SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 30
30 24. júlí 2011 F jölmiðlahneykslið í Bretlandi hefur leitt til þess að nú er rætt um það þar í landi að endur- skoða löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum og færa hana í nútímalegra horf. Sá sem hefur haft forystu um þær umræður er Ed Miliband, hinn nýi leiðtogi Verkamannaflokksins. Tilefnið er mis- notkun aðstöðu á dagblöðum í eigu ástr- alska blaðakóngsins Ruperts Murdoch, sem ræður yfir um 40% af brezka blaða- markaðnum. Nú er það ekki svo, að engar reglur hafi gilt um eignarhald á fjölmiðlum í Bret- landi. Þvert á móti. Áður en Murdoch fékk leyfi til að kaupa The Times í London fyrir um þremur áratugum fór fram rækileg skoðun á ferli hans í blaðaútgáfu og skil- yrði voru sett fyrir kaupunum. Hann fékk að kaupa blaðið en hafði skilyrðin að engu og komst upp með það. Nú er á ný rætt um það í ljósi símahlerana blaða hans, hvort hann teljist hæfur (fit and proper) til að eiga Sky-sjónvarpsstöðina alla. Sérstakar reglur um eignarhald á fjöl- miðlum eru til staðar í flestum löndum í okkar heimshluta þar á meðal í Bandaríkj- unum. Þar varð Murdoch að taka upp bandarískt ríkisfang til þess að geta átt hlut í fjölmiðlun vestan hafs umfram ákveðin mörk. Þar eru í gildi lög, sem gera kleift að dæma eigendur og stjórnendur fjölmiðla, sem hafa bandarískt ríkisfang, þótt hið refsiverða athæfi sé framið í öðru landi. Þannig er hugsanlegt að dæma stjórnendur Murdoch-samsteypunnar í Bandaríkj- unum fyrir refsivert athæfi í Bretlandi. Hér á Íslandi eru engar reglur um eign- arhald á fjölmiðlum. Þó er hér meiri sam- þjöppun í slíku eignarhaldi en þekkist í nokkru öðru lýðræðisríki á Vesturlöndum. Í framhaldi af þeim umræðum, sem hafnar eru í Bretlandi er tímabært að taka þessi mál upp til nýrrar umræðu hér eftir þau átök, sem urðu um svonefnd fjölmiðlalög á árinu 2004. En jafnframt er tilefni til að efna til ítarlegri umræðu um fjölmiðlana á Íslandi og starfsemi þeirra. Með skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis fyrir rúmu ári var birt greinargerð frá Rannsóknarsetri um fjölmiðla og boð- skipti þar sem sagði m.a.: „Ástæða er einnig til að ætla að sú sam- þjöppun á eignarhaldi, markaðsvæðing og harðnandi samkeppni, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni hafi sett mark sitt á fjöl- miðla hér á landi eins og víðast annars staðar. Full ástæða er til að frekari rannsóknir fari fram á starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla. Fáar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar og þessi rannsókn var afmörkuð við tiltekna þætti. Brýnt er einnig að fram fari umræða um hvaða breytingar þurfi að gera til þess að fjölmiðlar geti sinnt aðhalds- hlutverki sínu.“ Ástæða er til að taka undir þessi orð Rannsóknarseturs um fjölmiðla og boð- skipti í skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis. En hvað þarf að rannsaka? Í fyrsta lagi er mikilvægt að fram fari ít- arleg rannsókn á umfjöllun fjölmiðla, bæði dagblaða, ljósvakamiðla og tímarita í að- draganda hrunsins á þeim álitamálum, sem upp komu í íslenzku þjóðlífi og þá sér- staklega fjármálageiranum síðustu árin fyrir hrun. Hvernig fjölluðu fjölmiðlar um gagnrýni greiningardeilda erlendra banka og annarra fjármálafyrirtækja á íslenzku bankana frá því í lok nóvember 2005 og fram á vor 