SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Page 40
Lífsstíll
40 27. mars 2011
G
ott ef ég á ekki enn einhvers staðar heima
fyrstu púðurdósina mína. Hún er orðin ansi
gömul og var hluti af einhverju agalega fínu
setti. Man nú ekki alveg hvaðan það kom en
hef foreldra mína eða aðra ættingja grunaða um að hafa
borið þetta heim frá útlöndum handa
barninu. Svona til að leika sér með og
gott ef ég hef ekki smakkað á þessu
smá líka. Ég man að það var alla vega
nokkuð sérstök lykt af púðrinu. Ætli
ég hafi ekki byrjað fremur seint að
farða mig svona miðað við aðra. Á
fermingardaginn minnir mig að ég
hafi verið með smápúður og past-
elgrænan augnskugga frá Bourjois.
Pastellitir voru agalega móðins þá og
lengi var þetta franska snyrti-
vörumerki eitt af mínum uppáhalds.
Svo fór smám saman að bætast í snyrtibudduna og á
tímabili varð ég bara nokkuð djörf. Man að ég keypti
mér t.d. svartan, mjög glansandi gloss, notaði óspart
blautan eyeliner og klastraði svo maskara yfir ósköpin í
lokin. Svona var maður stífmálaður eins og dúkka og ég
fæ varla skilið hvernig ég gat brosað, borðað eða
drukkið með þetta allt saman framan í mér. Smám
saman fór ég nefnilega að draga úr förðuninni og finnst
óþægilegt að vera svona mikið máluð í dag. Vissulega
sparsla ég vel í allar holur og glufur. Þannig er dag-
kremið, púðrið og meikið farið að skipta æ meira máli.
Jarðlitir hafa tekið við af þeim pastellituðu á augun en
reyndar hef ég upp á síðkastið verið að bæta mig í vara-
litanotkun. Set gjarnan á mig mattan bleikan varalit ef
ég er á leið eitthvert að degi til en
skipti út fyrir djúsí gloss eða skær-
bleika varalitinn minn á kvöldin. Svo
passa ég mig á að nota nógan mask-
ara. Systir mín hefur skammað mig
fyrir að spara hann svo ég hef það í
huga og bretti bæði og mála augnhár-
in. Talandi um það, þá gaf litla systir
mín mér fyrsta augnhárabrettarann
og ja þann eina. Hann hefur nefnilega
dugað svo vel. Þá er líka komið að því
að ég játi að lengi vel sá litla systir,
sjö árum yngri, um það að farða mig
þegar ég fór eitthvað fínt. Eða bara á djammið. Mér
fannst ég svo miklu meiri klaufi en hún sem gat nostrað
við þetta alveg út í eitt. Svo í haust þá gerðist það. Hún
flutti út á land og ég varð að standa á mínum eigin
förðunarfótum. Held það hafi samt bara gengið ágæt-
lega. Svei mér ef ég hef ekki bara lært hitt og þetta af
henni í gegnum tíðina. Hún hefur í það minnsta hrósað
mér fyrir ágætt verk og ekki er það nú slæmt frá jafn-
góðum lærimeistara!
Brett og
sparslað
Það getur verið gaman að prófa
nýjar snyrtivörur og nú fara
hillur að fyllast af spennandi
nýjum sumarlitum.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
’
Svona var
maður stífmál-
aður eins og
dúkka og ég fæ varla
skilið hvernig ég gat
brosað, borðað eða
drukkið með þetta allt
saman framan í mér.
Fyrir þá sem eru kannski dálitlir klaufar og vildu gjarn-
an ná betra valdi á förðunarburstunum er um að gera
að fara á námskeið. Förðunarnámskeið eru haldin víða
og sums staðar er líka hægt að koma á ákveðnum
tíma dags eða fá stuttan tíma þar sem kennd er dag-
eða kvöldförðun. Allt eftir því hvað hver og einn vill og
þarfnast. Síðan er náttúrlega bara að æfa sig eins mik-
ið og hægt er. Sumir hafa líka nýtt sér tæknina og
horfa á kennslumyndbönd í förðun á Youtube. Það er
ekki alvitlaus hugmynd til að fá nýjar hugmyndir að
skemmtilegri förðun.
Nýjar hugmyndir
Með því að æfa sig nær maður betra valdi á förðuninni.
Förðun er oft jafnstór, ef ekki stærri, partur af útlitinu
en fötin sjálf. Við veljum gjarnan liti í augnskugga og
varalit eftir því sem við klæðumst og oft má lífga dálítið
upp á svartan klæðnað með því að farða sig með áber-
andi litum. Fyrir tískusýningar er líka mikilvægt að förð-
unin fari vel við klæðnaðinn. Það var handagangur í
öskjunni á tískuvikunni í New York fyrir sýningu á haust-
og vetrarlínu hönnuðarins Malandrino. Það þurfti ekk-
ert minna en þrjá til að undirbúa fyrirsætuna. Einn til
að lakka neglur og tvo til að sjá um andlitsförðunina.
Það myndi sjálfsagt flýta nokkuð fyrir manni að hafa
svo mikla og góða hjálp áður en haldið er út.
Áberandi förðun
Allir leggja sitt af mörkum.
Reuters
Litríkar umbúðir og skemmtilegt út-
lit getur haft áhrif á hvaða snyrti-
vörur við ákveðum að kaupa. For-
svarsmenn Tokidoki eru greinilega
með þetta á hreinu og hafa hann-
að heila línu af snyrtivörum og
fylgihlutum byggða á karakterum úr
japönskum teiknimyndasögum.
Alþjóðlegt samstarf
Fyrirtækið er bandarískt, með höf-
uðstöðvar í Los Angeles og var
sett á fót árið 2003 af hönnuðum
Simone Legno, Pooneh Mohajer og
Ivan Arnold. Snyrtivörurnar frá Toki-
doki fást meðal annars í banda-
rísku snyrtivöruversluninni Sephora
og er ekki annað hægt að segja en
að sköpunargleðið ráði ríkjum þeg-
ar kemur að pakkningum. Umbúðir
og snyrtivörurnar sjálfar eru mjög
litríkar og öðruvísi. Hver karakter á
sína sögu en hægt er að kaupa
maskara, gloss, púður og flestallt
annað í línunni. Auk þess töskur,
skartgripi og jafnvel sængurföt. Fyr-
irtækið hefur einnig verið í sam-
starfi við fræga hönnuði á borð
við Karl Lagerfeld, LeSportsac svo
og Hello Kitty og Levi’s. Fyrir
áhugasama má finna verslanir
Tokidoki í Los Angeles, New York
og Mílanó.
Litríkar
snyrtivöru-
umbúðir
Litríkir púðurburstar, maskarar, bara nefndu það!