SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 2
2 24. júlí 2011
Við mælum með
23. júlí
Á Mærudögum á Húsavík er þétt
dagskrá í fimm daga. Margt
skemmtilegt verður á döfinni í
dag, laugardag, svo sem strand-
blak, hoppkastalar, ljósmynda-
maraþon, krakkahlaup, hrúta-
sýning og dansleikur með
„kónginum sjálfum“. Á sunnu-
dag er söguganga um Húsavík
með Hafliða Jósteinssyni,
mærumessa í skrúðgarðinum og
opunun myndlistarsýningar
nemenda við LHÍ.
Morgunblaðið/RAX
Mærudagar á Húsavík
4-8 Vikuspeglar
Símahleranirnar í Bretlandi, Patreus nýr yfirmaður CIA og hung-
ursneyð í Sómalíu.
18 Skrifum ekki ódýra brandara
Ragnar Bragason vinnur að gerð nýrra sjónvarpsþátta.
31 Af presti ertu komin
Hildur Eir Bolladóttir opnar myndaalbúmið.
32 Ekkert til hollara en
að syngja
Ólöf Jónasdóttir frá Vogum í Mývatnssveit
átti 95 ára afmæli í vikunni.
34 Ertu dóttir þess
hávaxna sem var hér á
síðasta ári?
Var Kristín spurð um í Kína en hún synti þar
yfir Guluá í erfiðri keppni.
36 Sigurganga Opruh Winfrey
Seldi sig, notaði eiturlyf og stal frá mömmu sinni. Leið Opruh Winfrey
til mikils sigurs í Bandaríkjunum var ekki auðveld.
40 Hola í höggi
María Ólafsdóttir veltir lífsstíl golfara fyrir sér, búnaði og klæðaburði.
Lesbók
48 Brautryðjandi kveður
Listaháskólann
Rætt við Ragnheiði Skúladóttur sem er að hætta sem deildarforseti
leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands eftir 11 ár í starfi.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Sigurgeir Sigurðsson
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
F
ór nýlega með vinkonu minni frá Slóvak-
íu í flugferð. Hún er orðin 33 ára og þetta
var í fyrsta skiptið sem hún steig uppí
flugvél. Ég varð síðastur í mínum vina-
hópi til að fara uppí flugvél og fljúga til útlanda, ég
var ellefu ára. Þetta minnti mann aðeins á það
hvað það er mikill lúxus að vera Íslendingur. Því
þótt hluti af ástæðunni fyrir því að hún hafði aldr-
ei ferðast með flugvél væri að það er minni þörf til
þess þegar maður býr í Mið-Evrópu, þá var einnig
hluti af ástæðunni sú að fjárráðin eru minni þar en
hér. Hún varð strax pirruð þegar við vorum í hlið-
inu og hún þurfti að taka af sér beltið og fara úr
skónum. Svo roðnaði hún þegar vörðurinn gerði
líkamsleit á henni og lét hana lyfta upp höndum
og þuklaði á henni frá toppi til táar. Dóni sagði
hún um greyið kvenvörðinn sem var ekkert dóna-
leg við hana. Þegar í flugvélina var komið sat hún
fyrst og sagði endurtekið: Þetta verður ekkert
mál, þetta verður ekkert mál. En þegar vélin fór
loksins í loftið sneri hún sér allt í einu hratt að mér
og klemmdi andlitið á milli handar minnar og
sætis. Svo kreisti hún hönd mína svo fast að ég
þurfti að taka aðeins á móti til að vernda vöðva og
bein. Svo þuldi hún eitthvað í sætið sem ég heyrði
ekki hvað var. Kannski fór hún með bænirnar sín-
ar. Hún hætti sér samt með andlitið aftur undan
baki mínu en hélt áfram í hönd mína, mjög fast. Ég
byrjaði að segja henni rólega að þetta væri örugg-
asti ferðamátinn, það væri hættulegra að fara í bíl-
ferð, sjóferð, það væri hættulegra að ganga úti á
götu, það væri nánast hættulegra að setjast í sóf-
ann heima hjá sér, því þar gerast slysin. Hún
svitnaði bara og róaðist ekkert við þetta. Ég sagði
henni að líta í kringum sig, í vélinni væru tvö
hundruð manns, það væru allir rólegir nema hún,
því þetta væri svo öruggt. Já, já, hér erum við í
lausu lofti í þúsund metra hæð og allir eru rólegir
nema ég. Þið eruð kolklikkuð, ekki ég, sagði hún
af mikilli sannfæringu.
Börkur Gunnarssonborkur@mbl.is
Merkilegt að fólk skuli geta verið afslappað í þotu í þúsund metra hæð yfir jörðu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aldrei flogið á ævi sinni
24. júlí
Lokatónleikar
Reykholts-
hátíðar með
einvalaliði
hljóðfæraleik-
ara kl. 16. Fyrr
um daginn eða kl. 14 verða
hátíðartónleikar í tilefni af 15
ára vígsluafmæli Reykholts-
kirkju.
23.-24. júlí
Djasstríó
Sunnu Gunn-
laugs spilar í
menningar-
veislu á Sól-
heimum í dag, laugardag. Einnig
heldur Pétur Thomsen nám-
skeið í náttúruljósmyndun og
ljósmyndamaraþon. Á sunnu-
dag verður messa í Sólheima-
kirkju kl. 15.
24
13
Verð áður 1498 kr. kg
Grísahnakki á spjóti. Þú velur:
New York eða hvítlauks- og rósmarín
marinerað
10 9kr.kg
30%afsláttur
fyrst og fremst ódýrt