2006? Hvernig fjölluðu fjöl- miðlar um húsnæðislánavafningana, sem fréttir bárust um frá Bandaríkjunum sum- arið 2007 og áhrif þeirra frétta á fjár- málamarkaði og þar á meðal á stöðu ís- lenzku bankanna og útrásarfyrirtækjanna á þeim tíma og fram að hruni? Í öðru lagi er mikilvægt að fram fari í ljósi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis rannsókn á því hvernig fjölmiðlar á Íslandi voru fjármagnaðir á fyrstu árum nýrrar aldar, bæði fyrir hrun og eftir. Hvaðan komu peningarnir til þess að halda þeirri miklu fjölmiðlun gangandi, sem hér var og er til staðar? Hún var ekki og er ekki sjálf- bær. Hvaða komu og koma peningarnir? Þetta tvennt er forsenda þess, að hér geti hafizt skynsamlegar og málefnalegar um- ræður um þriðja þátt málsins, sem er stað- an á fjölmiðlamarkaðnum, samþjappað eignarhald á fjölmiðlum, sem er langtum meira en það sem nú eru gerðar at- hugasemdir við í Bretlandi og með hvaða hætti hægt sé að draga úr þeirri sam- þjöppun eignarhalds og koma þar með í veg fyrir þá misnotkun, sem komið hefur í ljós í Bretlandi að fram hefur farið í skjóli slíkrar samþjöppunar. Í stórum dráttum hafa þessar umræður í öðrum löndum snúizt um tvennt: annars vegar að einn aðili verði ekki ráðandi um of á blaðamarkaði. Hins vegar að ekki verði of mikil tengsl á milli blaðaútgáfu og sjón- varpsstarfsemi. Það fer svo eftir aðstæðum á hverjum stað hvers konar reglur eru settar um þetta efni. Einu sinni varð Mur- doch að selja blað í Chicago til þess að geta eignast sjónvarpsstöð á því svæði. Nú er spurt hvort Murdoch sé „fit and proper“ til að eiga sjónvarpsstöð í Bretlandi. Á seinni árum hefur netið komið til sög- unnar, sem vekur upp nýjar en annars konar spurningar. Það er mikilvægt að við gerum nýja til- raun til að ræða þessi mál á efnislegum for- sendum en ekki með pólitísku skítkasti eins og gerðist 2004. Þetta mál snýst ekki um að koma einhverjum einstaklingi á kné eða upphefja annan. Það snýst um að tryggja jafnvægi í lýðræðislegum um- ræðum á Íslandi. Reynsla okkar það sem af er þessari öld sýnir því miður að það er hægt að hafa áhrif á skoðanir fólks með því að setja gíf- urlegt fé í fjölmiðlun og áróðursstarfsemi. Það var ekki vandamál hér vegna þess að slíkir fjármunir voru ekki til. Svo urðu þeir til ráðstöfunar um skeið við aðstæður, sem vonandi koma aldrei aftur í okkar sam- félagi. En allur er varinn góður. Þess vegna er tilefni til þess að hefja þessar umræður á ný. Tímabært að hefja nýjar umræður um eignarhald á fjölmiðlum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is C harles de Gaulle, forseti Frakklands, reitti for- ráðamenn Kanada svo til reiði á þessum degi 1967, í heimsókn vestanhafs, að hann varð að gjöra svo vel og snúa heim til Frakklands fyrr en áætlað var. Stríðshetjan aldna var í Kanada í tengslum við Heims- sýninguna, Expo 67, í Montreal í Quebec-fylki. Það er hið stærsta í landinu og það næst fjölmennasta. Frönsk áhrif hafa verið mikil í Quebec allar götur síðan Frakkar námu þar land á 16. öld, franska er móðurmál meirihluta íbú- anna og raunar opinbert tungumál fylkisins. Það sem móðgaði kanadísk stjórnvöld svo hressilega var að de Gaulle notaði slagorð aðskilnaðarsinna í fylkinu í ávarpi, sem hann hélt óvænt á svölum ráðhúss borg- arinnar. „Lifi Quebec ... frjálst!