SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 44
44 13. mars 2011 Belinda Bauer – Darkside bbbnn Belinda Bauer vakti talsverða athygli í Bretlandi fyrir skáldsöguna Blacklands sem segir frá ung- um dreng er skrifast á við fjöldamorðingja. Í Darkside er hún á svipuðum slóðum land- fræðilega og meira að segja bregður fyrir í sög- unni annarri söguhetju Blacklands. Atburða- rásin er þó talsvert önnur, nú segir Bauer frá ungum lögreglumanni sem sinnir fárveikri eig- inkonu sinni. Þau búa í þorpi þar sem hann er eini lögreglumað- urinn og þegar farlama kona er myrt verður að kalla til teymi úr nærliggjandi borg. Fljótlega kemur í ljós að morðinginn hefur fleiri illvirki í hyggju og líkin hrannast upp. Þokkalega skrifaður krimmi, en heldur þótti mér loftið fara úr honum í lokin. Kate Atkinson – Started Early, Took My Dog bbbbm Sumar glæpasögur eru svo vel skrifaðar að þær hætta nánast að vera krimmar og verða bara fínar bókmenntir. Svo er því til að mynda hátt- að með bækur Kate Atkinson um lögreglu- manninn fyrrverandi Jackson Brodie, en Star- ted Early, Took My Dog er nýjust þeirra. Brodie er töffari með sál, hörkutól með samvisku sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Hann er þó ekki einn á ferð, því stór hluti af bókinni segir frá fyrrverandi lögreglukonu sem komin er af léttasta skeiði og gerir innkaup sem snúa lífi hennar á hvolf og eins af leikkonu sem er heldur en ekki tekin að kalka. Leiðir þeirra liggja saman á ýmsa vegu og flækjan í bókinni ýmist raknar upp eða flækist enn frekar aftur og aftur. Brandon Sanderson – The Way of Kings bbbbn Það þótti mörgum mikill heiður fyrir Brandon Sanderson að hann skyldi valinn til að ljúka við metsölubókaröðina endalausu um Rand al’Thor og félaga hans (The Wheel of Time). Fram að því hafði Sanderson sent frá sér prýðilegar vís- indaskáldsögur og ævintýrabækur og afleitar unglingasögur, en besta bók hans til þessa er The Way of Kings sem kom út síðastliðið haust. Þetta er mikil bók að vöxtum, rúmar 1.000 síður, og segir líka mikla sögu með átta ólíkum aðalpersónum og óteljandi auka- persónum. Framan af bókinni er eins og maður sé að lesa nokkrar mismunandi skáldsögur, sem gerast reyndar allar í sama æv- intýraheiminum, en síðan renna þær saman í eina volduga sögu sem er þó aðeins upphaf að sagnabálki sem spanna mun tíu bækur hið minnsta. Erlendar bækur Eymundsson 1. This Body of Death – Eliza- beth George 2. Private – James Patterson 3. Bad Boy – Peter Robinson 4. Ice Cold – Tess Gerritsen 5. The Whisperers – John Con- nolly 6. The Man From Beijing – Henning Mankell 7. Savour the Moment – Nora Roberts 8. The Library of Gold – Gayle Lynds 9. Altar of Eden – James Roll- ins 10. The Burning Wire New York Times 1. Treachery in Death – J.D. Robb 2. Pale Demon – Kim Harrison 3. Gideon’s Sword – Douglas Preston & Lincoln Child 4. A Discovery of Witches – Deborah Harkness 5. 1Tick Tock – James Patter- son & Michael Ledwidge 6. The Girl Who Kicked the Hornet’s Nest – Stieg Lars- son 7. The Union Quilters – Jenni- fer Chiaverini 8. The Help – Kathryn Stockett 9. The Paris Wife – Paula McLain 10. Night Vision – Randy Wayne White Waterstone’s 1. The Classic FM Hall of Fame – Darren Henley, Sam Jackson, Tim Lihoreau 2. Midnight – L.J. Smith 3. Land of Painted Caves – Jean M. Auel 4. Started Early, Took My Dog – Kate Atkinson 5. The Brightest Star in the Sky – Marian Keyes 6. Never Let Me Go – Kazuo Is- higuro 7. The Twilight Saga – Steph- enie