SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 47
13. mars 2011 47 röð, barnið kemur fyrst í heiminn, síðan kynnast foreldr- arnir, þau prófa að búa til fjölskyldu og verða hugsanlega ástfangin. Mér finnst karlmaðurinn oft óspennandi og einhliða, eins og honum er lýst í auglýsingum, bíómyndum og jafnvel skáldsögum. Ég er ekki að segja að staðalmynd konunnar sé endilega meira spennandi í bíómyndum eða fjölmiðlum. En mig langaði til að draga upp nýja mynd af karlmanni í bókmenntum og skoða þessi mörgu hlut- verk, hvernig það væri að vera ungur karlmaður, sonur, bróðir, ungur faðir og elskhugi. En varðandi spurninguna þína góðu, þá held ég að það séu þversagnirnar sem gera okkur mannleg – þversagnir séu undirstaða mennskunnar. Þess vegna get ég ekki skrifað dúkkulísukaraktera með eina hlið, ekki gert þá vonda eða góða, af því að ég fer alltaf að velta fyrir mér af hverju þeir séu vondir og þá fer ég að skilja þá svo vel – og þá eru þeir það ekki lengur!“ – Það eru óneitanlega skarpar andstæður í Rigningu í nóvember, þar sem kona sem talar ellefu tungumál ferðast með mállausum og heyrnarlausum dreng. „Í bókum mínum tefli ég oft saman andstæðum heim- um, heimi orðsins og heimi annarskonar tjáningarmáta. Líkami og orð eru gjarnan andstæður í bókum mínum, í að minnsta kosti tveimur af þremur skáldsögum, ef ekki öllum, er persóna sem talar of mörg tungumál. Í Rigningu í nóvember talar kvenpersóna ellefu tungumál, en á samt ekki auðvelt með að koma frá sér orði; hún tjáir sig öðru- vísi með líkamanum. Síðan er prestur aukapersóna í Afleggjaranum sem talar fjörutíu tungumál. En strákurinn í þeirri sögu á ekki auðvelt með að koma hlutum í orð. Hann er hins vegar með í farteskinu fölskvalaust trúnaðartraust, gerir ekki ráð fyrir öðru en að hægt sé að treysta fólki, að maðurinn sé í eðli sínu góður ef aðstæður leyfa, eins og segir í Afleggjaranum. Ég veit ekki hvort það er íslenskt naivitet, en þetta hef- ur vakið athygli í löndum þar sem bókin hefur verið þýdd. Dönum þótti merkilegt að hægt væri að treysta fólki, meira að segja útlendingum, og byggðu brú yfir í Myshkin í Fávitanum eftir Dostojevskí. Frakkar byggðu hins vegar brú á milli Afleggjarans og Candide eftir Vol- taire; titill frönsku þýðingarinnar er Rosa Candida, en candida þýðir hvítur, hreinn eða saklaus. Það er mikið talað um strákinn í sögunni, sem er ómótaður og saklaus. Það er nokkuð sem útlendingar taka eftir í heimi fullum af tortryggni og illsku, að það skuli vera til sögupersóna sem treystir fólki – sér enga ástæðu til annars. Og mér finnst þetta skemmtileg þversögn að orð nái ekki að gera Á útidyrunum eru nöfn heimilismanna og Snata, óhætt að draga þá ályktun að Snati sé hundur, þó að hvergi bregði honum fyrir í heimsókninni. Mörkin óljós á milli skáld- skapar og veruleika í þessu húsi við Hávallagötu. Það er rithöfundurinn og listfræðingurinn Auður A. Ólafsdóttir sem opnar dyrnar, hún er í lopapeysu sem rennd er upp í háls og eftir því með hlýja nærveru. Samtalið fer fram í heimkynnum orða og lita, borð- stofuborðið með rauðum dúk, höfundurinn baðaður hvítum sólargeisla sem berst inn um gluggann og myndar skörp skil við svargrænt málverk á veggnum. Þegar nánar er að góð mótar þar dauflega fyrir nashyrningi. „Þetta er verk Sigurðar Árna frá námsárunum í París, sem hann afneitaði síðar eins og allir listamenn gera,“ segir Auður og brosir. Nýlega kom skáldsaga Auðar, Afleggjarinn, út í Frakk- landi, þar sem hún hefur fallið í góðan jarðveg. Í sögunni heldur Arnljótur Þórir eða Lobbi til útlanda með afleggj- ara að sjaldgæfri átta blaða rós. Eins og í fyrri sögum Auð- ar búa persónurnar yfir margræðni og dýpt og bera uppi sagnaheiminn sem hún skapar. „Það má eiginlega segja að kveikjan að hverri skáldsögu sé kringumstæður verðandi söguhetju,“ segir hún. „Mér birtist sena sem gæti verið tvær til þrjár síður í bók, svo dettur hún hugsanlega út áður en yfir lýkur, en er þrátt fyrir það sálfræðilegur inngangur að þessari tilteknu per- sónu. Í Afleggjaranum minnir mig að það hafi verið getn- aðarsena í gróðurhúsi, þar sem lítið kvenjesúbarn verður til. Og þetta er mjög sjónrænt, senan birtist sem mynd, og síðan tekur við að yfirfæra myndina í orð. Það gerist í raun sjálfkrafa með músíkinni eða hrynjandinni, sem verður rödd persónunnar. Mynd og músík koma fyrst í öllum mínum bókum og það er kjarni þessarar mögulegu framtíðarsöguhetju. Um leið og það liggur fyrir verð ég forvitin um afdrif hennar.