SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 42

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Side 42
42 27. mars 2011 É g minntist í síðasta þætti á Vest- ur-Íslendinginn og rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason (1866-1945), þann sem m.a. skrifaði vinsælar sögur um Eirík Hansson og Brasilíufarana. Oft hef ég undrast að hann skuli hafa getað samið slík snilld- arverk á íslensku, þegar þess er gætt að hann yfirgaf Ísland aðeins níu ára. Vissu- lega var hann löngum í „íslensku“ um- hverfi, en skólagangan var frá upphafi í enskumælandi veruleika – og hann var af- ar vel lesinn í enskum og amerískum bók- menntum. Íslenskir ritdómarar áttu það til að finna að málfari hans; fleiri voru þeir þó sem hrósuðu honum, m.a. sjálfur Matthías Jochumsson. Auðvitað má greina ensk máláhrif í textum Jóhanns Magnúsar, og mig langar til að sýna fram á það síðar í góðu tómi. En á móti kemur að stíláhrif enskra snillinga hafa augljóslega haft þau áhrif að rit hans urðu eins lifandi og leikandi og raun ber vitni (innskot: Við þyrftum að ræða miklu meira um stíl; við eltumst gjarnan við orðalag og beygingar en gleymum heild- arsvipnum). Það var í frásagnartækni Jó- hanns Magnúsar eitthvað alveg nýtt og heillandi sem hefur hrifið lesandann beggja vegna hafsins. Sérstaklega vek ég athygli á samtölunum og þeim sérkennum í málfari sem skáldið gefur hverri persónu. En hér langar mig að sýna dæmi um það hvernig Jóhann Magnús „kallaðist á“ við sér eldri íslenskan höfund. Í fjórða kafla sögunnar af Eiríki Hans- syni segir frá því þegar söguhetjan hefur flúið frá frú Patrik í annað sinn og er nú í hestakerru á lokaáfanganum heim í Ís- lendinganýlenduna í Mooseland í Nýja- Skotlandi: Við þutum af stað eins og elding. Áfram, áfram, fram hjá húsum og hlöðum, yfir ár og læki og gegn um þorp og kauptún, eins og leiðin lá. Áfram, áfram eftir rennisléttum veg- inum, sem lá meðfram Musquodobo- it-fljótinu. Áfram, áfram í hendings kasti fram hjá búðinni hans Jóns Higgins, fram hjá Corbacks-þorpinu, fram hjá búgarðinum hans Daniels Reids, fram hjá myllunni hans Archi- baldar, upp hálsinn hjá búgarðinum hans Bob Millers, og þaðan inn í Mooselands-skógana. Áfram, áfram! Ferð er lýst með síendurtekningu orðs- ins áfram (samklifun (epizeuxis) og upp- hafsklifun (anafora)); og smáorðin fram hjá, yfir, gegn um, upp og inn stuðla að stígandi í frásögninni. Hið margend- urtekna fram hjá gefur einnig í skyn hrað- ann og óþolinmæðina (sem síðan breytist í sorg þegar Eiríkur kemst að því að amma hans sé dáin). Síðustu orðin kallast á við upphafið (symploce). Liðfallið (það vant- ar bæði umsögn og frumlag) ýtir undir tilfinningu hraða og spennu. Enginn vafi er á því að Jóhann Magnús hefur lesið smásöguna Vonir eftir Einar H. Kvaran sem birtist árið 1890. Hún hefst á þessum orðum: Áfram, áfram! Áfram móti gustinum, sólþrungnum, glóðheitum, sem and- ar á innflytjandann, ef hann stingur höfðinu út úr vagnglugganum. Áfram yfir sléttuna, ómælilega, endalausa, fulla af friði, minnandi á hvíldina ei- lífu. Áfram til undralandsins, fyr- irheitna landsins, landsins, þar sem vinir og landar bíða eftir manni, óþreyjufullir eftir að biðja mann vera velkominn, faðma mann, kyssa mann; landsins, þar sem auðurinn og ánægjan og gæfan og frelsið og virðingin bíða manns, og hlaupa upp í fangið á manni, óðara en mann ber að garði; landsins, sem embætt- ismennirnir heima sögðu að væri helvíti, og útflutninga-agentarnir sögðu að væri paradís! Áfram, áfram! Þórir Óskarsson lýsir þessum upphafs- orðum Vona í Íslenskri stílfræði (1994:544-545) og fræðiorðin hér að ofan fékk ég að láni hjá honum. Augljóst er sambandið milli þessara tveggja texta. Jó- hann Magnús hefur hrifist af skáldbróður sínum sem einmitt bjó vestanhafs þegar hann samdi Vonir þar sem lýst er óþol- inmæði Íslendingsins í járnbrautarlestinni að komast loks alla leið til landa sinna í Winnipeg (og verða svo fyrir miklum vonbrigðum). Jóhann Magnús hefur vilj- að gera tilbrigði við þetta stef Einars Kvaran og tekist bærilega. Nú er unnið að útgáfu á dagbókum Jó- hanns Magnúsar. Þetta er gullnáma um líf vestur-íslensks listamanns og samfélag hans. Og sögurnar um Brasilíufarana og Eirík Hansson eru væntanlegar í hand- hægri útgáfu jafnframt því sem hlusta.is hefur