að honum og gefi hon- um misvísandi fyrirmæli. Þegar hann var upplýstur um sjálfsvígsvaktina kveðst Manning hafa komist í mikið uppnám. „Í ergelsi mínu greip ég um hárið og hrópaði: Hvers vegna gerið þið mér þetta? Hvers vegna er verið að refsa mér? Ég hef ekkert brotið af mér?“ Stara á hann kviknakinn Manning lýsir einnig niðurlægingunni sem felst í því að vera berháttaður frammi fyrir hópi fanga- varða en við það hefur hann búið mestallan tímann frá því hann kom í fangelsið í júlí í fyrra. „Mér var skipað að standa kviknakinn í klefanum mínum meðan fangelsisstjórinn og aðrir verðir gengu hjá. Þetta tók um það bil þrjár mínútur. Fangelsisstjór- inn nam staðar og virti mig fyrir sér áður en hann hélt áfram í næsta klefa. Ég dauðskammaðist mín að standa þarna meðan allir þessir menn störðu á mig nakinn.“ Lögmaður Mannings hefur ritað yfirstjórn Banda- ríkjahers bréf, þar sem hann kvartar undan með- ferðinni sem skjólstæðingur hans sætir. Þar er meðal annars að finna ágrip af upplýsingum úr Quantico, þar sem fram kemur að Manning hafi sýnt mönnum virðingu og kurteisi í hvívetna með- an á fangavistinni hefur staðið. Þá kemur fram að sálfræðingar, sem metið hafa Manning, eru þeirrar skoðunar að hann sé ekki í sjálfsvígshugleiðingum og eigi ekki að sæta sérstöku eftirliti í fangelsinu. Bradley Manning segir farir sínar ekki sléttar í fangelsinu. Hírist gleraugna- laus á nærklæðum Bradley Manning tjáir sig sjálfur um aðbúnaðinn í Quantico Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 7 7 3

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.