SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 17
Þá er bent á að með veiku reglugerðarverki hér á landi (ólíkt systurstofnunum í t.d. Bretlandi og Danmörku) hafi FME ekki getað gert kröfur um hærra eiginfjárhlutfall eða lausafjárhlutfall íslenskra banka en lágmark CAD-reglna gerði ráð fyrir. Þar við bætist svo það sem menn hafa kallað gá- leysi í viðskiptum sem bæði sneri að yfirstjórn Landsbankans og eftirlitsaðilum og þeir spyrja af hverju Landsbankanum leyfðist að safna milljörðum á milljarða ofan í innlán utanlands án þess að setja þau viðskipti í dótturfélög í viðkomandi löndum um leið og þau náðu einhverri stærð, líkt og Kaupþing og Glitnir gerðu. Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, lýsti því nýverið þannig að stjórnendur Landsbankans hefðu dregið lappirnar í því að stofna dótturfélag um Icesave í Bretlandi mánuðum saman, eftir að byrjað var að þrýsta á bankann um slíkar breytingar. Ömurleg ríkisstjórn Núverandi slaka í efnahagslífinu segja sérfróðir svo að megi fyrst og fremst kenna skelfilegri stefnu rík- isstjórnarinnar í svo til öllum atvinnu-, efnahags- og skattamálum, sem hljóti að vera stórkostlegt áhyggjuefni. „Við værum komnir miklu lengra í endurreisn efnahags- og atvinnulífsins, ef við hefð- um Meginmunurinn á stöðu Íslands og Írlands, hvað varðarkostnað af bankakrísum, liggur að sjálfsögðu í því að Ísland ákvað að ábyrgjast aðeins innstæður, þegar banka- hrun varð á Íslandi, en Írland ábyrgðist allar skuldir írskra banka,“ sagði Martin Wolf, hinn þekkti dálkahöfundur Fin- ancial Times í London, í samtali við Morgunblaðið. Wolf segir að regluverkið í bankaheiminum fyrir hrun hafi verið ærið losaralegt, hvort sem var hér á landi eða annars staðar í heiminum. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi gert rétt með setningu neyðarlaganna í október 2008, með því að ábyrgjast ekki skuldir íslensku bankanna og fyrirtækja við er- lenda lánardrottna. „Þótt ég segi það, er ég alls ekki að halda því fram að eigendur og stjórnendur íslensku viðskipta- bankanna á árunum fyrir hrun hafi hagað sér sem skyldi og þeir hefðu í raun aldrei átt að komast upp með margt af því sem þeir gerðu. En það breytir ekki þeirri skoðun minni, að íslensk stjórn- völd gerðu rétt, þegar þau sögðu í október 2008: tapið verður að lenda á þeim sem fjármögnuðu bankana, en ekki á ís- lenskum skattgreiðendum,“ segir Wolf. Eitruð staða skattgreiðenda Wolf sagði jafnframt: „Í mínum huga er það grundvallaratirði, að við gáfum bönkum almennt mikið frelsi til þess að starfa sem fjármálastofnanir í einkaeigu, með hagnað að markmiði að sjálfsögðu. Um þá átti nákvæmlega það sama að gilda og hvaða annan einkarekstur sem er, að þeir ættu að geta farið í þrot. Ef þeir urðu gjaldþrota, þá átti að sjálfsögðu að gilda það lögmál, að þeir sem hefðu lánað þeim peninga, ættu að tapa þeim peningum eða hluta þeirra. Ef bankar komast upp með það að einkavæða gróða sinn, en þjóðnýta tapið, þá er komin upp eitruð staða, bæði fyrir viðkomandi ríki og skattborgara þess, svo ég umorði fræg ummæli Mervins Kings.“ Wolf segir að geta Íslendinga til þess að endurreisa efna- hagslífð hér á landi sé háð mörgum ólíkum þáttum. „Ég geng út frá því sem gefnu, að Ísland stefni ekki að því, að reyna á nýjan leik að búa til samskonar fjármálakerfi og var í landinu fyrir hrun. Það er afar ólíklegt að Ísland verði einskonar al- þjóðleg fjármálamiðstöð, eins og að var stefnt fyrir hrun.