SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 39
13. mars 2011 39 N ú í sumar er búist við að tólf erlend flugfélög fljúgi til Ís- lands. Um 300.000 erlendir ferðamenn munu því vænt- anlega koma hingað, flestir á tiltölulega stuttum tíma, eða á tímabilinu 1. júní til 15. ágúst. Nánast allir þessir ferðamenn koma hingað til að skoða og njóta íslenskrar náttúru. Umhverfisstofnun hefur bent á að nú sé svo komið að helstu nátt- úruperlur Íslands liggi undir skemmdum, þoli ekki meiri átroðning. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að árið 2016 er búist við að ein milljón erlendra ferðamanna heimsæki landið. Það hljóta allir hugsandi menn að sjá að landið, íslensk náttúra, getur ekki tekið á móti öllum þessum fjölda. Við eigum í dag fullt í fangi með að taka á móti 300.000 ferðamönnum, hvað þá einni milljón. Magnús Orri Schram alþingismaður hefur bent á að gáfulegra sé að leggja áherslu á að hver ferðamaður skili einni milljón en stefnt sé að því að fá hingað milljón ferðamanna, þetta eru svo sannarlega orð í tíma töl- uð. Ferðaþjónustan er í dag orðin stóriðja sem skilar miklum gjald- eyristekjum og líklegast starfa um 5.000 manns hér á höfuðborg- arsvæðinu beint og óbeint innan greinarinnar. Það er því mikið í húfi að þróa og efla þessa atvinnugrein frekar, ekki eru horfur á að gjaldeyristekjur af öðrum atvinnugreinum eins og orkufrekri stóriðju og sjávarútvegi muni aukast neitt að ráði á næstu árum. Vaxtarbroddurinn í íslensku efnahagslífi mun því á komandi árum verða í nýsköpun og ferðaþjónustu. Ein helsta auð- lind þjóðarinnar er náttúra landsins, eins og áður sagði. Nánast allir erlendir ferðamenn koma hingað til lands til að skoða, kynnast og upplifa víðerni landsins, hreinleika þess og sérstöðu. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind, fjöldi fólks getur ekki heimsótt helstu nátt- úruperlur landsins rétt yfir hásumarið, þegar náttúran er í blóma og hvað viðkvæmust fyrir átroðningi. Þá hlýtur það að vera takmörkuð ánægja fyrir hina erlendu gesti okkar að heimsækja fagra staði, eins og til dæmis Herðubreiðarlindir, Hornstrandir eða Þórsmörk ásamt þúsundum annarra ferðamanna. Sérstaða íslenskrar náttúru er í huga flestra víðernin og kyrrðin. Lengi vel, í það minnsta í ein tuttugu ár, hafa stjórnvöld og fyr- irtæki innan ferðaþjónustunnar reynt að fá fleiri erlenda ferðamenn til að koma hingað til lands aðra mánuði ársins en yfir hásumarið. Það væri ósanngjarnt að segja annað en það hafi tekist nokkuð vel, en betur má ef duga skal. Það er tiltölulega lítill hópur erlendra ferðamanna sem hefur áhuga á að heimsækja Ísland yfir vetrarmán- uðina. Hér í Reykjavík eru fáar menningarstofnanir og fátæklegt framboð afþreyingar miðað við flestar stærri og eldri borgir Evrópu. Veðurfar er hér óstöðugt yfir vetrarmánuðina, vindasamt, rigningar og hlýindi, af og til kuldaköst en þess á milli logn og fallegt vetr- arveður. Það er því erfitt að bjóða hér upp á vetrarferðamennsku eins og tíðkast í norðurhéruðum Skandinavíu og Finnlandi. Mörgum finnst þó Ísland og Reykjavík áhugaverður staður að heimsækja og yfir vetrarmánuðina eru hér haldnar alþjóðlegar ráðstefnur og sýn- ingar sem væntanlega mun fjölga með tilkomu Hörpu. Til að fá hing- að fleiri erlenda ferðamenn yfir vetrarmánuðina þarf að auka fram- boð afþreyingar eða réttara sagt bjóða sérhæfða afþreyingu; afþreyingu sem vekur áhuga erlendra ferðamanna og hefur ein- hverja sérstöðu og er ekki í boði í sama mæli annars staðar. Líklegast eru mestu möguleikarnir á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu; hvergi í Evrópu er eins mikið magn af jarðhitavatni og íslensk heil- brigðisþjónusta er á heimsmælikvarða. Íslenska eldhúsið hefur sömuleiðis talsverða sérstöðu, hér er í boði einstaklega gott hráefni, mikið úrval af ferskum fiski, lambakjöt sem eiginlega má flokka sem villibráð, nautakjötið er úrvalsvara, íslenskt grænmeti er bragðmik- ið og ómengað, hér er gott úrval af ostum og öðrum mjólkurvörum. Mikil þróun hefur orðið í matreiðslu hér á landi og vinnslu matvæla. Auka