SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 10
10 13. mars 2011 7:00 Upp úr sjö sér dóttir mín iðulega um að draga okkur for- eldrana á fætur. Augun rétt svo ná að opnast áður en ég kveiki á kerti til að gera þetta aðeins auð- veldara því við mæðgur getum verið ansi morgunstyggar. Síðan borðum við dýrindis hafragraut og drekkum lýsi af stút. 8:00 Um átta erum við son- urinn ein eftir heima. Þegar það er svona kalt úti leggjum við ekki alveg í það að fara í líkamsrækt og skríðum aftur upp í rúm. Hann er ennþá svo mikill ungi að það tekur ekki langan tíma að sannfæra hann um smá kúr og bókarlestur. 9:00-10:00 Milli níu og tíu byrja ég daginn af krafti og geri þau húsverk sem þarf að gera. Fer stundum í smá göngutúr og í framhaldi æfi ég mig á spurning- unum fyrir Gettu betur. Bind síðan miklar vonir við að eitt- hvað síist inn í son minn sem hlustar löngum stundum á hraða- og bjölluspurningar. 11:30 Um hálftólf gerast undur og stórmerki. Ég hendist úr heimagallanum með ælublettinum og fer í íþróttagallann … en hann er nú líklega með eins og ein- um mjólkurbletti. Þá liggur leiðin upp í Efstaleiti þar sem við fundum og und- irbúum okkur fyrir næsta Gettu betur- þátt. Þá er dressið og hárgreiðslan líka ákveðin. 14:00 Klukkan tvö er ég mætt í ræktina, fyrst ég sleppti morgunæfingunni. Þar er ég pínd áfram enda lípíðalosun í gangi eftir barnsburð. Með mik- illi heppni kemst ég haltrandi út og hugsa um súkkulaðistykkin sem bíða mín þegar markmiðinu verður náð. 15:30 Hálffjögur legg ég af stað með kerruna til að sækja dóttur mína í leikskólann. Við bröllum ýmislegt saman. Fáum okkur göngutúr í Melabúðina, sundferð eða gerum einfalda en dásamlega hluti eins og að perla. Á extra góðum degi bökum við köku en það er jafnmikil æfing í þolinmæði fyrir dótturina sem skilur ekki hvers vegna ofnar eru svona lengi að baka. 17:00 Um klukkan fimm tek ég á móti húsbóndanum með fína svuntu og á fullu við elda- mennsku … nema ég sleppi svuntunni þar sem ég er enn í ælubletta-heimagallanum. Seinniparturinn er svo sann- arlega fjörugur tími en síðan dettur á dúnalogn þegar börnin eru komin í svefninn. 20:00 Við erum dugleg að fá vini í spil og spjall en ég á það oft til að laumast undir teppi og horfa á einhvern skemmtilegan þátt. 00:00 Um miðnætti endar síðan góður dagur og ég renni yf- ir dagskrá morgundagsins. Sofna svo með bók í fanginu eins og ég byrjaði daginn. Dagur í lífi Eddu Hermannsdóttur spyrils í Gettu betur Sonurinn Sigurður Halldórsson hlustar löngum stundum á hraða- og bjölluspurningar. Morgunblaðið/Golli Kúr og lýsi af stút V ið sem erum komin á fullorðinsár munum sjálfsagt flest auglýsingaherferð gamla ríkisbankans, Lands- banka Íslands, undir slagorðinu „Landsbankinn – Banki allra landsmanna“. Mér dettur í hug, hvort á ný sé kominn jarðvegur fyrir slíka auglýsingaherferð Lands- bankans, sem aftur er orðinn ríkisbanki. Í vikunni var upplýst um launakjör bankastjóra viðskipta- bankanna þriggja, og margir eru með óbragð í munninum eftir að hafa fengið þær upplýsingar. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er launakóng- ur viðskiptabankanna, með 4,3 milljónir króna á mánuði í fyrra. Nú heitir það að vísu svo hjá bankanum að Höskuldur sé með 2,9 milljónir kr. í mánaðarlaun og hærri launagreiðslur á árinu 2010 skýrist af sér- stakri eingreiðslu upp á 10 milljónir króna, sem Höskuldur fékk greiddar sérstaklega fyrir það eitt að mæta í vinnuna í fyrsta sinn. