SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 18
18 24. júlí 2011 V erkefnið er hvað lengd varðar eitt af stærstu leiknu verk- efnum sem hafa farið í tökur hér á landi. Ragnar segir hug- myndina að Heimsenda hafa líkt og svo margar legið í loftinu í ákveðinn tíma áður en stokkið var á að koma henni í fram- kvæmd. „Ég hef nú aldrei starfað sjálfur á geðdeild eða átt við geðsjúkdóm að etja. Hinsvegar þekki ég marga sem hafa kynnst þessu af eigin raun. Ófáir leikarar hafa t.a.m. starfað tímabundið inni á geð- deild. Þegar við vorum að gera Vakta- seríurnar kom líf á geðdeildum oft til tals, bæði sjónarhorn starfsmanna og vist- manna. Upphaflega hugmyndin var að kvikmyndin Bjarnfreðarson gerðist að hluta til á geðdeild en svo þróaðist hún í aðra átt en eftir stendur að þetta hefur verið að gerjast mjög lengi með mér og ég er að nota ýmislegt sem var í þeirri upp- haflegu hugmynd. Maður er alltaf að leita að vettvangi fyrir áhugaverðar sögur og fólki sem hefur áhugaverðar sögur að segja. Í skáldskap er löng hefð fyrir því að leita í jaðar sam- félagsins og á geðdeildum er náttúrulega hafsjór af áhugaverðu fólki.“ Hælið að hverfa „Ástæðan fyrir því að við látum þetta ger- ast fyrir tuttugu árum síðan er að sög- urnar sem við höfðum heyrt voru margar frá þeim tíma og umhverfið í þessum mál- um hefur breyst talsvert mikið. Þjónustan er meira úti í samfélaginu o.s.fr.v. Hælið er því að hverfa úr okkar samfélagi, sem betur fer. Ég hafði lengi vitað af hælinu á Arnarholti sem hefur staðið autt í ein 7-8 ár. Það að vera með tilbúinn tökustað af þessari stærðargráðu hafði mikið um að segja að hugmyndin varð að veruleika. Þetta er náttúrlega mjög táknrænt hvernig fólki var bolað út úr bænum til að ná geð- veiku fólki út úr samfélaginu svo það myndi ekki stuða okkur hin.“ Vonar að þættirnir hafi áhrif „Ég vona að þættirnar verði til þess að umræðan dýpki. Með því að vinna vel í persónusköpuninni myndast tengsl við persónurnar. Áhorfendur fara þá vonandi að horfa fram hjá einhverjum sjúkdóms- einkennum sem athyglin dregst gjarnan að. Einstaklingur sem er að kljást við geð- sjúkdóm er ekki sjúkdómurinn sjálfur, heldur manneskja sem í eina tíð lifði eðli- legu lífi, átti vonir og væntingar en svo gerðist eitthvað sem sneri öllu á hvolf og lífið tók nýja stefnu. Lífseigasta goðsögnin er að fólk með geðraskanir sé hættulegt. Maður sér merki þess víða t.d. í þýðingum á erlendum kvikmyndum þar sem sið- blindur morðingi fær þýðinguna geð- sjúkur morðingi. Geðveikt fólk er hins- vegar í fæstum tilfellum hættulegt.“ Mikil rannsóknarvinna Ragnar segir að hugmyndin hafi aldrei verið að þættirnir yrðu áróður eða myndu snúast um að bæta hag geðsjúkra. „Þetta er ekki heimildarmynd en við fórum út í gríðarlega rannsóknarvinnu þar sem við tókum fjölmörg viðtöl við fólk sem hefur verið í ólíkum hlutverkum innan kerf- isins. Við reyndum að hitta sem flesta til Pétur Jóhann í nýju hlutverki. Eigum við að ræða það eitthvað? Heims- endir í nánd Ragnar Bragason vinnur nú að gerð nýrra sjónvarpsþátta sem gerast inni á geðveikrahæli um verslunarmannahelg- ina árið 1992. Þættirnir sem verða níu talsins og hver þáttur verður 40 mínútur að lengd eru að mestu leyti unnir af sama fólki og gerði Vaktaseríurnar vinsælu. Hallur Már hallurmar@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.