SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Page 14

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Page 14
M ikill viðbúnaður var í Japan í gær eftir jarðskjálftann, sem varð í gær. Jarðskjálftinn hleypti af stað tíu metra hárri flóðbylgju, sem sópaði með sér bílum, bátum, skipum og mannvirkjum. Seint í gær var vitað að hátt í fjögur hundruð manns hefðu látið lífið, en óttast er að rúmlega þúsund hafi farist. Jarðskjálftinn var 8,9 stig á Richter-kvarða og mun vera sá sjöundi stærsti í sögunni. Fréttir bárust af því að 200 til 300 lík hefðu fundist í fjörunni í bænum Sendai. Farþegalestar var að sögn lögreglu saknað í Miyagi-héraði og flóðalda sópaði burt skipi með 100 manns um borð. Skemmdir voru miklar á húsum. Samgöngur lömuðust í Tókýó og milljónir borgarbúa voru strandaglópar á vinnustöðum sínum og komust ekki heim vegna þess að neðanjarðarlestakerfi Hamfarir í Japan Mikið manntjón varð í jarðskjálftanum, sem varð undan ströndum Japans í gær og hleypti af stað gríðarlegri flóð- bylgju. Skjálftinn var 8,9 á Richter og er sá mesti, sem mælst hefur í Japan í 140 ár. Karl Blöndal kbl@mbl.is Gríðarleg iða mynd- aðist við Oaraiborg í Ibaraki-héraði í Norðaustur-Japan. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, horfir upp á nefndarfundi í efri deild japanska þingsins í skjálftanum í gær. Gasgeymar í Chiba-héraði skammt frá Tókýó voru í ljósum logum eftir jarðskjálftann í gær og eldsúlan teygði sig hátt til himins. Fólk leitaði skjóls þegar loftið í bókabúð hrundi í borginni Sendai á norðausturströnd Hokkaido í skjálftanum í gær. Fólk horfir yfir eyðilegginguna af völdum flóðbylgjunnar eftir jarðskjálftann í gær í hafnarborginni Kessen- uma í Miyagi-héraði. Mikið uppbyggingarstarf fer nú í hönd í Japan. Vonleysið skín af andlitunum. 14 13. mars 2011

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.