“ – En aðalpersónurnar eru ólíkar í sögum þínum. „Þær hafa líka orðið til á ólíka vegu. Í Afleggjaranum kom sagan eiginlega strax. Mig langaði til að spyrja: Hvernig verður karlmaður faðir? Það er svo óáþreifanlegt miðað við móðurina. Og hvernig breytist ungur maður í föður? Það getur í raun farið alveg framhjá honum – hann þarf ekkert að vita af því að hann hafi eignast barn. Það er ekkert einsdæmi að ungur maður fái upphringingu, eins og í sögunni, þar sem stúlka tilkynnir að hún eigi von á barni með honum. Margir þræðir eru því tvinnaðir saman og hún er ástarsaga á hvolfi, sem er ekki óalgengt á Ís- landi, barnið kemur fyrst og síðan kynna foreldrarnir sig: Góðan daginn! Hvað heitirðu? Þetta er ástarsaga í öfugri öllum veruleikanum skil. Og vera samt rithöfundur og nota orð. Þetta er grundvallarstef í bókum mínum.“ – Og þú ert á mörkum orða og mynda sjálf, listfræð- ingur og rithöfundur. „Ég hef alltaf unnið fulla vinnu meðfram því að skrifa bækur og það hefur ráðið því hvernig ég skrifa. Ég þarf ekkert innblástur eða að vera sérstaklega stemmd til að geta skrifað hvar og hvenær sem er, það eina sem mig vanhagar um er tími – að stela smátíma á rauðu ljósi! Það erfiðasta við að vera rithöfundur til hliðar er að geta ekki vaknað til þess á morgnana, að þurfa að loka á þennan hugmyndaheim, láta hann sitja á hakanum – lengst hafa liðið átta til níu mánuðir. Þá líður mér eins og villidýri sem þarf að komast út. En þetta er nokkuð sem ég þarf að búa við.“ – En sækirðu hugmyndir yfir í orðlausan heim mynd- listarinnar? „Ég hugsa að áhrifin felist í myndríkum stíl; ljóðrænir höfundar skrifa í myndum. En ég blanda ekki saman fræðum og skáldskap – ég er ekki fræðilegur höfundur. Í staðinn fyrir að fletta upp bíltegund, eins og Opel Astra, bý ég hana til, gef mér að hún sé til. Ef hún er ekki til í dag, þá verður hún kannski framleidd síðar. Ég tékka ekki á neinum svona atriðum. Kannski af því að ég hef lítinn tíma, en mér finnst það líka óþarfi.“ – Þú staðhæfir á einum stað að hjartsláttur hvals heyr- ist fimm kílómetra! „Það safnast fyrir sem maður veit. Kannski les maður það í blaði einn morguninn. Og það sama á við um táknin. Það mætti skrifa langa rit- gerð um trúarleg tákn í Afleggjaranum, kannski í fleiri bókum, en þau tilheyra mínum menningarlega farangri. Ég las til dæmis La Divina Commedia eftir Dante áð- ur en ég byrjaði á Afleggjaranum og vísa í hana í einum kafla, þar sem söguhetjan týnist í dimmum skógi, „in un bosco oscuro“. Þetta er dæmigerð vegasaga, ferðalag sem er innri leit, sjálfsskoðun – að fara í burtu til að breytast og verða annar. Það er 2.500 ára gamalt þema í heimsbókmenntunum og mjög ríkt í íslenskri bók- menntahefð, eins og annarra eyþjóða, að fara í burtu til að geta komið aftur. Og svo eigum við Íslendingar orðin heima og heimur, sem eru af sama stofni og rúma þessa hugsun í hnot- skurn. Það má líka segja að þetta sé inntak listarinnar eða listsköpunarinnar, að upplifun af listinni megi líkja við ferðalag, þar sem maður fær aðrar hugmyndir um sjálfan sig og heiminn – sér heiminn í nýju ljósi ef vel tekst til.“ Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið… Auður A. Ólafsdóttir Að sjá heiminn í nýju ljósi ’ Mynd og músík koma fyrst í öllum mínum bókum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.