þarf lífræna ræktun hér á landi og leggja áherslu á hollustu ís- lenskra matvæla. Þróa þarf íslenska matargerð enn frekar, leggja áherslu á íslenskar hefðir. Íslenska eldhúsið og hefðir hafa lítið verið rannsakaðar. Hallgerður Gísladóttir vann þó merkilegt brautryðj- andastarf í þeim efnum. Ýmsir í ferðaþjónustunni og aðrir vinna þó nánast stöðug skemmdarverk á ímynd íslenska eldhússins. Það er gert með því að halda stöðugt kæstum hákarli að erlendu fjölmiðla- fólki. Útlendingum finnst hákarl algjört ógeð. Matreiðslumeistarinn heimsfrægi Gordon Ramsey sagði í hinu virta dagblaði Times að kæstur hákarl væri versti matur sem hann hefði smakkað. Einn frægasti sælkerablaðamaður Bandaríkjanna, Jason Epstein, sagði í grein í New York Times: „Ég vissi ekki annað um íslenska matargerð en að landsmenn ætu úldinn hákarl.“ Ágæt byrjun á því að kynna gæði og hollustu íslenska eldhússins er að hætta að halda kæstum hákarli að erlendu fjölmiðlafólki! Matur og menning Hákarl Sigmar B. Hauksson Pattinson hefur fengið sig fullsaddan af frægðinni. Öruggt er að Lenny Kravitz hefur getað gefið Justin Bieber góð ráð þegar þeir hittust á körfuboltaleik. Reuters Íslands á Akureyri og áhrifamaður í bæjarstjórn höfuðstaðar Norður- lands fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. Best er Jón þó líklega þekktur fyr- ir formennsku í Kröflunefnd og trú á að virkja mætti á Kröflusvæð- inu enda þótt eldsumbrot og jarðhræringar settu fyrirætlanir um orkuöflun í uppnám. „Krafla mun fylla landið af birtu og yl,“ sagði Jón þegar eldar brunnu heitast í Kröflumálinu. Fjórði maðurinn á myndinni er Björn Jónsson. Hann var lengi í forystu verkalýðsfélaga á Akureyri og hófst af því til frekari trún- aðarstarfa. Sat á Alþingi frá 1956 til 1979 – fyrst fyrir Alþýðu- bandalagið, þá Samtök frjálslyndra og vinstri manna og loks Alþýðu- flokkinn. Hann var ráðherra um hríð og forseti ASÍ. „Hann hafði til að bera þá blöndu sveigjanleika og skaphörku sem þarf til að koma málum í höfn,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í minning- arorðum að Birni látnum árið 1985. Lengst til hægri á þessari mynd er Ólafsfirðingurinn Lárus Jónsson; þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1971-1984. Lárusi á vinstri hönd stendur svo flokksbróðir hans, Halldór Blöndal – þingmaður frá 1979 til 2007; landbúnaðar- og samgönguráðherra og seinna forseti Alþingis. „Þótt nokkuð sé umliðið frá því þessir heiðursmenn voru í eldlín- unni er enn talsvert talað um þá flesta hér fyrir norðan. Þetta voru pólitískir skörungar,“ segir Karl Eskil Pálsson, blaðamaður á Akur- eyri. „Ég held að flestir á Akureyri kunni sögur af bankastjórunum Jóni G. Sólnes og Braga. Þá var ekkert sjálfgefið að fá lán og ferðir til bankastjóra ekki alltaf til fjár. Hver veit nema stytta verði reist af einhverjum þessara heiðursmanna í höfuðstað Norðurlands í fram- tíðinni?“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Hver veit nema stytta verði reist af ein- hverjum þessara heiðursmanna í höfuðstað Norð- urlands í fram- tíðinni?“ Karl Eskil Pálsson. Lady Gaga hefur hótað því að lögsækja ísbúð í London fyrir að kalla brjóstamjólkurís sinn Baby Gaga, að því er eigandi búðarinnar sagði í vikunni. Matt O’Connor hjá The Ice- creamist í Covent Garden upplýsti að hann hefði fengið bréf frá lögfræðingum popp- stjörnunnar vegna nafnsins. „Hún hótar því að setja okkur á hausinn,“ sagði O’Connor, sem neitar því að nafnið á ísréttinum sé fengið að láni frá söngkonunni sérstöku. „Þetta er bara fyrsta hljóðið sem börn gefa frá sér,“ segir hann en Baby Gaga-ísinn er gerður með vanillu frá Mada- gaskar og sítrónuberki. Heilbrigðiseftirlitið tók Baby Gaga-ísinn af markaði um tíma en rannsókn leiddi í ljós að ekkert var að ísn- um. O’Connor hugleiðir sjálfur lögsókn vegna þessa. „Þetta var skaðleg ásökun að segja að brjóstamjólk- urísinn væri hugsanlega hættulegur,“ sagði hann og bætti við að þetta hefðu verið ofsafengin viðbrögð við þessum öruggasta mat í heimi. Gaga lögsókn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.