SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Qupperneq 22
22 24. júlí 2011
Þ
að ganga pestirnar í efnahagslífi Vest-
urlanda. Veiran virðist við fyrstu sýn
önnur austan Atlantshafs en sú sem sló
sér niður fyrir vestan, en báðar koma þó
úr sama jarðvegi. Þeim jarðvegi sem bólan mikla,
sem sprakk haustið 2008, var einnig sprottin úr.
Svo illviðráðanleg er efnahagspestin þó beggja
vegna úthafsins að hið venjubundna efnahagslíf
fær ekki við neitt ráðið. Enda eru bankar ekki eins
áberandi í sjúklingahópnum og síðast var, þótt
þeir séu ekki langt undan, illa haldnir að sjá, en
líklega eru þó duldu einkennin enn verri við-
ureignar. Sú varð að minnsta kosti raunin hér
norður frá.
Nú eru það ríki og samtök þeirra og bandalög
sem eiga sjúklinga í stærstu rullum. Allt sem
kjörnir forystumenn ESB sögðu um að staða ein-
stakra ríkja væri traust, að minnsta kosti traustari
en kröfuhafar og matsfyrirtæki gæfu til kynna,
reyndist innistæðulaust fleipur. Sú niðurstaða
hefur ekki aðeins leitt til þess að nú er horft ofan í
galtóma ríkiskassa í sífellt fleiri höfuðborgum, því
að auki hefur trúverðugleiki opinberra yfirlýsinga
breyst í gúmmítékka sem enginn gerir mikið með.
En það þýðir þó ekki að stjórnmálamennirnir séu
hættir eða hafi bætt sína hegðun. Þeir eru enn að.
Vestan ála
Í Bandaríkjunum snýst slagurinn um það, hvort
að ríkissjóður landsins verður látinn reka sig und-
ir það skuldaþak sem þingið hafði áður sett eða
hvort þakið verði einfaldlega hækkað eins og
jafnan hefur verið gert fram til þessa. Báðar fylk-
ingar þar í landi segjast vilja hemja skuldasöfnun
ríkisins. Demókratar með því að hækka skatta, en
repúblikanar með því að draga úr útgjöldum.
Hvorugt dugar þó til, svo lánaþakið verður að
hækka hvað sem tautar, en leiðirnar tvær marka
skilyrðin, sem hvor blokk setur fyrir samþykki
sínu á hækkun þaksins. Slík hækkun þarf aukinn
meirihluta í þinginu og því hefur hvor fylking
neitunarvald gagnvart hinni. Nú mundu margir
ætla að repúblikanar hefðu sterk spil á hendinni í
þessari deilu. Þeir virðast fylgja leið hinnar hag-
sýnu húsmóður á meðan demókratar fylgja leið
hins skuldsækna heimilisföður, sem kann ekki
fótum sínum forráð. En ekki er allt sem sýnist.
Sigli repúblikanar (sem eru í hlutverki stjórn-
arandstöðu gagnvart forsetanum, þótt þeir hafi
meirihluta í fulltrúadeildinni) málinu til enda,
vegna óbilgirni demókrata, eins og þeir orða það
og Bandaríkin reka sig undir þakið, þá munu mjög
háværar bjöllur taka að hringja og heyrast í þeim
víða. Bandaríkin standa þá „tæknilega ekki í skil-
um“ eins og það er orðað. Við því verða matsfyr-
irtæki að bregðast. Bandarísk ríkisskuldabréf
yrðu þá ekki lengur í toppsæti traustsins á alþjóð-
legum mörkuðum. Færi svo er talið að áhrifin
yrðu mikil. Vaxtakostnaður ríkisins, fylkja þess,
banka og stærstu fyrirtækjanna myndi hækka.
Hlutabréf myndu lækka mjög í verði og efnahags-
lífið spinnast hratt í öfugan spíral með ófyrir-
séðum afleiðingum. Vafalítið yrði reynt að kenna
repúblikönum um hvernig komið væri og víst er
að mörgum stuðningsmanni þeirra yrði ekki
skemmt. Sporin hræða. Því að repúblikanar, sem
voru á sínum tíma á mikilli siglingu undir forystu
Newts Gingrich, forseta fulltrúadeildarinnar, eftir
góðan kosningasigur, gengu í gegnum þetta áður.
Þá var andstæðingurinn Bill Clinton, sem sakaður
var um efnahagslega óráðsíu, sjálfsagt ekki alveg
að ósekju. Clinton setti á svið miklar samninga-
viðræður og langar með margvíslegum sátta-
nefndum og virtist leggja sig allan fram um að ná
til andstæðinganna. Þegar lyktir urðu þær að
repúblikanar neituðu að samþykkja fjárlög vegna
„óráðsíu“ forsetans stöðvaðist margvíslegur rík-
isrekstur með miklum óþægindum fyrir hinn al-
menna borgara. Clinton vann slaginn um spun-
ann og repúblikönum var kennt um að allt væri
komið í kalda kol. Þeir hefðu haft mikið til síns
máls en farið offari. Newt Gingrich, sem talinn var
ótvíræður forystumaður á hægri vængnum, skað-
aðist mjög og sigurganga flokks hans stöðvaðist.
Það var ekki endilega sanngjörn niðurstaða, en
um það er ekki spurt að leikslokum. Þessu hefur
enginn gleymt þar vestra. Ekki er endilega víst að
repúblikönum yrði nú kennt um fall Bandaríkj-
anna úr fyrsta sæti skuldara. Barack Obama hefur
ekki spunatakta Bills Clintons. En áhættan er þó
mikil fyrir andstæðinga hans. Þeir sækja fylgi sitt
til þeirra sem vilja ábyrga fjármálastjórn. Þeim
hópi hefur geðjast vel að baráttunni fram til þessa.
En þeir eiga líka drjúgan stuðning hjá þeim sem
ekki vilja með nokkru móti að Bandaríkin missi
efnahagslegan trúverðugleika sinn með öllum
þeim kostnaði sem því mun fylgja, ásamt þeim
sálfræðilegu öngum sem missir álits eitt og sér
mun valda. Um þessar mundir eru því taugarnar
þandar til hins ýtrasta og kannski snýst spurn-
ingin einmitt um það hvor hópurinn heldur haus.
Austan ála
Austan við álana eru átökin með aðeins öðrum
brag. Þar er öll pólitíkin um borð í sama skipinu
sem er á siglingu fjarri þeim ströndum sem al-
menningur stendur á og starir út í mistrið. Allar
yfirlýsingar hinna miklu leiðtoga ESB hafa reynst
froðan ein. Þær má rekja mánuði aftur í tímann og
engin þeirra stóðst. Allt átti að vera í besta lagi á
evrusvæðinu. Þetta og hitt sem menn óttuðust að
myndi gerast fyrr en varði var að sögn leiðtog-
anna með öllu útilokað. Því mætti treysta. En svo
gerðist allt sem spáð hafði verið. Leiðtogar evru-
svæðis og Seðlabanki svæðisins fullyrtu glaðbeitt-
ir að allir ættu auðveldlega fyrir sínum skuldum.
Allir vita nú um sannleiksgildi þess. Evran hefði
aldrei staðið fastari fótum og vandræðin sem verið
væri að fjasa um væru bara í höfðinu á fjösurunum
sjálfum. Miðað við allar þessar sjálfshólsyfirlýs-
ingar er skrítið að leiðtogarnir hafi aldrei þurft að
biðjast afsökunar á að hafa farið með slík ósann-
indi og vakið svo falskar vonir. Þeir eru jafn kok-
Reykjavíkurbréf 22.07.11
Að hnerra eða hnerra ekki, það