SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 16
16 13. mars 2011 H ér á landi hafa menn undanfarin ár kennt hruni íslensku bankanna haustið 2008 um allar efnahagsófarir landsins, en óhætt er að fullyrða að hrun bankanna var hluti af mun stærri efnahagsvanda innanlands og utan. Hrun bankanna má að sönnu tengja við lélega leiðsögn stærstu hluthafa og æðstu stjórnenda bank- anna, alþjóðlega eignabólu, síðan alþjóðalausa- fjárkrísu og að lokum næstum algjört hrun alls bankakerfis heimsins, en því verður varla á móti mælt, að neyðarlögin sem sett voru í október 2008, undir forystu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætis- ráðherra, virðast ætla að draga stórkostlega úr því tjóni sem þjóðarbúið varð fyrir við bankahrun, að því tilskildu, að þau haldi fyrir íslenskum dómstólum, en á það mun reyna á næstu mánuðum. Töpuðu þúsundum milljarða Neyðarlögin tryggðu innstæðueigendum inneignir sínar, en eigendur skuldabréfa útgefinna af bönk- unum, sem voru að stórum hluta erlendir lán- ardrottnar, fengu útistandandi lán sín í fangið sem töp. Ekki liggur fyrir hversu miklu erlendir lánardrottnar koma til með að tapa, en þær upphæðir skipta þúsundum Fréttaskýring Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kostnaður ríkja vegna bankakrísa Heimild: FT Kostnaður ríkja sem hlutfall af landsframleiðslu Ártölin innan sviga vísa til þess árs sem bankakrísa eða bankahrun varð í hverju landi fyrir sig 40 30 20 10 0 Írl an d (2 00 8) S- Kó re a (1 99 7) Ja pa n (1 99 2) Ís la nd (2 0 0 8) Fi nn la nd (1 99 1) H ol la nd (2 00 8) Un gv er ja - la nd (1 99 1) Br et la nd (2 00 8) Er ljós í myrkrinu? Herkostnaður íslenska ríkisins af bankahruni sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er miklu minni en þess írska. Góðar líkur eru taldar á að það taki Íslendinga mun skemmri tíma að vinna sig út úr kreppunni en Íra. Þó eru mörg ljón á veginum og margir óvissuþættir sem huga þarf að.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.