SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Side 37

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Side 37
hann sneri aftur að skákborðinu? „Þetta var ekki yfirveguð ákvörðun. Á þessu augnabliki tefli ég og nýt þess, en hver veit hvað gerist í framtíðinni? Ég vann áður í fjármálageiranum og mér fannst það mjög áhugavert.“ McShane náði einum af áföngum sínum að stórmeistaratitli á Reykjavík- urskákmótinu, hann hefur oft teflt hér og segist eiga góðar minningar frá þeim heimsóknum. „Mér líkar virkilega vel við allt fólkið sem ég hef hitt og and- rúmsloftið. Ég reyni að grípa tækifærið og kynnast landinu, en ég er ekkert sérstaklega fyrir það að fylgja bara ein- hverjum lista yfir helstu kennileiti. En hins vegar, með því að taka þátt í skákmóti, þá fær maður tækifæri til að hitta marga sem búa á staðnum, og mér finnst það jafnvel enn áhugaverð- ara.“ Þekkt í Hvíta-Rússlandi Anne Sharevich er skákmeistari sem kemur alla leið frá Hvíta-Rússlandi og er ekki aðeins sterkust við taflborðið þar í landi, heldur einnig þekkt fyrir að koma fram í sjónvarpsþáttum og sinna fyrirsætustörfum. Það vakti at- hygli er hún bar sigurorð af Hannesi Hlífari í annarri umferð mótsins. Sharevich segir það ánægjulegt að vera boðið til Íslands, sem hún hafi gjarnan viljað sækja heim. „Það er dásamlegt þegar hægt er að blanda saman skákinni og heimsókn á áhuga- verða staði. Stundum fáum við ekki tækifæri til að skoða landið sem við teflum í, til dæmis þegar Evr- ópukeppnin er haldin, en mér finnst mjög mikilvægt að gefa færi á því þegar þessi helstu skákmót eru skipulögð á rómuðum ferðamannastöðum.“ Skákin er líf mitt Hver skyldi vera galdurinn við árangur Ihya Nyzhnik við skákborðið, yngsta stórmeistara í heimi? „Ég veit það ekki,“ segir hann. „Kannski finnst mér bara skák skemmtileg. Skákin er líf mitt. En þetta er vinna, vinna og aftur vinna. Og fyrst af öllu þarf maður að hafa trú á sjálfum sér.“ Nyzhnik setur markið hátt, eins og nærri má geta. „Ég er ungur stórmeist- ari, svo ég þarf að venjast þessum nýja titli. Næsta markmið er að verða einn af hundrað bestu skákmönnum heims- ins.“ Þetta er í þriðja skipti sem Nyzhnik teflir á Reykjavíkurskákmótinu. „Mér líkar vel að tefla hérna. Ég er þakklátur mótshöldurum fyrir að bjóða mér að taka þátt í þessari merkilegu keppni. Fyrir mér var þetta eins og að koma heim frá heimkynnum mínum.“ En hann hefur ekki tækifæri til að ferðast mikið um mótsstaði. „Hver ferð er lítið ævintýri, svo ég hef tækifæri til að kynnast löndunum sem ég heim- sæki. En skákin tekur mikinn tíma meðan á keppnum stendur. Venjulega hef ég aðeins svigrúm til að fara í gönguferðir.“ Ekki slakur í fótbolta Annar skákmaður vekur ekki aðeins athygli fyrir ungan aldur, heldur einnig fyrir nafnið, Kiprian Berbatov, sem er frændi markahróksins Dimitars hjá Manchester United. „Ég spila líka fót- bolta – og er ekki slakur af áhuga- manni að vera,“ segir Kiprian glað- beittur. „Og frændi minn kann held ég undirstöðuatriði skákarinnar, en teflir ekki.“ Eins og það sé ekki nóg að vera skyldur Dimitar, þá kemur Kiprian einnig frá Búlgaríu, sem hefur átt tvo heimsmeistara í skák, Veselin Topalov og Antoanetu Stefanovu. Það er því sterk skákhefð í heimalandinu. Kiprian segist hafa fengið hugmyndina að þátt- töku í Reykjavíkurskákmótinu frá þjálfara sínum, stórmeistaranum Boris Chatalbashev, sem einnig er á meðal þátttakenda. „Hann sagði mér að þetta væri virt og sterkt skákmót,“ segir Kiprian. „Venjulega einbeiti ég mér alfarið að skákinni, en stundum heimsæki ég áhugaverða staði á mótsstað. Við höf- um þegar gengið um miðbæ Reykjavík- ur og heimsótt jarðböðin.