SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 26
26 24. júlí 2011 L jósmyndarinn Jón R. Hilmarsson gaf nýverið út ljósmyndabókina Ljós og nátt- úra. Viðfangsefni bókarinnar er Skagafjörður. Jón hefur starfað sem skólastjóri grunnskólans á Hofsósi í Skagafirði frá því hann flutti þangað árið 2005. Ljós og náttúra er fyrsta ljósmyndabók Jóns, en hann byrjaði að taka myndir árið 2007. „Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta verkefni er sú að ég hafði séð að í öðrum ljósmyndabókum voru mjög fáar mynd- ir úr Skagafirði,“ segir Jón. „Yfirleitt hoppuðu menn yfir þetta svæði og hreinlega slepptu því. Þannig að ég sá þarna tækifæri til að búa til ljós- myndabók sem fjallar eingöngu um Skagafjörð. Ég hafði haldið, frá árinu 2009, nokkrar ljósmyndasýningar og fengið góð viðbrögð við myndunum mínum, og því fannst mér þetta rökrétt framhald.“ Skagafjörður hefur lengi vel getið sér gott orð fyrir hestamennsku og hrossa- rækt, og á það því vel við að í bókinni er að finna fallegar myndir af hestum. Skagafjörður liggur á milli Tröllaskaga og Skaga. Í Skagafirði liggja þrjár eyjar; Málmey, Drangey og Lundey, en nafnið er einnig haft um héraðið umhverfis fjörðinn. Myndirnar í bókinni eru fallegar og sýna hvaða náttúruperlur Skagafjörðurinn hefur að geyma. „Ég lagði upp með að hafa myndir af öllum Skagafirði frá öllum árstíðum og ég tel að það hafi tekist vel til. Ég vandi mig á að hafa myndavélina meðferðis í bílnum á ferð minni um Skagafjörðinn og oft þurfti maður að hlaupa til með vélina þegar tækifæri gáfust,“ segir Jón. Geisladiskur fylgir með bókinni. Jón er kvæntur Alexöndru Chernyshova óperusöngkonu, en geisladiskur með klassíkum lögum í hennar flutningi fylgir með bókinni. Jón var á ferðalagi á Spáni þegar hann kynntist Alexöndru, en hún var fararstjóri yfir hópi af krökkum frá Kiev sem bjó á spænskum heimilum í einn mánuð. Alexandra er fædd í Kiev í Úkraínu, en fluttist hingað til lands árið 2003. Hún hefur verið áberandi í tónlistarlífinu fyrir norðan m.a. stofnað Óperu Skagafjarðar og Draumaraddir og gefið út þrjár plötur: Alexandra soprana árið 2006, Draum árið 2009 og nú plötuna Aðeins þú, en hún fylgir sem fyrr segir með bók- inni. „Við vorum að stefna að útgáfu hvort í sínu lagi, en svo sáum við síðasta vetur að það gæti verið sniðugt að gefa þetta út svona saman og það gæti jafnvel styrkt útgáfuna hjá okkur báðum,“ segir Jón. „Tengingin er sú að við teljum myndirnar fallegar og róm- antískar, sem er einmitt í takt við lögin á plötunni, en þau eru falleg og rómantísk.“ Á plötunni flytur Alexandra nokkur þekkt lög sem hún tók upp sjálf og útsetti. Þá eru tvö frumsamin lög eftir hana á plötunni. Bókin og platan fara vel saman og tilvalið er að hlusta á tónlistina á meðan flett er í gegnum bókina. Myndin er tekin í apríl 2007 á Hofsósi, þarna eru þvottasnúrurnar á Skjaldborg í aðalhlutverki ásamt fallegri kvöldsólinni og Drangeynni. Hjónin Jón R. Hilmarsson og Alexandra Cherny- shova standa saman að útgáfunni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.