Meyer 8. The Wise Man’s Fear – Pat- rick Rothfuss 9. Room – Emma Donoghue 10. The Botty Rules – Nigel Bot- terill Bóksölulisti Lesbókbækur Þ ekktasta bók Isabel Allende, Hús and- anna, kom út árið 1982, vann til verð- launa og var þýdd á fjölda tungumála. Rómuð íslensk þýðing Thors Vil- hjálmssonar á bókinni kom út árið 1987 en það sama ár mætti Allende á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hús andanna varð vinsæl hér á landi eins og svo víða annars staðar og nú hefur verkið verið endurútgefið í kilju í hinum nauðsynlega bóka- flokki „Erlend klassík“ sem Forlagið gefur út. Það er vel til fundið að endurútgefa Hús and- anna því hér er á ferð áhugaverð og heillandi fjölskyldusaga sem um leið endurspeglar gríð- arleg þjóðfélagsátök. Það verður að segjast eins og er að ekki hafa allar bækur Allende elst jafn vel. Þær eru reynd- ar yfirleitt fremur læsilegar en á köflum form- úlukenndar og skortir dýpt. Allende hefur feng- ið harða gagnrýni, þar á meðal frá landa sínum, hinum látna rithöfundi Roberto Bolano og gagnrýnandanum Harold Bloom, sem lýstu því yfir að hún væri lélegur rithöfundur. Fjölmargir eru á öðru máli. Það er ekki nema sanngjarnt að dæma höf- unda eftir því sem þeir gera best – og þá er Al- lende í ágætum málum. Hús andanna stendur enn alveg fyrir sínu og þeir sem ekki hafa lesið bókina eiga góða lestrarupplifun fyrir höndum. Bókin er fyrsta skáldsaga Allende svo kannski má segja að hún hafi byrjað á toppnum. Það er þó ekki rétt að halda því fram að hún hafi ekki skrifað áhugaverðar bækur síðan. Bók hennar Paula, þar sem hún skrifaði um veikindi og dauða dóttur sinnar, er sennilega áhrifamesta verk hennar, skrifað af gríðarlega mikilli til- finningu og ástríðu. Allende tileinkar Hús andanna móður sinni og ömmu og þeim konum sem koma við sögu í bókinni. Styrkur bókarinnar liggur ekki síst í sterkum og litríkum kvenlýsingum. Konurnar í bókinni eru engar lufsur heldur viljasterkar, sérvitrar og hver um sig einstök á sinn hátt. Líf þeirra er barátta og þær sigra sannarlega ekki alltaf en þær berjast af mikilli þrautseigju fyrir tilveru sinni. Í öllum þessum kvennafansi er svo erfiður og nær óþolandi karlmaður, Esteban Trueba, sem segir hluta af þeirri miklu sögu sem rakin er í verkinu. Það er enginn leikur að hafa ógeðfellda persónu sem sögumann í skáldverki en Allende tekst það fremur vel, en fyrirmynd persónunnar mun vera afi hennar. Hið yfirskilvitlega kemur mjög við sögu. Andar eru á stöðugt á sveimi og minna á fortíð- ina og þeir sem lifandi eru ræða gjarnan við þá. Hið sýnilega er einungis einn hluti raunveru- leikans, hið yfirskilvitlega er þar annar mikil- vægur þáttur. Allende minnir sífellt á, ekki bara í þessu verki sínu heldur einnig öðrum, að það eru til ýmsar víddir í tilverunni. Ástin er ætíð fyrirferðarmikil í verkum Al- lende og Hús andanna er löðrandi í ástríðum. Mikill og vaxandi þungi færist síðan í verkið þegar á líður og verið er að lýsa valdaráninu í Síle, en forseti landsins, Salvador Allende, var frændi Isabel Allende. Hús andanna stendur vel undir því að flokkast sem erlend klassík. Þetta er við- burðarík saga sem fáum ætti að leiðast, hvað sem líður umsögnum Bolanos og Blooms. Isabel Allende og Thor Vilhjálmsson - Höfundur og þýðandi á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristján G. Fjörugir andar snúa aftur Hús andanna, hin vinsæla skáldsaga Isabel Allende, hefur verið endurútgefin í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.