SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Síða 4
4 27. mars 2011
Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í Brussel fyrir
helgina til að ræða björgunaraðgerðasjóð fyrir aðþrengd
ríki á evrusvæðinu.
Á fimmtudag náðist áfangi í þeirri vinnu þegar fallist
var á kröfu, sem Þjóðverjar höfðu sett fram á síðustu
stundu. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn verði aflögufær
um 440 milljarða evra í júní, en áætlanir gera ráð fyrir að
þar verði 700 milljarðar evra þegar upp verður staðið. Nú
er hins vegar talið að sjóðurinn gæti lánað 200 milljarða
evra.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið gagn-
rýnd harðlega fyrir að taka þetta í mál og fær kaldar
kveðjur í flestum fjölmiðlum, jafnt til hægri sem vinstri.
„Gamla loforðið um að við munum „ekki borga fyrir aðra“
hefur verið brotið enn einu sinni,“ sagði í Bild, útbreidd-
asta blaði Evrópu.
Í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði:
„Saga evrunnar er röð af sviknum loforðum. Evrópu-
bandalagið er að verða bandalag um tilfærslu á fé þar
sem Þjóðverjar og Frakkar eru bjargvættirnir.“
„Saga evrunnar röð
af sviknum loforðum“
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Nicolas Sarkozy, forseti Bretlands, og
Barut Pahor, forsætisráðherra Slóveníu, á leiðtogafundinum í Brussel í gær, föstudag.
Reuters
S
tjórnarkreppan í Portúgal gæti dregið dilk
á eftir sér. Forsætisráðherra landsins, Jose
Socrates, sagði af sér á miðvikudag eftir
að allir fimm stjórnarandstöðuflokkarnir
greiddu atkvæði gegn niðurskurðarfrumvarpi
minnihlutastjórnar hans þar sem lagðar voru til
frekari skattahækkanir og launalækkanir. Anibal
Cavaco Silva, forseti Portúgals, fundaði í gær með
forustumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna
að leysa úr stjórnarkreppunni, en fátt virðist geta
komið í veg fyrir að gengið verði til kosninga í
landinu.
Tugir þúsunda manna hafa mótmælt aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í Lissabon og öðrum borgum
landsins undanfarnar helgar og ríkir mikil ólga
meðal almennings. Sósíalistaflokkur Socratesar
fengi samkvæmt könnun, sem birt var í gær,
24,5% atkvæða, en Sósíaldemókrataflokkurinn
46,7% og hægri-miðflokkarnir í stjórnarandstöðu
samanlagt meirihluta ef kosið yrði nú.
Niðurskurðaráætlunin var sú fjórða á einu ári og
ætlunin með henni var að koma í veg fyrir að
Portúgalar þyrftu að verða þriðja þjóðin á evru-
svæðinu á eftir Írum og Grikkjum til að leita ásjár
hjá Evrópusambandinu um neyðarlán upp á tugi
milljarða evra. 75 milljarðar evra hafa verið
nefndir og það verður ekki ódýrt lánsfé því að
vaxtastigið á lánum portúgalska ríkisins er komið
upp í átta af hundraði. Margir telja að því verði
ekki afstýrt að taka neyðarlán fyrst ekki tókst að
koma niðurskurðarfrumvarpinu í gegn.
Hallinn á ríkissjóði Portúgals var 9,3% af þjóð-
arframleiðslu árið 2009 og í ár átti að reyna að ná
hallanum niður í 4,6%. Til marks um vanda
Portúgala er að þeir þurfa að reiða fram 28 millj-
arða evra í endurgreiðslu af lánum á næstu þremur
árum og 29 milljarða evra til viðbótar til að vega
upp á móti fjárlagahallanum, samkvæmt grein-
ingu Commerzbank í Þýskalandi.
Matsfyrirtækin Standard og Poor’s og Fitch biðu
ekki boðanna að lækka lánshæfismat Portúgals.
Stjórnmálaskýrendur hafa velt fyrir sér for-
sendum ákvörðunar stjórnarandstöðunnar um að
fella frumvarp stjórnarinnar og bent á að erfitt sé
að skilja rökin að baki henni, sérstaklega vegna
þess að þurfi Portúgalar að sækja um aðstoð og
leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins blasi við enn
harðari aðgerðir hvað snerti niðurskurð í út-
gjöldum, skattahækkanir og sölu á eignum.
Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, sagði að
fyrst hefði skollið á „bankakreppa, sem síðan varð
að efnahagskreppu og félagslegri kreppu og í dag
varð að pólitískri kreppu“. Ástandið í Portúgal
hefur vakið ugg víða í Evrópu og er sérstaklega
horft til þess hvaða áhrif kreppan í Portúgal muni
hafa á viðkvæmt efnahagslífið á Spáni.
Sérfræðingar, sem fréttastofan AFP leitaði til,
sögðu að Spánn ætti að sleppa við dómínóáhrif af
því að Portúgal fengi aðstoð vegna þeirra umbóta,
sem Spánverjar hefðu gert á lífeyriskerfi sínu,
vinnumarkaði og fjármálageiranum.
Þeir benda hins vegar á að áhætta Spánverja
liggi í því að spænskir bankar eigi 80 milljarða
evra útistandandi í lánum til Portúgals. Þá sé at-
vinnuleysi á Spáni enn 20% hvað sem umbótum
líði, hagvöxtur óverulegur og talið að fjármögn-
unarþörf bankageirans muni nema 10 milljörðum
evra á næstu mánuðum. Eins og einn viðmælandi
AFP orðaði það er jaðar Evrópu enn í eldlínunni.
Jaðar Evrópu er
enn í eldlínunni
Stjórnarkreppa í Portúgal og
neyðarlán spurning um tíma
Portúgalar mótmæla niðurskurði í Lissabon.
Reuters
Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, til-
kynnti afsögn sína á miðvikudag.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Grundvallargalli sam-
komulagsins [um björg-
unarsjóð fyrir evrusvæðið] er
að það er sniðið að skulda-
kreppu framtíðarinnar, en
snýst ekki um það hvað eigi
að gera við foldgná skuldafjöll
fortíðarinnar veigri markaður-
inn sér við frekari fjár-
mögnun.“
Thomas Mayer, yfirhagfræð-
ingur Deutsche Bank, í sam-
tali við Die Zeit.
Tekur ekki á fortíðarvanda