SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Page 12
12 27. mars 2011
É
g vil ekki halda því fram að
menn séu að gabba vísvitandi
eins og einhvers staðar virðist
hafa komið fram. Það finnst
mér of harkalegt.
En ef tækið virkar ættu þeir sem fram-
leiða það og selja að geta útskýrt fyrir
mér á einfaldan hátt hvað gerist inni í
brunahólfinu sem fær vélina til að vinna
með 30% meiri nýtni og 30% meira afli,
og að mengunin verði allt að 80% minni
eins og haldið hefur verið fram. Það hef-
ur ekki verið útskýrt fyrir mér og ekki
lagðar fram neinar rannsóknir.
Miðað við það sem ég hef heyrt er
tækið sett í gamla bíla en ég trúi því ekki
að tækið sjálft bæti vélarnar. Þegar það
er sett í bílinn er vélin eflaust stillt í leið-
inni þannig að hún vinnur betur en áð-
ur; kannski eyðir bíllinn minna á eftir en
það sannar ekki að tækið virki. Mér
finnst líklegra að það væri vegna þess að
fólk hugi meira en áður að því hvernig
það ekur.
Vandamálið er ekki vetnið sem slíkt
heldur hvar það er framleitt. Það kostar
orku að framleiða vetni og ef það er gert
með rafmagninu í bílnum er það gert
með því að brenna eldsneyti. Orkan
kemur úr bensíninu eða díselolíunni og
fer bara aðra leið út í hjólin en kemur úr
sömu uppsprettunni. Menn græða því
ekki nýja orku.
Ég hef heyrt að tækið eigi að bæta
brunann mikið en sannleikurinn er sá að
hefðbundin nútímabílvél brennir elds-
neytinu nánast fullkomlega, 99,9%, og
því er ekki hægt að gera betur. Þessi
þáttur stenst því ekki.
Ef þeir geta útskýrt nákvæmlega hvað
gerist, hvaðan aukaorkan kemur, er
hugsanlegt að ég fari að taka þetta alvar-
lega en á meðan vetnið er framleitt um
borð í bílnum með bílarafmagninu sé ég
enga leið til þess að þetta geti hugs-
anlega virkað. Það vita allir að hægt er
að stilla vélar mismunandi; hægt er auka
aflið en þá eykst líka eldsneytiseyðslan
og öfugt; sumar vélar eru nýtnari en
aðrar en þær eru þá líka aflminni. Þetta
brýtur því ekki bara lögmál eðlisfræð-
innar heldur einnig lögmál almennrar
skynsemi.
Upplýsingar um þessa tækni hafa
gengið manna á milli lengi og búnaður-
inn virðist vera ódýr, en samt sem áður
hefur enginn framleiðandi í heiminum
enn sett hana í bílana sína. Bara það
þykir mér grunsamlegt.
Ég myndi því alls ekki mæla með því
að fólk keypti þetta tæki og setti í nýja
bíla.
MEÐ
Ágústa
Loftsdóttir
eðlisfræðingur
Er vetnisbúnaðurinn
í bifreiðir bara gabb?
’
Hefðbundin nútíma-
bílvél brennir elds-
neytinu nánast full-
komnlega, 99,9%, og því er
ekki hægt að gera betur.
Þessi þáttur stenst því ekki.
Sveinn Hrafnsson greindi frá því nýverið að hann hefði fundið upp búnað sem dregur
bæði úr eldsneytisnotkun bíla og mengun. Ýmsir segja orð hans ekki standast.
Mánudagur
Vigdís Grímsdóttir
Menn virðast ekki
sammála um að 23%
sé minna en 77%, ef málið snýst
um viðveru kvenna og karla í Kilj-
unni. Æ – svona nú, gott fólk! Um
þetta þarf ekki að fjölyrða og hæl-
bítast. Þessu þarf bara að breyta
og það er sem betur fer svo lítið
mál. Lærum af mistökunum! Það er
enginn að biðja um að neinn sé (d)
rekinn! Hvaða viðkvæmni er þetta?
