SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 29
13. mars 2011 29 netinu. Við erum með hænsni og endur sem eru skemmtilegir ráðgjafar og umsjón þeirra er í höndum vistmanna. Hér er mikið hugað að menntun og vistmenn hafa til dæmis tekið stúdentspróf í einstökum fög- um. Tvisvar í viku koma tveir kennarar úr Menntaskólanum í Kópavogi og kenna íslensku, ensku, samfélagsfræði og stærðfræði. Þeir meta hvernig hver og einn nemandi er staddur og hvað þarf að gera. Þessir einstöku menn komust fljót- lega að því að alkóhólisti getur ekki horft þrjá mánuði fram á veginn. Ef hann á að gera vissan hlut á þeim tíma segir hann: „Ég get þetta ekki, þetta er allt of mikið fyrir mig.“ Kennararnir bjuggu því til sérstaka námsskrá fyrir meðferð- arheimilið, sem sennilega er sú eina í heiminum þessarar tegundar. Þar er ein önn einungis fjórar vikur. Eftir hana fer fram mat á nemandanum og sagt er við hann: „Fyrst þér tókst að ljúka þessu þá geturðu haldið áfram og bætt við menntun þína.“ Þannig toga kennararnir fólkið áfram og gera kraftaverk. Er það aðallega ómenntað fólk sem kemur til ykkar? „Það er allt frá því að vera ekki læst og upp í að vera vel menntað.“ Þegar þú segir ekki læst, meinarðu það þá bókstaflega? „Já, vegna þess að margir skjólstæðingar okkar áttu í erfiðleikum í skóla, út af atferlisvanda og ýmiskonar öðrum vandræðum. Áður en ég byrjaði að vinna hér við meðferðarheimilið hefði ég ekki trúað því ef einhver hefði sagt mér að til væri fólk sem hefði dottið út úr skólakerfinu án þess að nokkur skipti sér af því. Þetta fólk átti erfitt í bekknum sínum og var hent þaðan út og úr skól- anum. Það var flutt í annan skóla þar sem það var kannski í hálft ár áður en því var líka hent út þar. Enginn fylgdist með því hvort það fengi einhverja skólagöngu. Einu sinni kom til okkar strákur sem hafði einungis verið tvö ár í skóla á allri sinni ævi. Þetta er mjög greindur strákur. Hann lærði að lesa hjá okkur og tók síðan bílpróf.“ Á réttri leið Er mælanlegur árangur af meðferðinni? „Innskráningar eru í kringum 60 á ári og um 20 manns útskrifast eða um einn þriðji. Fólk er oft látið fara ef það er ekki að gera það sem það á að gera. Við getum ekki látið fólk vera hér í hvíld. Strangt til tekið erum við eina langtímameðferð- arheimilið hér á landi og við erum með langa bið- lista, upp í sex mánuði. Á þeim listum er fólk sem er tilbúið að vinna í sjálfu sér. Þetta er ströng með- ferð og ekkert sjálfgefið að fólk haldi hana út. En ef það kemst yfir fyrsta hjallann þá fer því að líða vel. Í könnun sem við létum gera á síðasta ári þá kom fram að nánast allir höfðu bara góða reynslu af meðferðinni. Könnun þessi var árangursmat sem gert var af meistaranemum í Háskólanum og þar kom meðal annars fram að tólf mánuðum eftir innritun í Krýsuvík voru 81,3 prósent af þeim sem útskrifuðust ennþá án vímuefna. Er einhvers konar stuðningsmeðferð hjá ykkur við þá sem útskrifast? „Fyrstu vikurnar eftir að skjólstæðingar okkar fara frá okkur fá þeir að koma einu sinni í viku til okkar. Óskastaðan væri að hafa áfangahús í bæn- um þar sem við gætum haldið áfram hálfri með- ferð meðan fólkið er að fóta sig út í lífið. Það er lít- ill vandi að vera edrú hjá okkur úti í eyðimörkinni, en það er mikill vandi þegar menn eru komnir á Laugaveginn, beint fyrir framan gömlu knæpuna og hitta gömlu vinina. Þá þurfa menn að hafa staðfestu og muna hvað þeim var kennt. Það sem hjálpar fólki er að það öðlast vellíðan þegar það er orðið sæmilega edrú. Það hefur líka eignast nýa vini því þeir sem útskrifast halda saman.“ Finnst þér þú ekki gera mikið gagn í þessu starfi þínu? „Jú, þetta er mjög gefandi og þess vegna skipti ég um starfsvettvang. Það var ekki út af fjárhags- ástæðum heldur vegna þess að þetta starf gefur mér svo mikið. Við sem vinnum í Krýsuvík erum eins og afi og amma í sveitinni. Við kynnumst þessu fólki vel af því það dvelur svo lengi hjá okkur. Fyrir vikið verða þessar manneskjur eins og fjölskylda manns. Þegar þessir einstaklingar útskrifast finnst mér ég stundum vera að horfa á eftir börnunum mínum. Ég sé alveg óskaplega á eftir þeim en veit að þeir eru að fara rétta leið. Meðferðarheimili er ekki gólf, loft og veggir heldur fólkið sem þar starfar og heldur utan um meðferðina. Við höfum gott starfsfólk og hjá okk- ur eru allir jafnir. Menn hjálpast einfaldlega að til að ná settu marki. Eins og forstöðumaðurinn, Þorgeir Ólason, segir oft: Við vinnum af kær- leika.“ Morgunblaðið/Kristinn Lovísa: Það er enginn vonlaus og það er hægt að hjálpa öllum. Það getur tekið mismunandi langan tíma og það þarf mismunandi aðferðir en maður á aldr- ei að gefast upp. Þetta veit ég.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.