“ Nansý Davíðsdóttir og Vignir Vatnar við skákborðið. Þau eiga framtíðina fyrir sér. Morgunblaðið/Ómar ’ Líklega spilar heimavöllurinn inn í og líka þjóðarstoltið, en ég á erfitt með að gefa ein- hliða skýringu á því, hvers vegna mér hefur tekist þetta 13. mars 2011 37 Það hefur vakið athygli á Reykjavík- urskákmótinu að tveir óvenju ungir skák- menn eru á meðal keppenda. Annar þeirra er Vignir Vatnar, átta ára gamall úr Tafl- félagi Reykjavíkur, og hinn er Nansý Dav- íðsdóttir, níu ára skákstelpa úr Fjölni. Þau voru spurð nokkurra spurninga. Fyrst Vign- ir. – Ertu ekkert stressaður að vera að mæta á Reykjavíkurskákmótið innan um alla þessa fullorðnu skákmeistara – eða ertu kannski vanur því að tefla á móti full- orðnum? „Nei ekkert svo, ég hef oft teflt við full- orðna,“ svarar Vignir. – Hvenær byrjaðir þú að æfa og hvað varð til þess að þú byrjaðir? „Þegar ég var 4 eða 5 ára. Pabbi var oft að tefla við vin sinn og ég að horfa á og svo fór ég bara að æfa.“ – Var það þá pabbi sem kenndi þér að tefla? „Nei, ég bara lærði það með því að horfa á hann og vin hans tefla.“ Vignir byrjaði að æfa fimm til sex ára gamall, mætti fyrst á æfingar í Taflfélagi Reykjavíkur og byrjaði svo í einkakennslu hjá Skákakademíu Reykjavíkur. – Hvaða markmið seturðu þér fyrir Reykjavíkurskákmótið? „Ég veit það ekki, kannski að vinna 2 skákir, þetta er erfitt mót.“ Ég þarf að flýta mér Nansý var í miðri skák þegar viðtalið var tekið og mátti ekkert vera að þessu – hún hefur forgangsröðina á hreinu. – Ertu ekkert stressuð að vera að mæta á Reykjavíkurskákmótið innan um alla þessa fullorðnu skákmeistara – eða ertu kannski vön því að tefla á móti full- orðnum? „Nei ég held ekki,“ svarar hún. – Hvenær byrjaðir þú að æfa og hvað varð til þess að þú byrjaðir? „Sjö ára. Ég fór á skákæfingu í Rima- skóla.“ – Hvaða markmið seturðu þér fyrir Reykjavíkurskákmótið? „Veit ekki. Ég þarf að flýta mér, ég held ég eigi leik.“ Og þá var hún rokin. Hef oft teflt við fullorðna Kiprian Berbatov: „Það sem er mest heillandi við skákina er frá einu sjón- arhorni rökhyggjan, eins og í stærðfræði, og frá öðru næmið fyrir samræmi, eins og í listum.“ Jon Ludvig Hammer: „Með orðinu heillandi, býst ég við að þú eigir við hvað laðar mig að skákinni. Það er mjög ein- falt: Að vinna.“ Hannes Hlífar Stefánsson: „Það sem er heillandi við skákina er hversu flókin og djúp hún er en það koma stöðugt fram nýir leikir í byrjuninni sem maður þarf að kunna tök á.“ Luke McShane: „Riddarar geta hreyfst aftur á bak, en peð ekki.“ Nansý Davíðsdóttir: „Að nota heilann.“ Ihor Nyzhnik: „Ég veit ekki svarið við þessari spurningu, en milljónir tefla og allir fá eitthvað út úr því.“ Lenka Ptacnikova: „Það er svo margt heillandi við skákina. Skák inniheldur keppni, list og galdur – lætur fólk brosa og gráta. Skák tengir fólk saman, gefur því tækifæri til að ferðast og kynnast fólki frá ólíkum löndum og sjá allan heiminn. Skákfólk segir: GENS UNA SUMUS!“ Anne Sharevich: Skák er lífsstíll, einn mikilvægasti hluti lífs míns!!!“ Vignir Vatnar: „Það er bara svo skemmtilegt að tefla. En það er líka stundum skemmtilegra að leika sér.“ Hvað heillar þig við skákina? Jon Ludvig Hammer Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.