Er ekki gagnrýnin af hinu góða?
Þriðjudagur
Katrín Pálsdóttir Er að
horfa á þýska boltann
á RÚV. Vinir mínir á
íþróttadeildinni kunna ekki lengur
nöfnin á liðunum – Bayern Münc-
hen, það fræga lið, nefna þeir alltaf
FC Bayern.
Föstudagur
Kjartan Birgisson
Mæli með að allir
vondir, menn og konur,
gangi með einhvers
konar auðkenni til aðgreiningar frá
okkur hinum. T.d. grímu um augu
(sígilt) eða í ljótum leðurjökkum
með misljótum merkjum.
Fésbók
vikunnar flett
V
ið áttum von á gagnrýni, en
vonuðum samt að fræðifólk
myndi setja sig í samband við
okkur fyrst. Það er rétt að
vetnisbúnaðurinn gerir ekki mikið fyrir
vélar sem nýta eldsneytið 100% eða mjög
nálægt því, hvort sem um er að ræða
bensín- eða díselvélar en það er margt
sem þarf að skoða þegar kemur að nýtni
eldsneytis og bílafloti Íslendinga yngist
ekki í kreppunni.
Við erum ekki að tala um mikla raforku
af bílnum fyrir vetnisframleiðslu og henni
er ekki ætlað að knýja bílinn áfram. Sá
misskilningur virðist útbreiddur.
Í vetnisframleiðsluna notum við á við
ljósabúnað bifreiða,10-15 amperstundir.
Ef það er mikið og veldur mun meiri
mengun og eldsneytisnotkun væri líklega
ráð að hætta dagljósaskyldu.
Bensín og díselolía eru sóðalegustu
orkugjafar sem til eru og ef vél brennir
ekki eldsneyti nálægt 100%, sem fæstar
gera til lengri tíma, safnast upp kolefnasót
í sprengirýmið og hefur mikil áhrif á end-
ingu véla og nýtni eldsneytis.
Við höfum sett búnaðinn í um það bil 30
mótorhjól og jafnmarga bíla og enginn er
óánægður. Þegar menn, á ökutækjum sem
nýttu eldsneytið sem verst, koma með
tárin í augunum og segjast komast 50%
lengra en áður get ég ekki séð að mengun
hafi bara aukist í heildina. Ástand öku-
tækjanna er misjafnt, það endurspegla
tölur um sparnað líka; hann getur verið
10% til 50%.
Svo er það aflaukningin sem að sama
skapi skýrist af slæmu ástandi ökutækis
fyrir vetnið. Ökutækið er léttara í akstri
og minna þarf að stíga á bensíngjöfina til
að koma bílnum af stað.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er allt
mjög ótrúlegt, og erfitt að meðtaka, en
reynslusögurnar eru of margar til að
hægt sé að kæfa þetta niður.
Bifreiðir eru í misjafnlega góðu ástandi
og við eigum örugglega eftir að lenda á bíl
þar sem búnaðurinn skilar ekki árangri.
En þá er málið svo einfalt að við end-
urgreiðum kostnaðinn að fullu. Við get-
um ekki verið sanngjarnari en það.
Hjá okkur eru dyrnar alltaf opnar og
við bjóðum FÍB-menn velkomna. Von-
andi taka þeir boði okkar og sannreyna
jafnvel búnaðinn sjálfir í framhaldinu.
Hjá okkur er reyndar opið fyrir alla
sem vilja kynna sér málið frekar. Ég gæti
lært mikið af eðlisfræðingum og þeir
sjálfsagt lært mikið um vélar hjá mér. Ég
held það væri skynsamlegra að vinna
saman að orkulausnum fyrir samfélagið í
heild.
MÓTI
Sveinn
Hrafnsson
uppfinninga-
maður ’
Við erum ekki að tala
um mikla raforku af
bílnum fyrir vetn-
isframleiðslu og henni er
ekki ætlað að knýja bílinn
áfram. Sá misskilningur
virðist útbreiddur