SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 41
13. mars 2011 41 LÁRÉTT 1. Sleginn af girndinni. (7) 4. Óborguð upphæð bygginga að sjálfsögðu. (9) 7. Lítill hjá ykkur fær kipp. (9) 9. Þú sem læknir hefur list og teikningu. (9) 10. Kveinkar sér frekar. (6) 14. Sá sem nær lengra niður kemur engu að samt sem áður. (11) 15. Splæsi í bjöllu á nokkuð stuttri stund. (10) 16. Hálfbiluðum gleymi ekki í skemmtun. (5) 17. Vanda sig við mál og erfiðleika (8) 18. Þreyttir á partíum og samskiptum. (9) 20. Snerist til dæmis við og sleit umfangsmikið. (6) 22. Líkamshlutar eru það sem endist. (5) 23. Aparnir fá fimmtíu úr fjöllunum. (8) 26. Uppspunnið að búa með Alfreð í rugli. (9) 27. Nást tímasetningar sem eru ekki megnari. (6) 28. Ek á Krókeyri. (5) 29. Þurr í þetta sinn hjá tröllinu. (7) 30. Hugsun fer í jörð ennþá. (8) 31. Hópurinn sýnir hröðun við slægjulandið (6) LÓÐRÉTT 1. Æi skelli einum einhvern veginn í skýrleika. (9) 2. Spilið í reitnum. (6) 3. Drykkur vegna klæðaleysis (6) 4. Snúningur við endingu. (7) 5. Marðist einhvern veginn við fyrirhöfnina. (7) 6. Kurlaðir mýs einhvern veginn fyrir vafasaman stjórnmálamann. (11) 8. OK í söngvamynd? (4,1,4) 11. Stækka stærð í atriði. (9) 12. Erlent sjónvarp, ís og vafasöm kona ná að velja aðgerð með mús. (9) 13. Slæm fær járn með galla. (5) 17. Steiktur hjá vatnsbólinu. (11) 18. Birgjum far einhvern veginn hjá færum. (10) 19. Æri tröðin með safninu? (8) 20. Montinn og endist lengi. (7) 21. Messías tapar upphafi fyrir EM. (8) 22. Veit gin blandast við að láta í té. (7) 24. Með fisk erum að örva hægðir. (7) 25. Átök með ástríðu. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 13. mars rennur út 17. mars. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 20. mars. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 6. mars er Jón Guðmundsson, Öldu- granda 7. Reykjavík. Hann hlýtur að launum bókina Bernska eftir Lev Tolstoj. Hávallaútgáfan gefur út. Krossgátuverðlaun Taflfélag Bolungarvíkur er Ís- landsmeistari taflfélaga þriðja árið í röð en Íslandsmótinu lauk með spennandi lokaumferðum í Rimaskóla um síðustu helgi. Lið Bolvíkinganna var geysilega sterkt með Jóhann Hjartarson á fimmta borði og til marks um breidd liðsins má geta þess að í b-sveitinni, sem vann 2. deild, voru Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson, Dagur Arngrímsson, Guðmundur Gíslason og Halldór G. Ein- arsson. A-sveitin tapaði tveim viður- eignum en miklu réð 8:0 sigur yfir TR í 6. umferð. Þá voru úr- slitin í raun ráðin þó Taflfélag Vestmanneyja hafi náði að vinna Bolana 4 ½: 3 ½ í síðustu um- ferð. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Bolungarvík 42½ v. ( af 56 ) – 10 stig 2. Vestmannaeyjar 40½ v. – 12 stig 3. Hellir 39½ v. – 14 stig. 4. Fjölnir 30½ v. – 8 stig 5. TR 23½ v.- 4 stig 6. Akureyri 21 v. – 5 stig 7. KR 16 v. 3 stig 8. Haukar 10½ v. – 0 stig. Í 2. deild vann B-sveit Bolvík- inga öruggan sigur og færist upp í 1. deild ásamt Mátum sem eru gamlir félagar úr Skákfélagi Akureyrar. Í 3. deild sigraði Víkinga- klúbburinn og í 4. deild vann Skákfélag Íslands öruggan sigur. Hvort Bolvíkingum tekst að halda í allan sinn mannskap á næsta keppnistímabili er óvíst. Þeir verða með tvær sterkar sveitir í efstu deild og hrópar sú staðreynd á breytingar á keppni þar sem mikil íhaldssemi hefur ráðið ferðinni. Því er alls óvíst að nokkrar breytingar nái í gegn á næsta aðalfundi SÍ. Eðlilegast væri að láta stig gilda. Annar kostur er að banna tvær sveitir frá sama félagi í efstu deild, fækka sveitum í sex og láta þær tefla tvöfalda umferð, t.d. á tíu borðum. Margar athyglisverðar viður- eignir fóru fram um helgina, ekki síst í baráttunni á toppn- um. Það átti t.d. við þegar ný- bakaður Reykjavíkurmeistari mætti greinarhöfundi í við- ureign TV og Hellis. Úr varð snörp og spennandi viðureign: Helgi Ólafsson - Björn Þor- finnsson Enskur leikur 1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Hb1 Rf6 6. b4 O-o 7. d3 h6 8. e4 Rd4 9. Rge2 c6 10. O-O a5 11. a3 axb4 12. axb4 d5?! Tvíeggjaður leikur. Eðlilegast er 12. … Rxe2+ en Björn á það til að hleypa öllu í bál og brand þó traustari leiðir standi til boða. 13. exd5 Bg4 14. dxc6 e4 15. cxb7 Ha2!? Með hugmyndinni 16. Rxa2 Rxe2+ 17. Kh1 Rxg3+ og drottn- ingin fellur. Gallinn við atlögu svarts er að b7-peðið reynist mikil ógn. 16. Rxd4!? 16. Bf4 kom einnig sterklega til greina. 16. … Bxd1 17. Rxa2 Dxd4 18. Be3!? Annar möguleiki var 18. Hxd1 Rg4 19. Hb2 e3! með flókinni stöðu. 18. … Dxd3 19. Hfxd1 Dxc4 20. Hac1! Vandi svarts er sá að 20. … Dxa2 er svarað með 21. Hc8 og vinnur. 20. … Da6 21. Hc7 Rg4 22. Bc5 Be5! Þrátt fyrir erfiða stöðu hittir Björn á bestu vörnina. „Rybka“ gefur nú upp að best sé 23. b5! Da4 24. Rc3! Bxc3 25. Hc1 og svo framvegis. Betra er 23. …De6 24. Hc6 Df5 25. Rb4. 23. He7 De2? Björn var í miklu tímahraki og finnur ekki einu vörnina 23. … e3! 24. Hxe5 De2!! t.d. 25. Hed5 exf2+ 26. Kh1 De1+! 27. Bf1 De4+ og þráskákar. 24. Hf1 Dxa2 25. Hxe5! Rxe5 26. Bxf8 Eftir 26. … Da7 27. Bd6 Dxb7 28. Bxe5 Dxb4 ætti hvítur að vinna með hrók og tvo biskupa gegn drottningu. 26. … Rd7 27. Hd1! Rb8 28. Hd8 Rc6 29. Bc5+ - og svartur gafst upp. Bolvíkingar Íslands- meistarar þriðja árið í röð Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.