látið lesa þær upp. Tölum meira um stíl ’ Við þyrftum að ræða miklu meira um stíl; við eltumst gjarnan við orðalag og beygingar en gleymum heildarsvipnum El ín Es th er Hvert þá? Áfram, áfram, áfram, áfram! Áfram, áfram! Ég er ekki alveg viss um að þú skiljir hvernig þetta virkar... Málið Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Þ etta er stærsta þýðingarverkefni sem ráðist hefur verið í á ís- lenskum bókmenntum, og stærsta þýðingarverkefni í ein- um bókaflokki í veröldinni, eftir því sem við komumst næst,“ segir Jóhann Sig- ursson, útgefandi hjá Sögu forlagi, um heildarútgáfu Íslendingasagnanna á dönsku, norsku og sænsku sem unnið er að á hans vegum. „Þetta verða um það bil 9.000 hefð- bundnar blaðsíður, um þrjár milljónir orða í þessum þremur útgáfum. Þetta eru 40 Íslendingasögur og 54 sagnaþættir að auki. Þetta er alveg sama innihald og í ensku útgáfunni.“ Þessar nýju þýðingar byggjast á heildarútgáfu sagnanna á ensku sem Jó- hann stóð að ásamt Sigurði Viðari Sig- mundssyni sem nú er látinn, en sú útgáfa kom út árið 1997. Þeim hefur hvarvetna verið vel tekið og fengið mikla umfjöllun. „Í framhaldi af útgáfunni á ensku gerðum við samning við Penguin um út- gáfu á tíu stökum kiljum úr heildarútgáf- unni, sem við ritstýrðum og undir- bjuggum fyrir prentun en þeir dreifðu um allar jarðir,“ segir Jóhann. „Þessar út- gáfur hafa margfaldað útbreiðslu Íslend- ingasagnanna frá því sem áður var. Stefnt er að svipuðum útgáfum á Norð- urlöndum. Þessar bækur hafa þegar selst í mjög stórum upplögum en langmest hef- ur selst af svokallaðri „Best of …“-bók sem er þykkt bindi og inniheldur meðal annars höfuðsögurnar Laxdælu, Grettlu og Egils-sögu, auk annars góðgætis. Sú bók hefur til að mynda selst gríð- arvel í bókaverslunum hér á landi síðustu sumur og þess má geta að hún hefur verið í „Book of the Month“-klúbbnum. Í stökum útgáfum seljast Njála, Egla, Grettla og Laxdæla best, og einnig er fín sala í bók sem Gísla-saga Súrssonar og Eyrbyggja eru saman í. Stjórnendur Penguin vöktu máls á því á dögunum að þeir íhugi að bjóða okkur að þeir gefi heildarsafnið út aftur, í lúxusbandi með sérstöku skýringabindi, og nú er verið að ræða það.“ Jóhann segir áhuga erlendra lesenda á Íslendingasögunum sífellt vera að aukast. „Í Háskóla Íslands eru til tölur um að yfir tuttugu prósent af erlendum ferða- mönnum sem komi hingað til lands komi vegna áhuga á sögunum. Víða um land er fólk í ferðaþjónustu í síauknum mæli að undirbúa það að geta sýnt ferðamönnum sögustaði og sögu- slóðir, því áhuginn er mikill.“ Leitaði stuðnings á Norðurlöndum Jóhann hratt hinu stóra norræna þýðing- arverkefni af stað árið 2007 og er óhætt að taka undir að það sé mikið að vöxtum; alls koma á sjöunda tug þýðenda, fræði- manna, yfirlesara og ritstjóra að því. Út- gáfustjóri þýðinganna er Gísli Sigurðsson, rannsóknaprófessor á Árnastofnun, og með honum í ritnefnd eru tveir fyrrver- andi forstöðumenn Árnastofnunar, Jónas Kristjánsson og Vésteinn Ólason, Örn- ólfur Thorsson, íslenskufræðingur og for- setaritari, og Viðar Hreinsson íslensku- fræðingur, sem ritstýrði ensku útgáfunni. Þá eru sérstakir ritstjórar þýðinganna í hverju hinna þriggja landa; prófess- orarnir Jon Gunnar Jörgensen og Jan Ragnar Hagland í Noregi, Annette Lassen, fræðimaður hjá Stofnun Árna Magn- ússonar í Kaupmannahöfn, fyrir hönd Danmerkur, og Kristinn Jóhannesson lektor og Karl-Gunnar Johansson dósent fyrir Svíþjóð. „Í kjölfarið á ensku útgáfunni fannst mér kominn tími til að huga að þessum sameiginlega arfi allra Norðurlandanna og fara í samstillt norrænt átak um að gefa Íslendingasögurnar út í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, í heildarútgáfu sem byggðist á ensku útgáfunni,“ segir Jó- hann. Alþingi veitti fyrst stuðning til verks- ins, árið 2007, og dugði það framlag til að ýta verkinu úr vör. „Svo dró ský fyrir sólu, þegar hrunið kom,“ segir hann. „Þá hafði ég gert Rúmlega 50 að þýða Íslandinga- sögurnar á Norðurlandamál „Þetta er stærsta þýðingarverkefni sem ráðist hefur verið í á íslenskum bókmenntum,“ segir Jóhann Sigurðsson útgefandi um væntanlega heildarútgáfu á Íslendingasögunum á dönsku, norsku og sænsku. Á sjöunda tug þýðenda, yfirlesara og ritstjóra koma að verkinu. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.