SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Page 19
27. mars 2011 19
nafni, sem tekið hafði sæti í æðsta ráði
Litháens. Skiptust þeir ótt og títt á bréf-
um og föxum en erfiðlega gekk fyrir al-
menning að ná símasambandi á þessum
tíma, að sögn Arnórs. Það var helst um
miðjar nætur.
Nú þurftu Litháar nauðsynlega að
galdra upp einhvern stuðning við mál-
stað sinn. Á fundi ráðamanna þingsins
dró Genzelis upp bréf frá Arnóri þess
efnis að bróðir hans, sem gegndi embætti
utanríkisráðherra á Íslandi, væri
reiðubúinn að styðja sjálfstæði þjóð-
arinnar. „Þarna lifnaði yfir Vytautas
Landsbergis, sem orðinn var forseti
þingsins, en við kynntumst gegnum
sameiginlegan vin meðan ég var við nám
í Edinborg í kringum 1970.“
Úr varð að Landsbergis hringdi í Jón
Baldvin Hannibalsson og bað hann að
koma til hjálpar. Jón Baldvin staðfesti
vilja sinn. „Þessi afstaða mætti talsverðri
andstöðu hér heima,“ rifjar Arnór upp.
„Til voru þeir sem fannst hún ógna við-
skiptahagsmunum okkar. Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra stóð hins
vegar með Jóni og Jón fór að undirbúa
ferð sína til Eystrasaltsríkjanna í þeim
tilgangi að styðja sjálfstæðisbaráttu þess-
ara þjóða.“
Arnór fór með í ferðina sem ráðgjafi og
túlkur og það kom í hans hlut að útvega
vegabréfsáritun fyrir hópinn í sovéska
sendiráðinu í Helsinki. „Eftir japl, jaml
og fuður skellti starfsmaðurinn vega-
bréfunum með fýlusvip á borðið,“ rifjar
hann upp brosandi. Ferðalagið var ekki
vel séð austur í Kreml.
Grunaði að skotið yrði á bílalestina
Íslenska sendinefndin lenti í Ríga að
kveldi 18. janúar 1991 og tók forseti
lettneska þingsins á móti henni. „Okkur
var skipt niður á bíla. Mér var ekið í
Volga-bíl á ofsahraða inn í borgina. Við
hliðina á mér sátu lífverðir – í buxnavös-
um glitti í skammbyssur. Við vissum það
ekki fyrr en síðar en þeir höfðu sterkan
grun um að skotið yrði á bílalestina. Þess
vegna óku þeir svona hratt,“ segir Arnór.
Í Riga hitti Jón Baldvin m.a. Gorbanov
Lettlandsforseta og hlaut hópurinn góðar
viðtökur.
Hótelið, sem hópurinn gisti á, var
gegnt innanríkisráðuneytinu. Íslending-
arnir voru ekki fyrr farnir frá Riga en
svarthúfusveitir Borís Púgós innanrík-
isráðherra Sovétríkjanna réðust á lettn-
eska innanríkisráðuneytið handan göt-
unnar.
Í Vilníus urðu miklir fagnaðarfundir
með Genzelis og Landsbergis annars veg-
ar og þeim Hannibalssonum hins vegar
og var gestunum meðal annars sýnt
myndband af árásinni á sjónvarpsturninn
fáeinum dögum áður. „Við áttum langt
samtal við Gediminas Vagnorius for-
sætisráðherra og fleiri ráðamenn og urð-
um margs vísari.“
Loks lagði hópurinn leið sína til Tall-
inn, þar sem fundað var með Edgar Sav-
isaar forsætisráðherra og Lennart Meri
sem seinna varð forseti Eistlands.
Arnór áréttar að aðeins hafi verið um
viljayfirlýsingu af hálfu íslenskra stjórn-
valda að ræða enda uppfylltu Eystrasalts-
löndin ekki öll skilyrði um fullvalda ríki á
þessum tímapunkti. En Jón Baldvin stað-
festi í ferðinni að viðurkenningin kæmi
um leið og efni stæðu til. Alþingi sam-
þykkti viljayfirlýsingu í febrúar og loka-
kaflinn gerðist í ágúst sama ár með und-
irskrift í Höfða að viðstöddum
utanríkisráðherrum Eistlands, Lettlands
og Litháens.
Tóku því sem að höndum bar
Arnór segir loft hafa verið læviblandið í
höfuðborgunum þremur meðan á heim-
sókninni stóð. Svarthúfusveitirnar hafi
verið fjölmennar og við öllu búnar. „Það
sveif mikið óöryggi yfir vötnum en úr því
sem komið var þýddi ekki annað en að
taka því sem að höndum bar. Menn hóp-
ast ekki út í horn og skjálfa af ótta,“
svarar Arnór spurður um andrúmsloftið
þennan örlagaríka janúarmánuð fyrir
tuttugu árum.
Hann er ekki í vafa um að heimsóknin
hafi skilað árangri. „Borís Jeltsín hafði
verið í Tallinn rétt á undan okkur og eftir
að utanríkisráðherra NATO-ríkis hafði
verið í borgunum þremur sá Gorbatsjev
líklega sæng sína upp reidda. Hann
neyddist til að slíðra sverðin enda var
vonlaust að sameina bandalag frjálsra
ríkja með hervaldi. Hvað hefði gerst
hefðu Sovétmenn byrjað að brytja þetta
fólk niður? Ljóst er að harðlínumenn
beittu hann miklum þrýstingi heima fyr-
ir en Gorbatsjev stóð það af sér. Þegar á
hólminn var komið höfðu harðlínumenn
ekki eins mikið fylgi og þeir héldu. Það
sýndi sig þegar þeir reyndu að setja Gor-
batsjev af um sumarið. Við Íslendingar
megum vera stoltir af aðkomu okkar að
sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða og þakk-
lætið er mikið. Það er Íslandsgata í Vil-
níus og Íslandstorg í Tallinn, svo dæmi
séu tekin. Þetta fólk ber góðan hug til Ís-
lendinga. Þess má geta að Lennart Meri
kom í heimsókn til Íslands 1997. Þá sagði
hann í viðtali í íslenska sjónvarpinu að
heimsókn Jóns Baldvins til Vilníus í jan-
úar 1991 hefði verið „the turning point“.
Hann átti við það að eftir þetta var von-
laust að Sovétríkin héldu áfram að vera
til, og að Litháen héldi áfram að vera til
sem sovétlýðveldi.“
Lík eins fórnarlambanna sem féllu í árás svarthúfusveitanna á sjónvarpsturninn í Vilníus.
Örþreyttir heimamenn í Vilníus hvíla lúin bein, reiðubúnir að verjast með gömlum rifflum.