SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 40
40 13. mars 2011 Lífsstíll É g get ekki sagt að ég sé sérlega tæknileg manneskja. Jú, jú, ég kann að kveikja á sjón- varpinu og tölvunni, ég á flakkara og bjarga mér með að setja inn myndir á tölvuna af myndavélinni. En þar með er það líka eiginlega upp- talið. Svo lengi sem ekkert bilar það er að segja. Stundum virðist sem tölvur skynji stress mitt og hræðslu við þær. Allt í einu hætta þær að virka, rymja og stynja og frjósa svo á versta tíma. Á meðan sit ég í örvæntingarfullu panikkasti og veit ekkert hvað ég á að gera. Enda er ég líka kona sem gerir það að verkum að ég ku hugsa meira með hjartanu en heilanum. Þessi hystería mín og van- kunnátta hlýtur því að hafa eitthvað með kyn að gera … Nei, ég segi nú bara svona. Þetta stendur í einhverjum gömlum fræði- bókum en við hlustum ekkert á slíkt í dag! Ég er ekki alveg úti á þekju og dettur oftast í hug að endurræsa hvert það tæki sem skyndilega hættir að virka og deyr, að því virðist, í höndunum á mér. En þegar það dugar ekki til er illt í efni. Ég hef líka ekki nógu mikinn áhuga á þessu öllu saman. Ef ipodinn virkar ekki þá gleymi ég því kannski bara í nokkra mánuði og næst þegar mig vantar að nota usb- snúruna í flakkarann man ég að hún er búin að vera týnd í hálft ár. Mér finnst þetta sýna að ég hef ekki al- gjörlega gefið mig tækninni á vald. Sumt þarf ég svo lítið að nota að ég einfaldlega gleymi því inn á milli. Nú á ég nýja tölvu sem ég er mjög ánægð með. Hún er lítil og létt og heitir Hallgrímur. Mér finnst mikilvægt að skíra tækin mín til að sýna þeim hlýju og með þessu vona ég að þau lifi dálítið lengur. Ég tala síðan gjarnan við Hallgrím og svo spilar hann tónlist og ég syng með. Fínasti sambýlismaður sem ég fékk þarna, rauðhærður og spengilegur. Kannski að glansandi ásjóna Hallgríms hafi kveikt í mér einhverja hégómagirnd. Nú er ég alla vega farin að líta gamla Nokia- símann minn dálitlu hornauga. Hann er ágætur en ekkert voða fansí og ég er jafn- vel farin að velta því fyrir mér að kaupa mér almennilegan síma. Svona sem ég get tekið fínar myndir á, tengst netinu, sér- staklega á ferðalögum og hlustað á alla tónlistina mína. Þá get ég líka fengið pa- nikköst á mismunandi stöðum þegar hann hættir að virka. Úti í skógi í útilegu, á flugvelli, í partíi eða hvar sem ég er stödd á hverjum tíma. Það gæti nú aldeilis verið sjónarspil fyrir viðstadda. Kannski ekki alveg jafn skemmtilegt fyrir mig samt svo ég held ég sofi að- eins á þessu símamáli. Enda er eiginlega bara pláss fyrir einn glansglæja í einu og Hallgrímur gæti móðg- ast og hætt að virka. Það viljum við nú alls ekki … Blessuð tæknin Lífið er orðið mun auðveldara í dag með aukinni tækni. Stund- um þvælast þessar nýjungar samt fyrir manni. María Ólafsdóttir maria@mbl.is ’ Ég tala síðan gjarnan við Hallgrím og svo spilar hann tónlist og ég syng með Það er ekki svo langt síðan myndbandstæki urðu al- geng á heimilum. Þegar sú var tíðin að vídeótæki voru ekki sjálfsögð eign var hægt að fara og leigja slíkt tæki á vídeóleigunni, auðvitað með nokkrum góðum vídeó- spólum. Þetta þótti nú ekki lítið spennandi og vakti mikla lukku í barnaafmælum eða þegar börnin voru veik og lítið var við að vera. Í dag eiga fæstir slík tæki enda hefur þeim nú í langflestum tilvikum verið skipt út fyrir dvd-spilara. Svona breytist nú tæknin hratt og enn á örugglega margt eftir að koma á markað sem mun koma okkur mannfólkinu á óvart. Ný og spennandi tæki Tæknin breytist hratt á okkar dögum. Morgunblaðið/Golli Margt er gott við tæknina eins og t.d. það að fólk á nú mun auðveldara með að hafa samskipti á milli landa en áður. Skype hefur til að mynda gjörbreytt samskiptum fólks þannig að hægt er að hringjast á fyrir ekkert eða nánast ekkert. Þá eru vefmyndavélar frábærar til að halda góðum tengslum við vini og ættingja sem búa fjarri manni. Um leið gráta sumir flöskuskeyti og póstkort. En þau þurfa nú ekkert endilega að heyra sögunni til. Það er fínt að skrifa bréf og póstkort líka svona öðru hvoru. Þau eru líka áþreifanlegri minjagripir en rafræn skilaboð og því getur verið skemmtilegt að senda fólki eins og eitt póstkort þegar ferðast er til framandi slóða. Þannig geta nútíð og fortíð haldist í hendur án þess að önn- ur þurfi mikið að skyggja á hina. Auðveldari samskipti Póstkort eru skemmtilegur minjagripur. Morgunblaðið/ÞÖK Vélmenni eru líklegast ein mest spennandi uppfinningin í tækniheim- inum að ég tel. Allar þessar vél- mennamyndir og að einn daginn gætu vélmenni barasta tekið yfir heiminn. Það hljómar svo ískyggilega að manni rennur kalt vatn á milli skinns og hör- unds. Til ýmissa hluta nytsamleg En að öllu gamni slepptu, ef svo má segja, geta vélmennin líka nýst mjög vel. Nú er t.d. farið að ræða um það í mörgum löndum að nýta vélmenni sem hjálpargagn í heilbrigðisþjónustu. Þar gætu þau nýst vel til að fylgjast með sjúklingum en vélmennið yrði þá tengt við sérstaka stjórnstöð. Þá hef- ur hópur vísindamanna í háskólanum í Hertfordshire á Englandi nú hlotið evrópskan styrk til að þróa nýtt vél- menni. Það mun geta aðstoðað fólk með skaðaða útlimi við að ganga á ný en þróun þess mun taka í það minnsta fjögur ár. Í Japan hafa einnig fengist vélmenni í líki dúkku sem geta talað, flissað og jafnvel beðið um að láta faðma sig. Þau voru upphaflega ætluð ungum einhleypum konum en slógu síðan óvænt í gegn hjá eldri borgurum. Svona getur nú tæknin ver- ið dálítið skrýtin en um leið skemmti- leg og að mörgu leyti nytsamleg. Spennandi tækni Vinaleg vélmenni geta bæði hjúkrað fólki og veitt félagsskap.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.