“ sagði gamli maðurinn í lok ávarpsins, en mál er lúta að því að fylkið verður hugs- anlega sjálfstætt ríki eru vægast sagt viðkvæm í Kanada. De Gaulle var á 77. aldursári þegar þarna var komið sögu, lét af embætti tveimur árum síðar og lést árið 1970. De Gaulle kom ekki með flugi til Ottawa, höfuðborgar Kanada, eins og venja er þegar þjóðhöfðingjar eiga í hlut. Honum var boðið vestur af forsætisráðherra Quebec- fylkis og kaus því að sigla með herskipinu Colbert yfir Atl- antsála og kom að landi í Quebec City. Þaðan var ekið til Montreal og þegar leiðin lá upp að ráðhúsinu eftir Kon- ungsvegi, Chemin du Roi, fagnaði honum mikill mann- fjöldi. Við ráðhúsið biðu forsetans þeir Jean Drapeau borg- arstjóri og Daniel Johnson, forsætisráðherra fylkisins. Ekki var á dagskrá að de Gaulle ávarpaði mannfjöldann en hon- um var svo ákaft fagnað að forsetinn sagði við borgarstjór- ann að hann yrði hreinlega að fá að ávarpa fólkið. Það fór ekki framhjá de Gaulle að hluti mannfjöldans veifaði spjöldum þar sem hvatt var til aðskilnaðar fylkisins frá Kanada. Ekki er hægt að slá því föstu að sá gamli hafi búið sig undir það sem hann sagði, en sumar heimildir herma þó að svo hafi verið. De Gaulle lauk ávarpinu með þessum orðum: „Lifi Montreal! Lifi Quebec! Lifi Quebec ... frjálst!“ Forsetinn dró andann stutta stund eftir að hann sagði Lifi Quebec hið síðara sinni, en lét svo síðasta orðið vaða: frjálst! Það mun ekki hafa heyrst greinilega vegna háværra fagnaðarláta múgsins, en þetta litla en þó stóra orð fór ekki framhjá yfirvöldum. Kanadískir fjölmiðlar brugðust ókvæða við og Pearson forsætisráðherra lýsti því yfir í sjónvarpi að ummæli franska forsetans væru algjörlega óviðunandi og Pierre Trudeau, nýskipaður dómsmálaráðherra (og síð- ar forsætisráðherra Kanada) varpaði fram vangaveltu þess efnis hvernig Frakkar brygðust við ef kanadískur forsætis- ráðherra í heimsókn til Frakklands kallaði: Bretagne fyrir Bretóna. Þeir hafa löngum viljað hafa meira með stjórn eigin mála á Bretaníuskaga að gera. Fyrr þetta sama ár vakti athygli að ríkisstjórn Frakk- lands sendi ekki fulltrúa til að vera við útför landstjóra Kanada og fv. hershöfðingja, George Vanier, en þeir de Gaulle höfðu verið vinir síðan hann hitti Vanier hjónin fyrst í Lundúnum 1940, þegar Frakkinn var þar í útlegð. Áður en franski forsetinn kom vestur um haf er sagt að Lester B. Pearson forsætisráðherra Kanada og ríkisstjórn hans hafi haft nokkrar áhyggjur af því að de Gaulle myndi að einhverju leyti blanda sér í innanríkismál með óheppi- legum hætti. Pearson vissi að de Gaulle hafði allt að því óbeit á honum síðan hugmyndir Pearsons um lausn mála í Súez-deilunni seint á sjötta áratugnum urðu ofan á en ekki hernaðaráform Frakka. Daginn eftir ræðuna frægu skoðaði de Gaulle Expo eins og ráðgert var en flaug að morgni næsta dags heim til Par- ísar. Kom því ekki við í Ottawa eins og til stóð, og hitti þar af leiðandi ekki Pearson forsætisráðherra. Þetta reyndist síðasta ferð de Gaulle til Kanada. skapti@mbl.is Lifi frjálst Quebec! Charles de Gaulle árið 1967. ’ Kanadískir fjölmiðlar brugðust ókvæða við og Pearson forsætisráðherra lýsti því yfir í sjónvarpi að ummæli franska forsetans væru algjörlega óviðunandi De Gaulle forseti, fyrir miðri mynd, daginn eftir ræðuna frægu í Montreal. Á þessum degi 24. júlí 1967

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.