SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 36
Þ átttökumet er á MP Reykja- víkurskákmótinu sem hófst í vikunni og lýkur 16. mars, en um 170 skákmenn taka þátt og þar af 30 stórmeistarar. Mótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og er minningarmót um skákmeistarann Inga R. Jóhannsson, en auk þess Norð- urlandamót í opnum flokki og kvenna- flokki. Keppendur eru frá um 30 löndum sem einnig er met. Margir sterkir skákmenn taka þátt og er þeirra stiga- hæstur enski stórmeistarinn Luke McShane með 2683 skákstig. Ungstirn- in setja svip sinn á mótið og má þar sérstaklega nefna tvo 14 ára stráka sem eiga án efa eftir að láta ljós sitt skína. Yngsti stórmeistari heims, Ilya Nyzn- hik frá Úkranínu, tekur þátt og það gerir einnig Kiprian Berbatov, bróð- ursonur Dimitars hjá Manchester Unit- ed, sem hefur unnið sér sæti í ólymp- íuliði Búlgara. Í ár er slegið aldursmet því Vignir Vatnar Stefánsson er yngsti skákmað- urinn í sögu Reykjavíkurmótanna að- eins 8 ára. Nansý Davíðsdóttir, sem einnig er átta ára, er sú næstyngsta sem hefur tekið þátt og er að sjálfsögðu yngsta stúlkan. Hér er rætt við nokkra af þeim keppendum, sem augun munu beinast að á mótinu. Hliðhollar lukkudísir Sterkastur íslenskra stórmeistara er Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur náð þeim merkilega árangri að vera á meðal sigurvegara á þremur síðustu Reykjavíkurskákmótum, þrátt fyrir að í öll skiptin væru stigahærri stórmeist- arar á meðal keppenda, jafnvel í allra fremstu röð í heiminum. „Líklega spilar heimavöllurinn inn í og líka þjóðarstoltið, en ég á erfitt með að gefa einhliða skýringu á því, hvers vegna mér hefur tekist þetta,“ segir hann. „Lukkudísirnar hafa verið mér hliðhollar en það þarf líka að fylgjast með til að vera sigurvegari í svo fjöl- sóttu móti sem Reykjavíkurskákmótið er.“ Hannes býr í Prag og segir auðveld- ara að stunda skáklistina erlendis, því einfaldara sé að ferðast á milli móta. Og hann hefur teflt nokkuð á þessu ári. „Ég tók þátt í tveimur sterkum skák- mótum í janúar á Indlandi og gekk ágætlega á fyrra mótinu, en ekki eins vel á því seinna. Það getur reynt á að tefla við ólíkar aðstæður, þar sem loftslag og menning er frábrugðið því sem maður á að venjast, en að sama skapi getur líka verið gaman að takast á við það. Ég tel mig vera í góðu skák- formi, en það er erfitt að geta sagt fyrir um það með nokkurri vissu fyrr en á hólminn er komið. Oft ráða úrslitum augnabliksmistök, sem skilja á milli feigs og ófeigs.“ Er í góðu skapi Lenka Ptacnikova er sterkasta skák- kona Íslands á mótinu og raunar sterk- ust á Norðurlöndum, en Reykjavík- urskákmótið er jafnframt Norðurlandamótið í skák á þessu ári. „Hjá mér tekur alltaf svolítið langan tíma að komast í gang, svo það var ágætt fyrir mig að hita upp í deilda- keppninni um í síðustu helgi,“ segir hún. „Núna er ég í góðu skapi og hlakka til að taka þátt! Auðvitað væri ágætt að vinna Norðurlandamót kvenna einu sinni enn og ná kvennaverðlaunum í mótinu. Að berjast fyrir þeim titli á svona risastóru og sterku móti er miklu erfiðara en í litlum sérflokkum eins og á síðustu árum. Maður fær varla að tefla beint við aðrar sterkustu skákkonur Norðurlanda og úrslitin fara mikið eftir því hvernig gengur í síðustu umferðunum. En hins vegar er miklu skemmtilegra að taka þátt í svona stóru móti og fá tækifæri til að etja kappi við miklu sterkari skákmenn.“ Hinn norski stórmeistarinn Á meðal erlendra keppenda er norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer, sem er um tvítugt. Hann hefur þó ekki vakið eins mikla athygli og annar norskur stórmeistari, Magnus Carlsen, sem er Íslendingum að góðu kunnur og einn fremsti skákmeistari í heiminum. Þeir hafa aldrei unnið saman að skák- iðkun sinni, en gengu þó í sama menntaskóla í þrjú ár, sem komið var á fót fyrir fremstu íþróttamenn Noregs, en þar sá Simen Agdestein um skák- kennslu. „Það er erfitt að svara því, af hverju Norðmenn eiga allt í einu tvo skák- menn í fremstu röð,“ segir Hammer. „Magnus er einstakt tilfelli og Norð- menn sem skákþjóð eru mjög lánsamir að njóta krafta hans. Hvað mig varðar, þá hef ég gaman af að tefla og hef alltaf viljað ná betri árangri. Auk þess er það mikil hvatning að fylgjast með Magnusi skáka heimsins bestu skákmönnum og undravert hversu lítið hann hefur fyrir því. Vonandi munu margir fleiri hæfi- leikamenn frá Noregi blómstra í náinni framtíð!“ Þetta er í fimmta skipti sem Hammer teflir hér á landi og segist hann ein- faldlega njóta þess að taka þátt í sterk- um skákmótum. „Og það vill bara svo til að það er mikið um þau á Íslandi!“ Og það veltur á því hvernig hann er upplagður, hvort hann notar tímann á ferðalögum til að kynnast landi og þjóð. „Venjulega hef ég ýmislegt í bí- gerð í þeim efnum, en það dettur upp fyrir vegna þess að skákin er framar í forgangsröðinni. En við spilum knatt- spyrnuleik á sunnudag, Ísland gegn umheiminum, og ég hlakka til þess!“ Hætti í fjármálageiranum Einna sigurstranglegastur á mótinu hlýtur að teljast stórmeistarinn Luke McShane, sem nýverið náði frábærum árangri á skákmóti í London, hafnaði í öðru til þriðja sæti ásamt heimsmeist- aranum Anand eftir að hafa unnið sig- urvegara mótsins, Magnus Carlsen. Ekki er langt síðan McShane hætti skákiðkun og ætlaði að hasla sér völl í fjármálageiranum, nánar tiltekið hjá Goldman Sachs. En hvað olli því að Augnablik skilur á milli feigs og ófeigs Hátíð skákáhugamanna er gengin í garð. Met- þátttaka er í Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í vikunni og kennir þar ýmissa grasa. Nokkrir forvitnilegir skákmenn voru teknir tali. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Reykjavíkurskákmótið 2011 stendur nú sem hæst. Íþróttin krefst gríðarlegrar einbeitingar eins og glöggt sést á þessari mynd. Morgunblaðið/Ómar 36 13. mars 2011

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.