SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 34

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 34
34 27. mars 2011 V ölundur Snær Völundarson, eða Völli eins og hann er best þekktur, er kominn langt frá sínum æskuslóðum. Hann ólst upp við Laxá í Aðaldal í Þingeyjarsýslu en býr nú með eiginkonu sinni Þóru Sig- urðardóttur og börnum þeirra tveimur á Bahamaeyjum. Íslenskt matarferðalag Völli er í stuttu stoppi heima á Íslandi þegar blaðamaður hittir hann í notalegri íbúð sem fjölskyldan hefur til umráða í kjallaranum hjá tengdó. Hann kippir sér lítið upp við íslenskan snjó og kulda. Segist eiginlega eiga sér íslenskan fata- skáp og það sé ágætt að þurfa stundum að klæða sig í hlýja peysu. Aðspurður um lífið á hlýrri slóðum segir Völli það ekki hafa stöðvað sig að þiggja starf svo fjarri heimahögunum. Fyrstu þrjú árin fór hann þó ekki heim, sem hann segir hafa verið of langt. Eftir að börnin komu til sögunnar segir Völli Ísland toga enn meira í sig. Fjölskyldan kann þó vel við sig ytra og býr nú þar saman eftir flakk á milli landa undanfarin ár. Umhverfið í veitingarekstri hefur breyst til muna á Bahamaeyjum eftir hrun en Völli og Þóra hafa síður en svo setið auðum höndum. Hráefni við Íslandsstrendur Völli er nýkominn frá París þar sem hann kynnti nýjustu bók sína, Silver of the Sea, á stærstu kokkabóka- messu heims. Hugmyndin kviknaði árið 2008 en í bókinni er að finna þær 40 fisk- og krabbategundir sem finnast við strendur Íslands og nýttar eru í mat- argerð. Við gerð bókarinnar fékk Völli til liðs við sig þá Hauk Ágústsson, sem skrifaði fræðitexta um hverja tegund, og Jón Baldur Hlíðberg náttúruteiknara, sem sá um teikningar í bókina. Auk Gunnars Konráðssonar ljósmyndara sem tók bróðurpartinn af ljósmyndunum í henni. Bókin hefur þegar verið tilnefnd til verðlauna sem besta kokkabókin árið 2011 og verður með í keppni næsta árs þar sem hún er rétt ókomin út. Völli segir nálægðina við ferskt hráefni ætíð hafa verið mikla. „Ég er alinn upp í sveit við mikla laxveiðiá og fór á sjó 13 ára gamall. Hveravellir eru þarna fyrir ofan og pabbi gaf mér haglabyssu þegar ég var 12 ára til að fara á skytterí, þannig að hráefnið var Völli er alinn upp við eina mestu laxveiðiá Íslands en er hér við veiðar í fallegu umhverfi á Bahamas eyjum. Ljósmynd/Gunnar Konráðsson Náttúran kveikjan Matreiðslumeistarinn Völundur Snær Völund- arson er með mörg járn í eldinum. Hann rekur veitingastað á Bahamaeyjum, gefur út bækur og framleiðir sjónvarpsþætti. Nýjasta bók hans, Sil- ver of the Sea, hefur þegar verið tilnefnd sem besta kokkabókin árið 2011. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Völli ætlaði upphaflega að verða íþrótta- kennari. Hann stundaði nám í Lauga- skóla í Þingeyjarsýslu en sá á sumrin um matreiðslu í veiðihúsinu við Laxá í Aðaldal ásamt móður sinni. Á þessum árum var framtíðin ráðin þegar heim- ilisfræðikennarinn í Laugaskóla ráðlagði Völla að gerast frekar kokkur. Honum fannst gaman að elda og ákvað að fylgja þessum ráðum. Árið 1991 komst hann á samning hjá Perlunni sem þá var verið að opna. Samhliða vann hann öll sumur í veiði- húsinu og sem barþjónn á Ömmu Lú til að drýgja tekjurnar. Úr Perlunni lá leiðin til Frakklands í rúma tvo mánuði og síðan til Ore- gon í rúmt hálft ár. Þar eld- aði Völli á hóteli í hópi Íslendinga en eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Hafliða, eiganda Mosfellsbakarís. Í milli- tíðinni gekk hann hins vegar frá samn- ingi við Charlie Trotters í Chicago, sem þá hafði verið kosinn besti veitinga- staður í heimi. Þar starfaði Völli í eitt ár en kom eftir það heim og fór að vinna á Hótel Holti. Á þeim tíma sem Völli bjó í Chicago fékk hann símtal frá fólki sem hann hafði kynnst í gegnum veiðina heima á Íslandi. Þau vildu kynna hann fyrir manni sem væri að byggja hótel og veitingastað á Bahamaeyjum. Þá fóru hjólin að snúast og innan árs pakkaði Völli niður í tösku og hélt til Bahama- eyja. Þetta var árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Völli hefur frá árinu 2001 rekið sinn eig- inn stað, Sabor, sem tilnefndur hefur verið sem besti veitingastaður Bahama- eyja. Frá Aðaldal til Bahamaeyja Völundur matreiðir á bókamessunni í París, sem er sú stærsta sinnar tegundar. Ljósmynd/Gunnar Konráðsson

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.