“ Erfiðara fyrir Íra „Það eru ýmis erfið álitamál fyrir Íslendinga, sem ætla að byggja upp hið nýja Ísland. Ísland er lítið land, sem býr yfir öfl- ugum náttúruauðlindum. Því tel ég að ykkur takist að byggja upp efnahags- og atvinnulífið á Íslandi í framtíðinni, þótt ég geti engu um það spáð hversu langan tíma það tekur ykkur. Raunar tel ég að það sama gildi um Írland, því útflutnings- greinar Írlands eru mjög vel samkeppnishæfar og ákveðnir þættir írska efnahagslífsins standa mjög vel. Því er ég til- tölulega bjartsýnn, bæði fyrir hönd Íslands og Írlands, að þessum þjóðum takist að vinna sig út úr þeim vanda sem þær nú eru í. Báðar þjóðirnar búa yfir velmenntuðum mann- auði, sem mun leggja sitt af mörkum við endurreisnina, svo fremi sem löndunum helst á því fólki. Að þessu sögðu, vil ég þó bæta því við, að efnahagsleg endurreisn mun reynast Írum erfiðari að vissu marki, vegna þess að Írar eru bundnir af evrusamstarfinu og geta þar af leiðandi ekki gengisfellt eigin gjaldmiðil, eins og þið Íslend- ingar hafið gert. Írar eru á kafi í gífurlegu skuldafeni, vegna þess að þeir ábyrgðust allar skuldir írsku bankanna, sem ég tel persónulega að þeir hefðu ekki átt að gera. Þeir verða því lengur að vinna sig út úr vandanum en Íslendingar.“ Martin Wolf hefur í skrifum sínum undanfarin ár tekið ein- dregna afstöðu með Íslendingum, gegn Bretum og Hollend- ingum í Icesave-deilunni. Í janúar í fyrra skrifaði hann t.d.: „Bretar og Hollendingar ættu að hætta sjálfbirgingslegu ein- elti sínu samstundis,“ og lagði til að stjórnvöld þessara ríkja afskrifuðu skuldina vegna Icesave og yfirtækju í staðinn eign- ir Landsbankans. Og Wolf sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í desember 2010: „Sú regla að ríkisstjórnir skuli ganga í ábyrgð fyrir skuldir fjármálastofnana sem starfa erlendis virðist mér ótrú- lega hættuleg og óheppileg fyrir fjármálakerfið. Það er for- dæmið sem ég hef áhyggjur af. Mín skoðun er þessi: Inn- stæðutryggingasjóði var komið á og hann ætti að vera nægilegur og með fullnægjandi fjármögnun. Ef hann bregst tapa sparifjáreigendur og þeir verða þá að sætta sig við það.“ Martin Wolf, sérfræðingur Financial Times í efnahagsmálum Íslensk stjórn- völd gerðu rétt milljarða króna, sennilega nálægt sjö þúsund millj- örðum. Upphæðirnar eru slíkar að í samanburði verður jafnvel Icesave að skiptimynt. „Bankarnir eru bæði orsök og afleiðing,“ segir einn sérfræðingur sem rætt var við. „Þeir voru þátttak- endur í því að búa til vandann, en þeir voru líka fórnarlömb þess vanda sem aðrir voru að búa til á sama tíma, bæði innanlands og utan. Þetta er það samhengi sem mér finnst skorta í umræðu um bankahrunið hér á landi og afleiðingar þess. Hér hef- ur umræðan oft lent á villigötum eins og þeim, að hér hafi aðeins eitt atvik átt sér stað; bankarnir fóru á hausinn og þar með fór allt annað á hausinn.“ Hann segir að málið sé langt frá því að vera svo einfalt. Mörgum hafi verið orðið ljóst, þegar við- skiptahallatölur þjóðarbúsins voru komnar yfir 20%, að svona gætu hlutirnir ekki gengið til langframa. Það kæmi að skuldadögum og það hafi gerst, en þótt Íslendingar hafi vissulega greitt fyrir óráðsíu bóluár- anna, eins og það er orðað, með mikilli lífs- kjaraskerðingu vegna hruns krónunnar, hruns heilu atvinnugreinanna, eins og byggingargeirans, fjölda- gjaldþrota og með stórauknu atvinnuleysi og fólks- flótta frá landinu, þá sitji erlendir lánardrottnar uppi með stærsta reikninginn, óbættir hjá garði. Þá telja íslenskir og erlendir sérfræðingar sem rætt hefur verið við, að misheppnuð peningastefna Seðla- bankans, ótrúleg skuldasöfnun sveitarfélaga, fyr- irtækja og heimila, skattalækkanir í miðri eignabólu, ótrúlega hár viðskiptahalli, stöðutaka fyrirtækja, heimila og sveitarfélaga í erlendum gjaldeyri, hafi haft sitt að segja um að svo fór sem fór. Morgunblaðið/RAX 13. mars 2011 17 Martin Wolf

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.