SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 6
6 13. mars 2011 Tom Ford fékk lausan tauminn hjá franska Vogue í desember og eitt af hugarfóstrum hans var 15 blað- síðna myndaþáttur með litlum stúlkum, uppá- klæddum og máluðum og eru meðfylgjandi myndir úr honum. Þrátt fyrir að Ford hafi verið gestaritstjóri heftisins bar Roitfeld á endanum ábyrgðina. Stúlkurnar líta ekki út eins og litlar stelpur heldur eru mikið málaðar og í kjólum frá toppmerkjum eins og Versace, Lanvin, Gucci og Yves Saint Laurent við dýra demantaskartgripi. Stúlkubörn í fullorðinsleik Auglýsendur voru ósáttir og kvörtuðu við Condé Nast vegna þessara mynda. H inn áhrifamikli tískuritstjóri Carine Roitfeld hefur stýrt sínu síðasta hefti af franska Vogue og við stöðu hennar tekur tískuritstjóri blaðsins, Emm- anuelle Alt. Ritstjóraskiptin þóttu koma snögglega til en Roitfeld hafði ritstýrt tímaritinu í tíu ár. Þetta þóttu miklar fréttir en ritstjóraskipti hjá stóru tískutímaritunum eru sjaldgæf. Anna Wintour hefur ritstýrt bandaríska Vogue í 22 ár, Franca Sozzani ítölsku útgáfunni jafn- lengi og Alexandra Shulman hefur verið hjá breska Vogue í aðeins styttri tíma. Ástæða þess að Roitfeld hætti störfum virðist vera umdeilt desemberhefti blaðsins þar sem Tom Ford, náinn vinur og sam- starfsmaður hennar til langs tíma, kom mikið við sögu. Sérstaklega fór í útgefand- ann myndaþáttur þar sem litlar stúlkur eru sýndar málaðar í kvenmannsfötum. Fyrirtækinu þótti Roitfeld hafa gefið Ford lausan tauminn með blaðið og ekki stýrt því sjálf af nægri festu. Einnig var ágrein- ingur mikli útgefandans og hennar vegna fjarveru hennar frá skrifstofunni. Þegar þessi meintu stjórnunarvandamál komu upp á borðið bauðst Roitfeld til að segja af sér, samkvæmt grein Cathy Horyn í The New York Times. Ef til vill vonaðist hún til þess að fyrirtækið vildi halda henni en uppsögnin var samþykkt. Útgáf- unni, Condé Nast, bárust ennfremur margar kvartanir frá auglýsendum vegna myndaþáttarins með stelpunum. „Mér var fórnað vegna þessa. Þú veist, það er erfitt að gera eitthvað nýtt í hverjum mánuði,“ sagði hún við Horyn. Aðspurð hvort hún sæi eftir því að hafa sagt upp svaraði hún: „Ég er leið yfir þessu en að hluta til er ég líka mjög glöð. Ég vil ekki verða gömul í einhverju gullbúri. Ég er svo mikill pönkari í mér.“ Roitfeld skilur eftir sig góða arfleifð en sala tímaritsins jókst um 40% í hennar tíð. Roitfeld og Alt unnu náið saman þessi tíu ár en þessi átök hafa haft það í för með sér að þær talast ekki lengur við. Alt er 43 ára gömul, dóttir fyrirsætu og laga- smiðs. Sjálf lítur hún út eins og fyrirsæta, há og grönn og líta margir upp til rokkaðs fatastíls henn- ar. Hún hefur unnið sig upp metorðastigann innan tískuheimsins, byrjaði sem nemi hjá franska Elle og vann líka hjá 20 Ans og Mixte og byrjaði þremur vikum á undan Roitfeld hjá Vogue. Hún hefur getið sér gott orð sem stílisti, bæði fyrir myndaþætti í tímaritinu og hin mjög svo svölu frönsku tískuhús Balmain og Isabel Marant. Nú þegar hún er orðin ritstjóri ætlar hún þó ekki að taka að sér neina ut- anaðkomandi vinnu. Í viðtali við Vogue.com segist Alt ekki ætla að breyta tímaritinu á áberandi hátt. „Þetta er eins og þegar þú kaupir íbúð: Áður en þú flytur ertu með margar hugmyndir um hvað þú ætlir að gera en þegar þú flytur inn áttarðu þig á því að það er betra að búa í íbúðinni um tíma og breyta henni smám saman,“ segir Alt sem er þó með einhverjar hugmyndir um breytingar sem hún er tilbúin til að deila. „Ég vil sýna lífsstíl fólks. Það er svo mikið af áhugaverðu, svölu fólki hérna, og það á að vera í blaðinu. Fleiri franskar stelpur, meira af frönskum lífsstíl,“ út- skýrir Alt en það er alveg ljóst að hún verð- ur að leggja allt í sölurnar til að sanna sig. Þetta kemur þó ekki í ljós fyrr en aprílhefti franska Vogue berst í búðir en það verður fyrsta heftið sem Alt ritstýrir. Tímaritið tilkynnti á Fa- cebook-síðu sinni á föstudaginn að blaðið kæmi í búðir 25. mars. Forsíðuna prýðir engin önnur en Gisele Bündchen í hvítum, gegnsæjum blúndukjól frá Dolce & Gabbana. Alt eða ekkert Ritstjóraskipti hjá franska Vogue vegna óviðeigandi myndaþáttar með stúlkubörnum Carine Roitfeld gegndi stöðu ritstjóra franska Vogue í tíu ár. Hér er hún í 90 ára afmælisfagnaði tímaritsins í París í september. Reuters Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Emm- anuelleAlt er nýrritstjórifranskaVogue.Hún erþekkturstílisti ogþykir veramjög töff. Carine Roitfeld hefur ekki gefið upp hvað hún ætli að taka sér fyrir hendur næst. Hún neitar því þó að það eigi eftir að tengjast vini henn- ar Tom Ford á neinn hátt heldur vill hún leita á nýjar slóðir Orðrómur er uppi um að hún muni koma á fót tískutímaritinu Harper’s Bazaar í París eða fari að vinna hjá franska tískuhúsinu Yves Saint Laurent. Eitt er ljóst, hún á ekki eft- ir að eiga í erfiðleikum með að út- vega sér starf í tískuheiminum. Hvað næst? Tom Ford uppáklæddur á síð- ustu Óskarsverðlaunahátið. Reuters www.noatun.is Fermingarveislur Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. 1990 KR./MANN VERÐ FRÁ AÐEINS

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.