SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 12
12 13. mars 2011 Miðvikudagur Oddný Sturludóttir Hún var spennt ind- jánastúlkan sem hljóp inn á Sólskins- deild í morgun. Í al- veg eins búningi og besta vinkon- an. „Og svo sláum við poppið úr tunnunni, mamma“. Fimmtudagur Marta María Jón- asdóttir er með harð- sperrur í mjöðm- unum eftir Bollywood-dansana. Takk Yesmine Olsson! Föstudagur Andrés Jónsson At- hyglisvert viðtal við Alistair Darling. Hann er mjög trúverðugur í því sem hann segir. Viðtalið staðfestir það sem við vit- um nú þegar að íslenskir stjórn- mála- og embættismenn voru of tengdir bönkunum og viðskiptalíf- inu til að geta verið þeim eðlilegt aðhald. Svo tengdir raunar að þeir fóru í hinar öfgarnar og gerðust umboðsmenn þeirra og afsak- endur. Fésbók vikunnar flett É g hef ekkert á móti því að fá mér vínglas með góðri steik, bjór að loknu góðu umræðu- kvöldi eða smá staup af sterku áfengi til að skola niður grillmatnum. En ég er á móti því að vín, bjór og hvað þá sterkari drykkir séu hafðir við hönd allt að því daglega. Hér þurfum við sem samfélag að temja okkur hófsemd. Um- ræðuna um áfengissölu í matvörubúðum þarf að taka í því ljósi. Ég gladdist þegar verslunareigendum var gert að fela tóbakið. Ástæða gleði minnar var sú að ég var sannfærður um að þegar fólk á öllum aldri hefði tóbakið fyrir augum í hvert sinn sem það kæmi inn í dagvöruverslun, væru tóbaks- heildsalar að fá allt of gott tækifæri til að auglýsa heilsuspillandi vöru sína. Að sama skapi tel ég það ekki upp- byggilegt fyrir samfélagið að hillur fullar af áfengum drykkjum blasi við hverjum þeim sem gengur inn í verslun til að kaupa sér laugardagsnammið eða gera heimilisinnkaupin. Því er ég á móti því að sala á sterku áfengi, víni eða bjór sé almenn í matvörubúðum. Vissulega er hinn fullorðni ein- staklingur fullfær um að standast freist- ingar, taka sjálfur ákvörðun um hvort og hvenær hann kaupir bjór, vín eða áfengi. En ég minni á samfélagslega ábyrgð okk- ar í garð þeirra sem eru ekki eins vilja- sterkir. Takmarkað aðgengi getur reynst þeim hjálplegt. Við megum þó ekki falla í þá gryfju að halda að drykkju(ó)siðir Íslendinga standi og falli með því hvort við setjum strangari eða rýmri reglur um sölu áfengra drykkja. En mikilvægt er að átta sig á því að aukið aðgengi að áfengum drykkjum, sérstaklega í verslunum sem hafa opið á kvöldin og um nætur, leiðir til meiri sölu á áfengi. Það eru fyrirmyndirnar sem ákveða hvað við drekkum og hvernig við drekk- um. Það eru sögurnar sem við segjum (eða segjum ekki), vínskápurinn sem við eigum (eða eigum ekki) og viðhorfin sem við höfum (eða höfum ekki) sem skipta máli. Opinská og heiðarleg umræða um áhrif áfengis á líkama og sál, fjölskyldulíf og samfélag fólks, er mun líklegri til þess að hafa áhrif á ákvarðanir einstaklinga varðandi áfengisnotkun þeirra heldur en nokkur boð eða bönn. MÓTI Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerár- kirkju á Akureyri Þ að mætti alveg eins snúa spurningunni á haus og spyrja: Hvers vegna má ekki selja áfengi í matvörubúðum? – líkt og gert er í flestum nágrannaríkjum Ís- lands. Þetta er í sjálfu sér ekkert þjóðþrifa- mál – margt mun mikilvægara – en hvað gerir Ísland svona ólíkt öðrum, að selja þarf þessa leyfilegu vöru í fáum sér- verslunum, jafnvel á vegum ríkisins? Ég hef búið í fjórum heimsálfum, í nokkrum Evrópulöndum og ferðast til þeirra allra. Af áralangri reynslu fæ ég ekki séð að ástandið í áfengismálum sé neitt verra í þeim löndum, sem heimila áfengissölu í matvörubúðum en í þeim örfáu löndum sem leyfa það ekki. Þvert á móti má sjá dæmi þess að í hinum nor- rænu bannríkjum sé umgengni og með- ferð áfengis að mörgu leyti verri en í þeim löndum sem líta á áfengi sem hluta af annarri matvöru. Eins og vínspekúlant Sunnudags- moggans gerði ágæt skil um síðustu helgi er vín einmitt sjálfsagður hluti af matarmenningu flestra nágrannaþjóða okkar. Ekki aðeins til að dreypa á með matnum heldur líka við sjálfa matar- gerðina. Af hverju er ekki hægt að kaupa rauðvín í sömu búð og selur steikina? Af hverju má sælkerabúð ekki selja viðeig- andi vín með ostabakkanum? Lausnin er þó ekki fólgin í því að ÁTVR hefji sölu á nautalundum eða mygluostum. Alltof margt er bannað vegna þess að það hefur alltaf verið bannað. Þannig var um áratugaskeið bannað á Íslandi – hvergi annars staðar – að selja vægustu tegund áfengis sem í boði er. Í dag má gera grín að bjórbanninu, en það var svo lengi við lýði vegna þess að enginn lagði í að breyta því. Þegar því var svo aflétt vantaði ekki heimsendaspárnar, en í dag getum við gert góðlátlegt grín að þeim líka, enda rættust þær (auðvitað) ekki. Og kannski gera sumir grín að um- ræðu um að leyfa áfengissölu í mat- vöruverslunum, enda margt mikilvæg- ara. Þó er þetta „litla“ atriði aðeins ein birtingarmynd þess að ríkisvaldið vill gjarnan ákveða fyrir borgarana hvað er þeim fyrir bestu. Ég hef meiri trú á Ís- lendingum en svo; treysti þeim sjálfum – rétt eins og öðrum þjóðum – til að höndla áfengissölu í matvörubúðum. MEÐ Þorfinnur Ómarsson blaðamaður, bú- settur í Brussel Ætti að leyfa áfengis- sölu í matvörubúðum? ’ Í dag má gera grín að bjór- banninu, en það var svo lengi við lýði vegna þess að enginn lagði í að breyta því Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sagði í vikunni að hverfisverslun í höfuðborginni myndi eflast ef kaupmaðurinn á horninu fengi að selja áfengi ’ Það eru fyr- irmyndirnar sem ákveða hvað við drekkum og hvernig við drekkum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.