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, er með 2,6 milljónir króna á mánuði og lestina rekur svo bankastjóri ríkisbankans, Lands- bankans, með rétt tæplega 1,1 milljón króna á mánuði. Þessa staðreynd ætti Landsbankinn nýi að geta notfært sér, til frekari markaðssetningar og til þess að auka markaðshlutdeild sína, því líklega er þetta vísbending um að stjórnendur Lands- bankans séu í betra sambandi við grasrótina í landinu, eigendur bankans, en þeir sem stjórna hinum bönkunum.. Þjóðinni ofbýður að stjórnir Arion banka og Íslandsbanka skuli sýna landsmönnum þá lítilsvirðingu, sem felst í því að ákveða kjör bankastjóranna með þeim hætti sem þær gerðu í fyrra. Fulltrúar Bankasýslunnar í stjórnum þessara banka ættu að skammast sín, því í öðru tilvikinu greiddi fulltrúinn atkvæði með tillögu um hina óhóflegu launahækkun, en það var gert í tilviki Arion banka og í hinu tilvikinu sat fulltrúinn hjá. Fulltrúar Bankasýslunnar eru vitanlega fulltrúar þjóðarinnar í þeim trúnaðarstöfum sem þeir gegna og ættu að haga sér sam- kvæmt því Við Íslendingar, sem höfum undanfarin tvö og hálft ár glímt við drauga atvinnuleysis, kaupmáttarrýrnunar, fjöldagjald- þrota, niðurskurðar á fjölmörgum sviðum og skuldahala, viljum ekki sætta okkur við að eigendur Arion banka og Íslandsbanka, að stórum hluta erlendir vogunarsjóðir, drifnir áfram af sömu græðgi og einkenndi bankakerfi heimsins á bóluárunum, gefi landsmönnum langt nef með þeim hætti, sem þeir gerðu þegar þeir ákváðu launakjör bankastjóranna. Nú er það ekki svo að mánaðarlaun upp á 2 til 4 milljónir króna flokkist undir einhver ofurlaun, allavega ekki í sam- anburði við þau launakjör sem bankastjórar bóluáranna ákváðu sér, af því þeirra ábyrgð var svo gífurleg. Hvað skulda þeir okk- ur, samkvæmt þeirri ábyrgð? Þeir settu okkur á hausinn, ekki satt? Hinir erlendu eigendur verða að átta sig á því, að þeir þurfa að geta starfað hér á landi í einhverri sátt við viðskiptavini sína, ekki satt? Traustið á bönkum á Íslandi er í lágmarki og það skiljanlega og þessi kjör eru ekki vísasti vegurinn til þess að endurvinna traustið. Hafa landsmenn þá ekki einhver svör uppi í erminni? Er ekki hægt að koma með krók á móti bragði? Ég held að það eina sem erlendir vogunarsjóðir og eigendur þeirra skilja, sé flótti fjár- magns. Væri það ekki lexía fyrir útlendingana, sem hvorki hafa áhuga á að skilja íslenskan raunveruleika eins og hann blasir við okkur flestum í dag, né haga störfum sínum og ákvörðunum í samræmi við hann, að eigendur sparifjár í þessum bönkum tækju peningana sína út og settu í aðrar fjármálastofnanir? Þótt tvö og hálft ár séu liðin frá hruni, er eins og svo sorglega lítið hafi breyst. Hvergi bólar á hinu nýja Íslandi. Um það eru bara höfð orð, en verkin láta á sér standa. Sorglegt, en satt engu að síður. Banki allra landsmanna Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ’ Traustið á bönkum á Íslandi er í lágmarki og það skiljanlega og þessi kjör eru ekki vísasti vegurinn til þess að end- urvinna traustið Þú greiðir f.símanr. og að ra n otk un skv . v er ðs kr á á si m in n. is Dagurinn kostar aðeins 25 kr. (5 MB innifalin), engin skuldbinding. Prófaðu og fáðu nýjustu fréttir beint í símann. Netið í símanum er ódýrara en þú heldur Skannaðu hér Skannaðu hérna til að sækja 0 B arcode Scanner

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.